Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Lovísa Arnardóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 18. ágúst 2025 13:10 Leikskólinn Múlaborg er í Ármúla í Reykjavík. Vísir/Anton Brink Starfsmaður á Múlaborg var um tíma undir sérstöku eftirliti á leikskólanum vegna sérkennilegs háttalags. Þetta hermar heimildir fréttastofu. Foreldri barns á leikskólanum segir stórskrýtið að foreldrar hafi ekki verið upplýstir um þetta á fundi með fulltrúum lögreglunnar, Reykjavíkurborgar og Barna- og fjölskyldustofu. Fjallað er um það á vef RÚV í dag að maðurinn hafi verið undir sérstöku eftirliti á leikskólanum í fyrra vegna þess sem hafi verið talið sérkennilegt háttalag hans í kringum börn. Í frétt RÚV segir að foreldri barns hafi gert athugasemdir við hegðun mannsins. Hann hafi samkvæmt því ekki fengið að vera einn með börnum á meðan málið hafi verið til skoðunar. Í frétt RÚV segir að málið hafi á þeim tíma ekki verið tilkynnt til lögreglunnar en sé nú komið á hennar borð. Vísir hefur fengið staðfest að lögreglu hafi borist ábendingar um að starfsmaðurinn hafi sætt sérstöku eftirliti á leikskólanum. Lögregla hefur ábendinguna til skoðunar ásamt öðrum ábendingum í tengslum við málið. Þá herma heimildir fréttastofu að lögregla hafi ekki verið upplýst um meint sérkenntilegt háttarlag starfsmannsins þegar hann var handtekinn á þriðjudaginn í síðustu viku. Foreldri barns í leikskólanum segir sæta furðu að foreldrar hafi ekki verið upplýstir um þetta á fundi með lögreglu, borgarinnar og Barna- og fjölskyldustofu í gær. Kristján Ingi Kristjánsson, lögreglufulltrúi hjá kynferðisbrotadeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir lögreglu enn telja að um stakt brot sé að ræða í rannsókn þeirra á kynferðisbroti starfsmanns leikskólans Múlaborgar. Kristján Ingi vill ekki staðfesta í samtali við fréttastofu að önnur tilvik hafi verið tilkynnt til lögreglunnar eða að maðurinn hafi verið undir sérstöku eftirliti. „Rannsóknin er enn í gangi og rétt að byrja, það er búið að ræða við fjölda manns. Öll svona mál eru viðkvæm og í öllum kynferðisbrotamálum eru miklar tilfinningar, sérstaklega þegar brotin varða börn,“ segir Kristján Ingi. Könnunarviðtöl á leikskólanum Hann segir búið að ræða við öll börnin á deildinni sem starfsmaðurinn starfaði á. Starfsmenn barnaverndar og lögreglunnar framkvæmdu könnunarviðtöl á leikskólanum í síðustu viku. Brotaþoli fór einnig í könnunarviðtal og svo í skýrslutöku í Barnahúsi síðasta föstudag. Maðurinn sem er grunaður um að hafa brotið á barni á leikskólanum í síðustu viku starfaði þar sem ófaglærður starfsmaður. Hann hafði starfað þar í tæplega tvö ár. Maðurinn var handtekinn í síðustu viku og úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald eftir að barnið greindi foreldrum sínum frá því að brotið hafi verið á sér. Kristján Ingi segir ekki liggja fyrir hvort krafist verði áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir manninum. „Það er ekki komin nein niðurstaða á framhaldið,“ segir Kristján. Funduðu með foreldrum Foreldrar barna á leikskólanum og barna sem eru útskrifuð eða höfðu flutt burt funduðu í gær með fulltrúum lögreglunnar, Reykjavíkurborgar og Barna- og fjölskyldustofu um málið. „Fólk var slegið yfir þessu og almennt mjög brugðið,“ segir Kristján. Fréttin hefur verið uppfærð. Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Leikskólar Reykjavík Grunaður um kynferðisbrot á Múlaborg Tengdar fréttir Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Foreldrar barna, sem eru nemendur á leikskólanum Múlaborg í Reykjavík, hafa verið boðaðir á fund í skrifstofum borgarinnar í Borgartúni á morgun. 16. ágúst 2025 15:44 Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Forstjóri Barna- og fjölskyldustofu segir mikilvægt að foreldrar ræði við börn sín af yfirvegun um kynferðisbrot og útskýri fyrir ungum börnum hvað megi og hvað ekki. Hún skilur vel að foreldrum sé brugðið yfir fregnum af því að starfsmaður leikskóla sé grunaður um kynferðisbrot gegn barni. 15. ágúst 2025 18:45 „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Jón Gnarr, þingmaður Viðreisnar, furðar sig á því að foreldrum barna á leikskólanum Múlaborg hafi ekki verið boðinn fundur með leikskólastjóra og starfsfólk skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar fyrr en á mánudag um kynferðisbrot sem kom upp á leikskólanum í vikunni. Starfsfólk borgarinnar hefur verið á leikskólanum í dag og mun foreldrum standa til boða að heyra í deildarstjóra um helgina. 15. ágúst 2025 14:40 Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Fjallað er um það á vef RÚV í dag að maðurinn hafi verið undir sérstöku eftirliti á leikskólanum í fyrra vegna þess sem hafi verið talið sérkennilegt háttalag hans í kringum börn. Í frétt RÚV segir að foreldri barns hafi gert athugasemdir við hegðun mannsins. Hann hafi samkvæmt því ekki fengið að vera einn með börnum á meðan málið hafi verið til skoðunar. Í frétt RÚV segir að málið hafi á þeim tíma ekki verið tilkynnt til lögreglunnar en sé nú komið á hennar borð. Vísir hefur fengið staðfest að lögreglu hafi borist ábendingar um að starfsmaðurinn hafi sætt sérstöku eftirliti á leikskólanum. Lögregla hefur ábendinguna til skoðunar ásamt öðrum ábendingum í tengslum við málið. Þá herma heimildir fréttastofu að lögregla hafi ekki verið upplýst um meint sérkenntilegt háttarlag starfsmannsins þegar hann var handtekinn á þriðjudaginn í síðustu viku. Foreldri barns í leikskólanum segir sæta furðu að foreldrar hafi ekki verið upplýstir um þetta á fundi með lögreglu, borgarinnar og Barna- og fjölskyldustofu í gær. Kristján Ingi Kristjánsson, lögreglufulltrúi hjá kynferðisbrotadeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir lögreglu enn telja að um stakt brot sé að ræða í rannsókn þeirra á kynferðisbroti starfsmanns leikskólans Múlaborgar. Kristján Ingi vill ekki staðfesta í samtali við fréttastofu að önnur tilvik hafi verið tilkynnt til lögreglunnar eða að maðurinn hafi verið undir sérstöku eftirliti. „Rannsóknin er enn í gangi og rétt að byrja, það er búið að ræða við fjölda manns. Öll svona mál eru viðkvæm og í öllum kynferðisbrotamálum eru miklar tilfinningar, sérstaklega þegar brotin varða börn,“ segir Kristján Ingi. Könnunarviðtöl á leikskólanum Hann segir búið að ræða við öll börnin á deildinni sem starfsmaðurinn starfaði á. Starfsmenn barnaverndar og lögreglunnar framkvæmdu könnunarviðtöl á leikskólanum í síðustu viku. Brotaþoli fór einnig í könnunarviðtal og svo í skýrslutöku í Barnahúsi síðasta föstudag. Maðurinn sem er grunaður um að hafa brotið á barni á leikskólanum í síðustu viku starfaði þar sem ófaglærður starfsmaður. Hann hafði starfað þar í tæplega tvö ár. Maðurinn var handtekinn í síðustu viku og úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald eftir að barnið greindi foreldrum sínum frá því að brotið hafi verið á sér. Kristján Ingi segir ekki liggja fyrir hvort krafist verði áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir manninum. „Það er ekki komin nein niðurstaða á framhaldið,“ segir Kristján. Funduðu með foreldrum Foreldrar barna á leikskólanum og barna sem eru útskrifuð eða höfðu flutt burt funduðu í gær með fulltrúum lögreglunnar, Reykjavíkurborgar og Barna- og fjölskyldustofu um málið. „Fólk var slegið yfir þessu og almennt mjög brugðið,“ segir Kristján. Fréttin hefur verið uppfærð. Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Leikskólar Reykjavík Grunaður um kynferðisbrot á Múlaborg Tengdar fréttir Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Foreldrar barna, sem eru nemendur á leikskólanum Múlaborg í Reykjavík, hafa verið boðaðir á fund í skrifstofum borgarinnar í Borgartúni á morgun. 16. ágúst 2025 15:44 Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Forstjóri Barna- og fjölskyldustofu segir mikilvægt að foreldrar ræði við börn sín af yfirvegun um kynferðisbrot og útskýri fyrir ungum börnum hvað megi og hvað ekki. Hún skilur vel að foreldrum sé brugðið yfir fregnum af því að starfsmaður leikskóla sé grunaður um kynferðisbrot gegn barni. 15. ágúst 2025 18:45 „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Jón Gnarr, þingmaður Viðreisnar, furðar sig á því að foreldrum barna á leikskólanum Múlaborg hafi ekki verið boðinn fundur með leikskólastjóra og starfsfólk skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar fyrr en á mánudag um kynferðisbrot sem kom upp á leikskólanum í vikunni. Starfsfólk borgarinnar hefur verið á leikskólanum í dag og mun foreldrum standa til boða að heyra í deildarstjóra um helgina. 15. ágúst 2025 14:40 Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Foreldrar barna, sem eru nemendur á leikskólanum Múlaborg í Reykjavík, hafa verið boðaðir á fund í skrifstofum borgarinnar í Borgartúni á morgun. 16. ágúst 2025 15:44
Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Forstjóri Barna- og fjölskyldustofu segir mikilvægt að foreldrar ræði við börn sín af yfirvegun um kynferðisbrot og útskýri fyrir ungum börnum hvað megi og hvað ekki. Hún skilur vel að foreldrum sé brugðið yfir fregnum af því að starfsmaður leikskóla sé grunaður um kynferðisbrot gegn barni. 15. ágúst 2025 18:45
„Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Jón Gnarr, þingmaður Viðreisnar, furðar sig á því að foreldrum barna á leikskólanum Múlaborg hafi ekki verið boðinn fundur með leikskólastjóra og starfsfólk skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar fyrr en á mánudag um kynferðisbrot sem kom upp á leikskólanum í vikunni. Starfsfólk borgarinnar hefur verið á leikskólanum í dag og mun foreldrum standa til boða að heyra í deildarstjóra um helgina. 15. ágúst 2025 14:40
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent