Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Magnús Jochum Pálsson skrifar 18. ágúst 2025 15:12 Þremenningarnir sátu í sólinni með fartölvur og kaffibolla. Ekki fylgir sögunni hvort þau fengu sér fisk. Fyrrverandi samstarfsfélagarnir Þorsteinn Már Baldvinsson, Jón Óttar Ólafsson og Arna McClure funduð saman á Mar Seafood í síðustu viku. Þau voru voru öll viðriðin Namibíumál Samherja en rannsókn héraðssaksóknara á því lauk í síðasta mánuði og er beðið eftir ákvörðun saksóknara um hvort eigi að ákæra í því. Fréttastofu barst ljósmynd af þremenningunum þar sem sátu úti á Mar Seafood á Frakkastíg með fartölvur og ræddu saman yfir kaffibollum síðastliðinn miðvikudag. Öll þrjú tengjast þau í gegnum Samherja en Þorsteinn Már var forstjóri sjávarútvegsfyrirtækisins í rúm fjörutíu ár, Arna Bryndís Baldvinsdóttir McClure var yfirlögfræðingur þess frá 2013 til 2022 og Jón Óttar Ólafsson, sem er fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður, var ráðgjafi Samherja í Namibíu. Þar að auki eru þau öll þrjú, auk sex annarra, með réttarstöðu sakbornings í rannsókn Héraðssaksóknara á ætluðum mútum, peningaþvætti og fleiri brotum félagsins sem tengjast Namibíustarfsemi þess. Héraðssaksóknari lauk rannsókn á málinu í byrjun júlí og á saksóknari eftir að taka ákvörðun um hvort ákært verði í því. Öll þrjú neita sök. Sjá einnig: Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Bæði Arna og Jón Óttar voru hluti af svokallaðri skæruliðadeild Samherja ásamt Þorbirni Þórðarsyni, almannatengslaráðgjafa og fyrrverandi fréttamanni, og Páli Steingrímssyni, fyrrverandi skipstjóra hjá Samherja, sem skipulögðu greinaskrif í kringum Samherja og komu sjónarmiðum fyrirtækisins á framfæri. Í Namibíu hafa réttarhöld í málinu tafist töluvert en þau áttu að hefjast 1. ágúst síðastliðinn en töfðust enn frekar. Fréttastofa náði tali af Jóni Óttari sem vildi ekki tjá sig um fundinn á Mar Seafood eða efni hans en hvorki náðist í Þorstein né Örnu. Fyrst þremenningarnir voru með fartölvur má ætla að þetta hafi verið meira en bara hefðbundinn hádegisverður. Það er spurning hvort Namibíumálið hafi verið tilefni hittingsins eða hvort eitthvað annað sé í kortunum hjá þremenningunum. Samherjaskjölin Veitingastaðir Reykjavík Tengdar fréttir „Óásættanlegt að fyrrverandi starfsfólki sé haldið í spennitreyju“ Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir nýja umfjöllun Heimildarinnar um Namibíumálið svokallaða engu nýju ljósi varpa á málsatvik. „Mér þykir mjög miður og algjörlega óásættanlegt að fyrrverandi starfsfólki fyrirtækisins sé haldið í spennitreyju með réttarstöðu sakbornings í fimm ár án tilefnis.“ 18. október 2024 14:21 „Þetta má aldrei gerast aftur“ Fyrrverandi ritstjóri Kjarnans og sakborningur í byrlunar- og símastuldsmáli Páls Steingrímssonar skipstjóra hjá Samherja segir einstökum aðförum í sögu Íslands loks lokið eftir 961 dags rannsókn. Hann er hugsi yfir réttlætingu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra á rannsókninni. 26. september 2024 16:36 Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Fleiri fréttir „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Sjá meira
Fréttastofu barst ljósmynd af þremenningunum þar sem sátu úti á Mar Seafood á Frakkastíg með fartölvur og ræddu saman yfir kaffibollum síðastliðinn miðvikudag. Öll þrjú tengjast þau í gegnum Samherja en Þorsteinn Már var forstjóri sjávarútvegsfyrirtækisins í rúm fjörutíu ár, Arna Bryndís Baldvinsdóttir McClure var yfirlögfræðingur þess frá 2013 til 2022 og Jón Óttar Ólafsson, sem er fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður, var ráðgjafi Samherja í Namibíu. Þar að auki eru þau öll þrjú, auk sex annarra, með réttarstöðu sakbornings í rannsókn Héraðssaksóknara á ætluðum mútum, peningaþvætti og fleiri brotum félagsins sem tengjast Namibíustarfsemi þess. Héraðssaksóknari lauk rannsókn á málinu í byrjun júlí og á saksóknari eftir að taka ákvörðun um hvort ákært verði í því. Öll þrjú neita sök. Sjá einnig: Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Bæði Arna og Jón Óttar voru hluti af svokallaðri skæruliðadeild Samherja ásamt Þorbirni Þórðarsyni, almannatengslaráðgjafa og fyrrverandi fréttamanni, og Páli Steingrímssyni, fyrrverandi skipstjóra hjá Samherja, sem skipulögðu greinaskrif í kringum Samherja og komu sjónarmiðum fyrirtækisins á framfæri. Í Namibíu hafa réttarhöld í málinu tafist töluvert en þau áttu að hefjast 1. ágúst síðastliðinn en töfðust enn frekar. Fréttastofa náði tali af Jóni Óttari sem vildi ekki tjá sig um fundinn á Mar Seafood eða efni hans en hvorki náðist í Þorstein né Örnu. Fyrst þremenningarnir voru með fartölvur má ætla að þetta hafi verið meira en bara hefðbundinn hádegisverður. Það er spurning hvort Namibíumálið hafi verið tilefni hittingsins eða hvort eitthvað annað sé í kortunum hjá þremenningunum.
Samherjaskjölin Veitingastaðir Reykjavík Tengdar fréttir „Óásættanlegt að fyrrverandi starfsfólki sé haldið í spennitreyju“ Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir nýja umfjöllun Heimildarinnar um Namibíumálið svokallaða engu nýju ljósi varpa á málsatvik. „Mér þykir mjög miður og algjörlega óásættanlegt að fyrrverandi starfsfólki fyrirtækisins sé haldið í spennitreyju með réttarstöðu sakbornings í fimm ár án tilefnis.“ 18. október 2024 14:21 „Þetta má aldrei gerast aftur“ Fyrrverandi ritstjóri Kjarnans og sakborningur í byrlunar- og símastuldsmáli Páls Steingrímssonar skipstjóra hjá Samherja segir einstökum aðförum í sögu Íslands loks lokið eftir 961 dags rannsókn. Hann er hugsi yfir réttlætingu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra á rannsókninni. 26. september 2024 16:36 Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Fleiri fréttir „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Sjá meira
„Óásættanlegt að fyrrverandi starfsfólki sé haldið í spennitreyju“ Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir nýja umfjöllun Heimildarinnar um Namibíumálið svokallaða engu nýju ljósi varpa á málsatvik. „Mér þykir mjög miður og algjörlega óásættanlegt að fyrrverandi starfsfólki fyrirtækisins sé haldið í spennitreyju með réttarstöðu sakbornings í fimm ár án tilefnis.“ 18. október 2024 14:21
„Þetta má aldrei gerast aftur“ Fyrrverandi ritstjóri Kjarnans og sakborningur í byrlunar- og símastuldsmáli Páls Steingrímssonar skipstjóra hjá Samherja segir einstökum aðförum í sögu Íslands loks lokið eftir 961 dags rannsókn. Hann er hugsi yfir réttlætingu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra á rannsókninni. 26. september 2024 16:36