Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Agnar Már Másson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 15. ágúst 2025 16:59 Málið er enn ekki komið á ákærusvið og enn virðist fullt eftir af rannsókninni. Vísir/Fastinn/Já.is/Getty Þrátt fyrir að tæplega tveir mánuðir séu liðnir frá fyrstu húsleit sést enn ekki fyrir endann á fíkniefnamálinu umfangsmikla á Raufarhöfn. Einn útlendingur er í varðhaldi og verður honum að öllum líkindum vísað til Albaníu. Aftur á móti er málið enn ekki komið til ákærusviðs. Rannsókn málsins snýr að fíkniefnaframleiðslu, þá helst kannabis, en önnur brot hafa einnig verið til rannsóknar. Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur haft umsjón með rannsókninni en átt í samstarfi við önnur lögregluembætti enda teygir meint fíkniefnaframleiðsla anga sína þvert alla leið til Reykjavíkur. Í svörum Skarphéðins Aðalsteinssonar rannsóknarlögreglumanns við fyrirspurn Vísis segir að þremur sakborningum í stórfelldu fíkniefnamáli á Raufarhöfn og víðar hafi verið vísað úr landi til Albaníu. Einum þeirra var vísað úr landi um miðjan júlí, eins og greint var frá á sínum tíma. Þannig að enn situr einn í gæsluvarðhaldi en til stendur að vísa honum einnig til Albaníu. Útlendingastofnun tekur þá ákvörðun. Bæði Íslendingar og útlendingar hafa verið handteknir í tengslum við málið en væntanlega er sá íslenski ekki lengur í varðhaldi. Eyþór Þorbergsson, sem starfar á ákærusviði lögreglunnar, sagði við fréttastofu á þriðjudag að málið væri enn ekki komið á sitt borð. Ekki sæist fyrir endann á rannsókninni, sem varðar umfangsmikla framleiðslu marijúana víða um landið. Málið vakti fyrst athygli 18. júní þegar lögregla réðst í húsleit á Raufarhöfn og í Borgarnesi og lagði þar hald á fíkniefni og búnað til framleiðslu. Íbúar lýstu dularfullri umferð við húsið í Raufarhöfn, bíll hafi af og til sést við húsið á næturnar einu sinni eða tvisvar í mánuði. Nokkrum vikum síðar, í byrjun júlí, réðst lögregla í húsleit við Austurbrún í Laugardal í Reykjavík annars vegar og í götu í Kópavogi hins vegar. Þá tilkynnti lögreglan að hún hefði alls framkvæmt sex húsleitir víðs vegar á landinu. Í flestum þessara tilfella húsleitaraðgerðanna hafa nágrannar sagst við fréttastofu hafa verið furðu lostnir þegar lögreglan réðst í aðgerðir. En þrátt fyrir að tæplega tveir mánuðir séu liðnir frá fyrstu húsleitinni sést enn ekki fyrir endann á rannsókninni. „Rannsóknin gengur vel en er langt frá því að vera lokið,“ skrifar Skarphéðinn í svari sínu til fréttastofu. Norðurþing Kannabis Fíkniefnabrot Kópavogur Borgarbyggð Lögreglumál Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Rannsókn málsins snýr að fíkniefnaframleiðslu, þá helst kannabis, en önnur brot hafa einnig verið til rannsóknar. Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur haft umsjón með rannsókninni en átt í samstarfi við önnur lögregluembætti enda teygir meint fíkniefnaframleiðsla anga sína þvert alla leið til Reykjavíkur. Í svörum Skarphéðins Aðalsteinssonar rannsóknarlögreglumanns við fyrirspurn Vísis segir að þremur sakborningum í stórfelldu fíkniefnamáli á Raufarhöfn og víðar hafi verið vísað úr landi til Albaníu. Einum þeirra var vísað úr landi um miðjan júlí, eins og greint var frá á sínum tíma. Þannig að enn situr einn í gæsluvarðhaldi en til stendur að vísa honum einnig til Albaníu. Útlendingastofnun tekur þá ákvörðun. Bæði Íslendingar og útlendingar hafa verið handteknir í tengslum við málið en væntanlega er sá íslenski ekki lengur í varðhaldi. Eyþór Þorbergsson, sem starfar á ákærusviði lögreglunnar, sagði við fréttastofu á þriðjudag að málið væri enn ekki komið á sitt borð. Ekki sæist fyrir endann á rannsókninni, sem varðar umfangsmikla framleiðslu marijúana víða um landið. Málið vakti fyrst athygli 18. júní þegar lögregla réðst í húsleit á Raufarhöfn og í Borgarnesi og lagði þar hald á fíkniefni og búnað til framleiðslu. Íbúar lýstu dularfullri umferð við húsið í Raufarhöfn, bíll hafi af og til sést við húsið á næturnar einu sinni eða tvisvar í mánuði. Nokkrum vikum síðar, í byrjun júlí, réðst lögregla í húsleit við Austurbrún í Laugardal í Reykjavík annars vegar og í götu í Kópavogi hins vegar. Þá tilkynnti lögreglan að hún hefði alls framkvæmt sex húsleitir víðs vegar á landinu. Í flestum þessara tilfella húsleitaraðgerðanna hafa nágrannar sagst við fréttastofu hafa verið furðu lostnir þegar lögreglan réðst í aðgerðir. En þrátt fyrir að tæplega tveir mánuðir séu liðnir frá fyrstu húsleitinni sést enn ekki fyrir endann á rannsókninni. „Rannsóknin gengur vel en er langt frá því að vera lokið,“ skrifar Skarphéðinn í svari sínu til fréttastofu.
Norðurþing Kannabis Fíkniefnabrot Kópavogur Borgarbyggð Lögreglumál Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira