Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 20. ágúst 2025 08:02 Nú eru skólar landsins byrjaðir og þúsundir nýir nemendur hafa hafið skólagöngu í fyrsta sinn. Flest sex ára börn hafa beðið spennt eftir að ná þessum áfanga á meðan önnur kunna að kvíða honum. Þótt börn í fyrsta bekk séu öll fædd á sama árinu og tilheyra þar af leiðandi sama þroskaskeiðinu er félags- og tilfinningaþroski þeirra mislangt á veg kominn. Þættir sem þessi aldurshópur á þó oftast sameiginlega er að athyglisgáfa fer sívaxandi, þau eru forvitin, spyrja margs og gera kröfur um aukið frelsi og val. Börn á þessum aldri leitast við að líkja eftir fyrirmyndum sínum og finnast athafnir fullorðinna spennandi. Fleira sem einkennir þetta aldursskeið er að þau eiga það til að láta kjánalega, vilja láta á sér bera og taka jafnvel áhættu. Aðgreining einstaklingsins frá öðrum verður skarpari, vinir eru að verða æ mikilvægari á sama tíma og börn á þessu aldursskeiði byrja að skilja hvað felst í samvinnu og samkennd. Keppnisandi, persónulegur metnaður og aukið frelsi í samskiptum verður jafnframt meira áberandi. Hvernig mætum við þörfum þeirra? Þörfum þessa aldurshóps er best mætt með því að gefa þeim tækifæri til að móta eigin lífsstíl og smekk sem samræmist aldri og þroska þeirra hverju sinni. Atriði eins og að leyfa þeim að takast á við lausnarmiðuð verkefni, koma með tillögur og vera spurð álits þegar tilefni gefst til stuðlar að auknum vitsmunaþroska. Orðaforða og hugtakaskilning má örva með því að tala mikið við börnin og leyfa þeim að hlusta á samtöl fullorðinna. Áfram þarf að leyfa þeim að lita líma, púsla og sauma til að styrkja enn frekar þroska fínhreyfingar. Að byrja í skóla Góður undirbúningur undir skólagöngu getur skipt sköpum hvað varðar almenna vellíðan barnsins í skólanum. Góð byrjun eykur líkur á því að barninu farnist vel öll grunnskólaárin. Jákvætt viðhorf þess til nemandahlutverksins og skólagöngunnar er sá þáttur sem líklega vegur hvað þyngst bæði til lengri og skemmri tíma. Undirbúningur er aðallega í höndum foreldra en leikskólarnir leggja sannarlega sitt af mörkum. Undirbúningurinn felur m.a. í sér að ræða við barnið um skólann, skólagönguna og mikilvægi náms. Enn fremur að ræða um stundvísi, mikilvægi þess að sýna kurteisi, koma vel fram við aðra krakka í skólanum og hlíta fyrirmælum. Barnið þarf einnig að vita að ef því líður illa eða það hefur orðið vitni af neikvæðum uppákomum, beri því að segja foreldrum eða kennara frá því strax. Undirbúningur undir íþrótta- og sundkennslu felst m.a. í að þjálfa barnið í að bjarga sér í búningsklefanum. Áður en skólagangan hefst er það mikill kostur fyrir barnið að vera orðið að mestu sjálfbjarga s.s. að geta klætt sig í sund- og íþróttaföt. Þessi færni veitir barninu öryggi og eykur sjálfstraust þess. Til að þjálfunin leiði til fullnægjandi færni í aðstæðum sem þessum þarf barnið að fá tækifæri til að spreyta sig sjálft undir handleiðslu foreldranna helst áður en eða um það leyti og skólaganga hefst. Samskipti foreldra og skóla Þegar skólinn er hafinn vilja foreldrar gjarnan fylgjast vandlega með námsframvindu barna sinna. Það má gera með ýmsum hætti svo sem að inna þau eftir heimalærdómnum og vera í reglulegu sambandi við skólann. Liður í eftirfylgninni felst m.a. í því að vera með barninu þegar það lærir heima eða að líta á afraksturinn þegar barnið hefur lokið við daglegt heimanám. Áhugi foreldranna á námi og námsframvindu barna sinna gefur barninu aukna vissu um að menntun sé mikilvæg. Áhugi foreldranna veitir barninu ákveðið aðhald og hefur þau áhrif að barnið verður líklegra til að vilja leggja sig enn meira fram fyrir vikið. Telji foreldrar að barnið fái ekki viðeigandi hvatningu og örvun í skólanum, eða að námsefnið sé ekki nægjanlega við hæfi er mikilvægt að hafa samband við kennara. Aðrir þættir sem kallað gætu á frekari samskipti foreldra við skólann umfram venjubundin samskipti er ef stórvægilegar breytingar eru í aðsigi, ef fjölskyldan hefur orðið fyrir einhverjum áföllum eða ef vandamál eru á heimilinu sem foreldrar telja að sé mikilvægt að skólinn viti um. Höfundur er sálfræðingur og alþingismaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Mest lesið 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Sjá meira
Nú eru skólar landsins byrjaðir og þúsundir nýir nemendur hafa hafið skólagöngu í fyrsta sinn. Flest sex ára börn hafa beðið spennt eftir að ná þessum áfanga á meðan önnur kunna að kvíða honum. Þótt börn í fyrsta bekk séu öll fædd á sama árinu og tilheyra þar af leiðandi sama þroskaskeiðinu er félags- og tilfinningaþroski þeirra mislangt á veg kominn. Þættir sem þessi aldurshópur á þó oftast sameiginlega er að athyglisgáfa fer sívaxandi, þau eru forvitin, spyrja margs og gera kröfur um aukið frelsi og val. Börn á þessum aldri leitast við að líkja eftir fyrirmyndum sínum og finnast athafnir fullorðinna spennandi. Fleira sem einkennir þetta aldursskeið er að þau eiga það til að láta kjánalega, vilja láta á sér bera og taka jafnvel áhættu. Aðgreining einstaklingsins frá öðrum verður skarpari, vinir eru að verða æ mikilvægari á sama tíma og börn á þessu aldursskeiði byrja að skilja hvað felst í samvinnu og samkennd. Keppnisandi, persónulegur metnaður og aukið frelsi í samskiptum verður jafnframt meira áberandi. Hvernig mætum við þörfum þeirra? Þörfum þessa aldurshóps er best mætt með því að gefa þeim tækifæri til að móta eigin lífsstíl og smekk sem samræmist aldri og þroska þeirra hverju sinni. Atriði eins og að leyfa þeim að takast á við lausnarmiðuð verkefni, koma með tillögur og vera spurð álits þegar tilefni gefst til stuðlar að auknum vitsmunaþroska. Orðaforða og hugtakaskilning má örva með því að tala mikið við börnin og leyfa þeim að hlusta á samtöl fullorðinna. Áfram þarf að leyfa þeim að lita líma, púsla og sauma til að styrkja enn frekar þroska fínhreyfingar. Að byrja í skóla Góður undirbúningur undir skólagöngu getur skipt sköpum hvað varðar almenna vellíðan barnsins í skólanum. Góð byrjun eykur líkur á því að barninu farnist vel öll grunnskólaárin. Jákvætt viðhorf þess til nemandahlutverksins og skólagöngunnar er sá þáttur sem líklega vegur hvað þyngst bæði til lengri og skemmri tíma. Undirbúningur er aðallega í höndum foreldra en leikskólarnir leggja sannarlega sitt af mörkum. Undirbúningurinn felur m.a. í sér að ræða við barnið um skólann, skólagönguna og mikilvægi náms. Enn fremur að ræða um stundvísi, mikilvægi þess að sýna kurteisi, koma vel fram við aðra krakka í skólanum og hlíta fyrirmælum. Barnið þarf einnig að vita að ef því líður illa eða það hefur orðið vitni af neikvæðum uppákomum, beri því að segja foreldrum eða kennara frá því strax. Undirbúningur undir íþrótta- og sundkennslu felst m.a. í að þjálfa barnið í að bjarga sér í búningsklefanum. Áður en skólagangan hefst er það mikill kostur fyrir barnið að vera orðið að mestu sjálfbjarga s.s. að geta klætt sig í sund- og íþróttaföt. Þessi færni veitir barninu öryggi og eykur sjálfstraust þess. Til að þjálfunin leiði til fullnægjandi færni í aðstæðum sem þessum þarf barnið að fá tækifæri til að spreyta sig sjálft undir handleiðslu foreldranna helst áður en eða um það leyti og skólaganga hefst. Samskipti foreldra og skóla Þegar skólinn er hafinn vilja foreldrar gjarnan fylgjast vandlega með námsframvindu barna sinna. Það má gera með ýmsum hætti svo sem að inna þau eftir heimalærdómnum og vera í reglulegu sambandi við skólann. Liður í eftirfylgninni felst m.a. í því að vera með barninu þegar það lærir heima eða að líta á afraksturinn þegar barnið hefur lokið við daglegt heimanám. Áhugi foreldranna á námi og námsframvindu barna sinna gefur barninu aukna vissu um að menntun sé mikilvæg. Áhugi foreldranna veitir barninu ákveðið aðhald og hefur þau áhrif að barnið verður líklegra til að vilja leggja sig enn meira fram fyrir vikið. Telji foreldrar að barnið fái ekki viðeigandi hvatningu og örvun í skólanum, eða að námsefnið sé ekki nægjanlega við hæfi er mikilvægt að hafa samband við kennara. Aðrir þættir sem kallað gætu á frekari samskipti foreldra við skólann umfram venjubundin samskipti er ef stórvægilegar breytingar eru í aðsigi, ef fjölskyldan hefur orðið fyrir einhverjum áföllum eða ef vandamál eru á heimilinu sem foreldrar telja að sé mikilvægt að skólinn viti um. Höfundur er sálfræðingur og alþingismaður Flokks fólksins.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun