„Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Árni Sæberg skrifar 21. ágúst 2025 09:08 Sigmundur Davíð gefur lítið fyrir orð fjármálaráðherra. Vísir/Lýður Formaður Miðflokksins segir fyrirheit fjármálaráðherra um aukið aðhald í ríkisfjármálum lofa góðu. Vandinn sé hins vegar sá að hingað til hafi ríkisstjórnin gert þvert á öll slík loforð. Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, var til viðtals í kvöldfréttum Sýnar í gær í tilefni af ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands, um að halda stýrivöxtum óbreyttum í 7,5 prósentum. Ætla að tryggja stöðugleika Hann sagði ákvörðun nefndarinnar hefðu verið vonbrigði, en þó fyrirsjáanlega. Húsnæðismálin þyrfti að taka sérstaklega föstum tökum og að samkomulag væri til staðar milli ríkisstjórnarflokka þar að lútandi. Þá nefndi Daði einnig stöðugleikaregluna sem ríkisstjórnin kynnti í vor og sagði það beinlínis markmið hennar að tryggja að ríkisfjármál séu sjálfbær. „Fjármálafrumvarpið í haust mun sýna meira aðhald heldur en menn hafa séð hjá fyrri ríkisstjórnum einfaldlega vegna þess að við ætlum okkur að tryggja stöðugleika í verðlagi,“ sagði Daði Már. Haldi áfram að gefa út gúmmítékka Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, brást við þessum orðum fjármálaráðherra í sama fréttatíma. „Nálgunin er svo sem æskileg. Vandinn er bara sá að ríkisstjórnin hefur gert þvert á þetta fram að þessu,“ sagði hann. Ríkisstjórnin hefði fengið á sig talsverða gagnrýni fyrir það frá fjármálaráði stjórnvalda. Í álitsgerð fjármálaráðs vegna fjármálaáætlunar fyrir árin 2026 til 2030 sagði meðal annars að ráðið beindi því til stjórnvalda að greina hvers vegna hlutfall útgjalda hins opinbera og landsframleiðslu hefði haldist jafnhátt og það hefur gert eftir heimsfaraldur, óákjósanlegt væri að hið opinbera væri leiðandi í launaþróun og að mikilvægt væri að tryggja að tveggja prósenta raungjaldaútgjaldavöxtur, sem boðaður er í stöðugleikareglu ríkisstjórnarinnar, yrði hámark frekar en markmið. „Það hefur ekki tekist að ná tökum á fjárlögunum og þau hafa frestað því að gera það, haldið áfram að gefa út gúmmítékka og kom á daginn fyrir vikið að þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja, sem mun engu skila. Af því að merkin frá stjórnvöldum eru: Við erum ekki búin að ná tökum á þessu og sjáum ekki fram á að ná tökum á þessu næstu árin,“ sagði Sigmundur Davíð. Innfluttur hagvöxtur Sem áður segir nefndi Daði Már húsnæðismálin sérstaklega og sagði nauðsynlegt að taka þau föstum tökum, sem yrði gert strax í haust. Hvað finnst þér að þurfa að gera í húsnæðismálum? „Það er náttúrlega mjög merkilegt að í landi þar sem íbúunum, Íslendingunum, fjölgar eiginlega ekki neitt, sé þessi mikli húsnæðisskortur. Það er afleiðing af því að hér hefur verið farin sú leið að flytja inn hagvöxt, sem er á margan hátt gervihagvöxtur, það er verið að flytja inn hagvöxt í formi þess að flytja inn sem flest fólk, sem auðvitað þarf húsnæði og aðra þjónustu. Til lengri tíma litið þá er það ekki æskilegt fyrir hagkerfið og hefur þessi áhrif, meðal annars, þennan húsnæðisskort sem við upplifum núna,“ sagði Sigmundur Davíð. Ef þú værir í ríkisstjórn, hvað myndir þú gera til að ná niður verðbólgunni? „Það er ekki hægt að ná niður verðbólgunni öðruvísi en að taka fyrir alvöru, ekki bara einhverjum yfirlýsingum heldur með alvöru aðgerðum, á ríkisfjármálunum og ná tökum á landamærunum.“ Efnahagsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Miðflokkurinn Viðreisn Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Fleiri fréttir Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Sjá meira
Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, var til viðtals í kvöldfréttum Sýnar í gær í tilefni af ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands, um að halda stýrivöxtum óbreyttum í 7,5 prósentum. Ætla að tryggja stöðugleika Hann sagði ákvörðun nefndarinnar hefðu verið vonbrigði, en þó fyrirsjáanlega. Húsnæðismálin þyrfti að taka sérstaklega föstum tökum og að samkomulag væri til staðar milli ríkisstjórnarflokka þar að lútandi. Þá nefndi Daði einnig stöðugleikaregluna sem ríkisstjórnin kynnti í vor og sagði það beinlínis markmið hennar að tryggja að ríkisfjármál séu sjálfbær. „Fjármálafrumvarpið í haust mun sýna meira aðhald heldur en menn hafa séð hjá fyrri ríkisstjórnum einfaldlega vegna þess að við ætlum okkur að tryggja stöðugleika í verðlagi,“ sagði Daði Már. Haldi áfram að gefa út gúmmítékka Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, brást við þessum orðum fjármálaráðherra í sama fréttatíma. „Nálgunin er svo sem æskileg. Vandinn er bara sá að ríkisstjórnin hefur gert þvert á þetta fram að þessu,“ sagði hann. Ríkisstjórnin hefði fengið á sig talsverða gagnrýni fyrir það frá fjármálaráði stjórnvalda. Í álitsgerð fjármálaráðs vegna fjármálaáætlunar fyrir árin 2026 til 2030 sagði meðal annars að ráðið beindi því til stjórnvalda að greina hvers vegna hlutfall útgjalda hins opinbera og landsframleiðslu hefði haldist jafnhátt og það hefur gert eftir heimsfaraldur, óákjósanlegt væri að hið opinbera væri leiðandi í launaþróun og að mikilvægt væri að tryggja að tveggja prósenta raungjaldaútgjaldavöxtur, sem boðaður er í stöðugleikareglu ríkisstjórnarinnar, yrði hámark frekar en markmið. „Það hefur ekki tekist að ná tökum á fjárlögunum og þau hafa frestað því að gera það, haldið áfram að gefa út gúmmítékka og kom á daginn fyrir vikið að þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja, sem mun engu skila. Af því að merkin frá stjórnvöldum eru: Við erum ekki búin að ná tökum á þessu og sjáum ekki fram á að ná tökum á þessu næstu árin,“ sagði Sigmundur Davíð. Innfluttur hagvöxtur Sem áður segir nefndi Daði Már húsnæðismálin sérstaklega og sagði nauðsynlegt að taka þau föstum tökum, sem yrði gert strax í haust. Hvað finnst þér að þurfa að gera í húsnæðismálum? „Það er náttúrlega mjög merkilegt að í landi þar sem íbúunum, Íslendingunum, fjölgar eiginlega ekki neitt, sé þessi mikli húsnæðisskortur. Það er afleiðing af því að hér hefur verið farin sú leið að flytja inn hagvöxt, sem er á margan hátt gervihagvöxtur, það er verið að flytja inn hagvöxt í formi þess að flytja inn sem flest fólk, sem auðvitað þarf húsnæði og aðra þjónustu. Til lengri tíma litið þá er það ekki æskilegt fyrir hagkerfið og hefur þessi áhrif, meðal annars, þennan húsnæðisskort sem við upplifum núna,“ sagði Sigmundur Davíð. Ef þú værir í ríkisstjórn, hvað myndir þú gera til að ná niður verðbólgunni? „Það er ekki hægt að ná niður verðbólgunni öðruvísi en að taka fyrir alvöru, ekki bara einhverjum yfirlýsingum heldur með alvöru aðgerðum, á ríkisfjármálunum og ná tökum á landamærunum.“
Efnahagsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Miðflokkurinn Viðreisn Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Fleiri fréttir Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Sjá meira