Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Agnar Már Másson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 13. ágúst 2025 20:00 Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Vísir Samtök verslunar og þjónustu kalla eftir hertum viðurlögum vegna sífellt stærri og alvarlegri rána í verslunum. Framkvæmdastjórinn segir of algengt að þjófagengi komist undan með varning upp á milljónir króna. Tvöfalt fleiri þjófnaðarmál og hnupl voru skráð í fyrra en árið á undan. Fjölmiðlar hafa undanfarin misseri greint frá stórþjófnaði úr verslunum. Vísir greindi í gær frá bíræfnum þjófnaði úr versluninni Ljósmyndavörum. Þar sést á eftirlitsmyndavél hvar þjófar hlaupa inn í verslunina um hábjartjan dag , brjóta glerskáp og hafa á brott með sér myndavélar upp á milljónir króna. „Það sem er að bætast við er stórþjófnaður. Menn eru að koma inn fleiri en einn með skipulögðum hætti,“ segir Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, í samtali við fréttastofu. Hann segir að að gengin séu fyrst og fremst á höttunum eftir dýrum vörum. Verslunin hafi þurft að bregðast við því. „Það eru dæmi um að verslanir eru að taka dýrar vörur úr framstillingu eða sýningu þannig að kúnninn þurfi jafnvel að spyrja eftir þeim.“ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tvöfalt fleiri tilkynningar um þjófnað og hnupl úr úr verslunum í fyrra samanborið við árið á undan. Tilkynningar um þjófnað hafa nær tvöfaldast milli ára.Vísir Það sem af er ári eru tilkynningarnar orðnar fleiri en í hittifyrra og árið á undan. Lögregla segir skýringuna að hluta til vera að stórverslanir hafi breytt verklagi í fyrra og tilkynnt oftar um þjófnað en áður. „Þetta virðast í miklum mæli vera erlendir aðilar eða hópar sem eru jafnvel að koma hér í skamman tíma sem eru að valda mestum usla og valda milljóna tjóni í hvert skipti.“ Benedikt segir brýnt að stjórnvöld bregðist við. „Yfirhöfuð þá teljum við að stjórnvöld þurfi nú aðeins að fara að líta til þess hvar þessi mál liggja í forgangsröðinni,“ segir hann. „Hvort sem við erum að tala um refsingar, hvort þær séu ekki nógu harðar fyrir stórþjófnaði.“ Þá hafi líka komið til umræðu hvort lögreglan fái næga fjármuni til að forgangsraða þessum málum. Verslun Lögreglumál Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Fjölmiðlar hafa undanfarin misseri greint frá stórþjófnaði úr verslunum. Vísir greindi í gær frá bíræfnum þjófnaði úr versluninni Ljósmyndavörum. Þar sést á eftirlitsmyndavél hvar þjófar hlaupa inn í verslunina um hábjartjan dag , brjóta glerskáp og hafa á brott með sér myndavélar upp á milljónir króna. „Það sem er að bætast við er stórþjófnaður. Menn eru að koma inn fleiri en einn með skipulögðum hætti,“ segir Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, í samtali við fréttastofu. Hann segir að að gengin séu fyrst og fremst á höttunum eftir dýrum vörum. Verslunin hafi þurft að bregðast við því. „Það eru dæmi um að verslanir eru að taka dýrar vörur úr framstillingu eða sýningu þannig að kúnninn þurfi jafnvel að spyrja eftir þeim.“ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tvöfalt fleiri tilkynningar um þjófnað og hnupl úr úr verslunum í fyrra samanborið við árið á undan. Tilkynningar um þjófnað hafa nær tvöfaldast milli ára.Vísir Það sem af er ári eru tilkynningarnar orðnar fleiri en í hittifyrra og árið á undan. Lögregla segir skýringuna að hluta til vera að stórverslanir hafi breytt verklagi í fyrra og tilkynnt oftar um þjófnað en áður. „Þetta virðast í miklum mæli vera erlendir aðilar eða hópar sem eru jafnvel að koma hér í skamman tíma sem eru að valda mestum usla og valda milljóna tjóni í hvert skipti.“ Benedikt segir brýnt að stjórnvöld bregðist við. „Yfirhöfuð þá teljum við að stjórnvöld þurfi nú aðeins að fara að líta til þess hvar þessi mál liggja í forgangsröðinni,“ segir hann. „Hvort sem við erum að tala um refsingar, hvort þær séu ekki nógu harðar fyrir stórþjófnaði.“ Þá hafi líka komið til umræðu hvort lögreglan fái næga fjármuni til að forgangsraða þessum málum.
Verslun Lögreglumál Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira