„Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Valur Páll Eiríksson skrifar 21. ágúst 2025 09:30 Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks. Vísir/Sigurjón „Þetta leggst gríðarlega vel í mig. Það er mikið í húfi fyrir Breiðablik og íslenskan fótbolta. Til þess eru menn í þessu, að spila svona leiki,“ segir Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, sem mætir liði Virtus frá San Marínó í umspili um sæti í Sambandsdeild Evrópu á Kópavogsvelli í kvöld. Breiðablik er tveimur leikjum frá því að komast í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar. Það þýðir leikir langt fram eftir vetri og tæpur hálfur milljarður í kassann. Mikið er því undir, líkt og Halldór nefnir að ofan. Klippa: Deildarkeppni og hálfur milljarður undir Blikar koma hins vegar ekki í sínu besta formi inn í verkefnið. Brotalamir hafa verið á leik liðsins að undanförnu og það ekki unnið leik síðan 19. júlí, leikið átta í röð án þess að fagna sigri. En hvernig má það vera? „Það eru svo margar skýringar á því. Það er mjög augljós skýring af hverju við unnum ekki einn leik, en ég ætla ekki að segja það í þessu viðtali. Fjórir af þessum leikjum eru gegn gríðarlega sterkum erlendum atvinnumannaliðum – það eru alls konar afsakanir til í þessu,“ segir Halldór og bætir við að Blikar hafi fyrst og fremst verið sjálfum sér verstir: „En heilt yfir höfum við þurft að gera betur, sérstaklega sóknarlega. Svo í síðasta leik, þegar sóknarleikurinn er góður slökkva menn á varnarleiknum. Við þurfum auðvitað að setja saman frammistöður þar sem við erum góðir á öllum vígstöðvum. Það eru allskyns skýringar á því af hverju niðurstaða leikja er eins og hún er. En ef þú ætlar að haga undirbúningi eingöngu út frá því hvernig niðurstaðan er, þá nærðu engum framförum,“ segir Halldór. Fatalt að vanmeta andstæðinginn Andstæðingur dagsins er ekki sérlega hátt skrifaður, enda frá smáríkinu San Marínó. Lið þaðan hefur aldrei komist svo langt í forkeppni í Evrópu. Er öll pressan á Blikum? „Það er auðvelt að setja það þannig upp. En nú hefur þú verið að spá í nánustu fortíð og það síðasta sem þeir gerðu var að pakka saman moldóvsku meisturunum 3-0 og slá þá út. Lið sem við þekkjum best frá Moldóvu er Sherriff, sem hefur verið í riðlakeppni ár eftir ár. Svona til að setja það í samhengi,“ „Það er ekkert lið á þessum stað ef það getur ekki neitt og við berum mikla virðingu fyrir því sem þeir hafa gert. En við teljum okkur sterkara lið en þeir og reynslumeiri á þessu sviði. Við ætlum okkur áfram. En að fara að vanmeta þá eða halda að eitthvað sé gefið er bara bilun,“ segir Halldór. Töluvert fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild í spilaranum. Leikur Breiðabliks og Virtus hefst klukkan 18:00 og er í beinni á Sýn Sport Ísland. Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Íslenski boltinn Besta deild karla Fótbolti Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Fleiri fréttir N-Írland - Ísland | Stelpurnar okkar verja sætið í umspili Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sjá meira
Breiðablik er tveimur leikjum frá því að komast í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar. Það þýðir leikir langt fram eftir vetri og tæpur hálfur milljarður í kassann. Mikið er því undir, líkt og Halldór nefnir að ofan. Klippa: Deildarkeppni og hálfur milljarður undir Blikar koma hins vegar ekki í sínu besta formi inn í verkefnið. Brotalamir hafa verið á leik liðsins að undanförnu og það ekki unnið leik síðan 19. júlí, leikið átta í röð án þess að fagna sigri. En hvernig má það vera? „Það eru svo margar skýringar á því. Það er mjög augljós skýring af hverju við unnum ekki einn leik, en ég ætla ekki að segja það í þessu viðtali. Fjórir af þessum leikjum eru gegn gríðarlega sterkum erlendum atvinnumannaliðum – það eru alls konar afsakanir til í þessu,“ segir Halldór og bætir við að Blikar hafi fyrst og fremst verið sjálfum sér verstir: „En heilt yfir höfum við þurft að gera betur, sérstaklega sóknarlega. Svo í síðasta leik, þegar sóknarleikurinn er góður slökkva menn á varnarleiknum. Við þurfum auðvitað að setja saman frammistöður þar sem við erum góðir á öllum vígstöðvum. Það eru allskyns skýringar á því af hverju niðurstaða leikja er eins og hún er. En ef þú ætlar að haga undirbúningi eingöngu út frá því hvernig niðurstaðan er, þá nærðu engum framförum,“ segir Halldór. Fatalt að vanmeta andstæðinginn Andstæðingur dagsins er ekki sérlega hátt skrifaður, enda frá smáríkinu San Marínó. Lið þaðan hefur aldrei komist svo langt í forkeppni í Evrópu. Er öll pressan á Blikum? „Það er auðvelt að setja það þannig upp. En nú hefur þú verið að spá í nánustu fortíð og það síðasta sem þeir gerðu var að pakka saman moldóvsku meisturunum 3-0 og slá þá út. Lið sem við þekkjum best frá Moldóvu er Sherriff, sem hefur verið í riðlakeppni ár eftir ár. Svona til að setja það í samhengi,“ „Það er ekkert lið á þessum stað ef það getur ekki neitt og við berum mikla virðingu fyrir því sem þeir hafa gert. En við teljum okkur sterkara lið en þeir og reynslumeiri á þessu sviði. Við ætlum okkur áfram. En að fara að vanmeta þá eða halda að eitthvað sé gefið er bara bilun,“ segir Halldór. Töluvert fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild í spilaranum. Leikur Breiðabliks og Virtus hefst klukkan 18:00 og er í beinni á Sýn Sport Ísland.
Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Íslenski boltinn Besta deild karla Fótbolti Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Fleiri fréttir N-Írland - Ísland | Stelpurnar okkar verja sætið í umspili Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sjá meira