Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 12. ágúst 2025 16:24 Hollywood-stjarnan giftist David Justice snemma á ferlinum áður en hún fékk Óskarsverðlaun, lék Storm í X-manna-myndunum og var Bond-stúlka. EPA David Justice, fyrrverandi eiginmaður Halle Berry, hefur vakið hörð viðbrögð eftir að hafa greint frá því hvers vegna þau hjónin skildu á sínum tíma. Fyrrverandi hafnaboltamaðurinn Justice, sem spilaði fjórtán tímabil í MLB-deildinni, var til viðtals í íþróttahlaðvarpinu All the Smoke á föstudaginn. Hann fór þar um víðan völl og rifjaði meðal annars upp hjónaband sitt við Halle Berry frá 1993 til 1997. „Hún bað mig að giftast sér eftir að hafa þekkt mig í fimm mánuði. Ég veit ekki hvort ég var með hjartað á réttum stað,“ sagði Justice um Berry. „En ég vildi ekki láta henni líða illa og segja nei. Ég var fastur í hita leiksins og þetta kom mér í opna skjöldu. Okkur kom vel saman, það var stemming, en það voru bara komnir fimm mánuðir og við vorum ennþá á hveitibrauðsstiginu,“ sagði hann jafnframt. Ekki nógu móðurleg húsmóðir Hann sagðist bara hafa verið í einu sambandi áður en hann kynntist Berry. Brestir hafi myndast í sambandið vegna væntinga hans um að hún sinnti heimilisstörfum. „Ég horfi á mömmu mína, ég er frá Miðvestrinu. Svo í mínum huga er ég á þessum tíma að hugsa um konu sem ætti að elda og þrífa,“ sagði Justice sem ólst upp í Cincinnati í Ohio. Hann hafi því hugsað: „Er þetta konan sem ég vil eignast börn með og búa til fjölskyldu með?“ Halle Berry’s ex-husband, former MLB player David Justice, says he left because he couldn’t see her as the mother of his kids: “She don’t cook, clean, don’t really seem motherly” pic.twitter.com/eVhwvnhmUL— The Art Of Dialogue (@ArtOfDialogue_) August 10, 2025 „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg og síðan byrjuðu vandræðin,“ sagði hann um Berry á þeim tíma. Hjónabandið endaði á vægast sagt slæmum nótum og fékk Berry á endanum nálgunarbann á hendur hafnaboltamanninum og lýsti því eftir skilnaðinn að hún hafi íhugað að svipta sig lífi. Berry hefur sömuleiðis ekki brugðist við viðtali Justice. Viðtalið hefur skiljanlega vakið hörð viðbrögð fólks og netheimar logað vegna þess síðustu daga. Justice hefur þar verið lýst sem karlrembu sem hefði betur fengið sér húshjálp en eiginkonu. Hollywood Tímamót Bandaríkin Ástin og lífið Mest lesið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið Fleiri fréttir Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Sjá meira
Fyrrverandi hafnaboltamaðurinn Justice, sem spilaði fjórtán tímabil í MLB-deildinni, var til viðtals í íþróttahlaðvarpinu All the Smoke á föstudaginn. Hann fór þar um víðan völl og rifjaði meðal annars upp hjónaband sitt við Halle Berry frá 1993 til 1997. „Hún bað mig að giftast sér eftir að hafa þekkt mig í fimm mánuði. Ég veit ekki hvort ég var með hjartað á réttum stað,“ sagði Justice um Berry. „En ég vildi ekki láta henni líða illa og segja nei. Ég var fastur í hita leiksins og þetta kom mér í opna skjöldu. Okkur kom vel saman, það var stemming, en það voru bara komnir fimm mánuðir og við vorum ennþá á hveitibrauðsstiginu,“ sagði hann jafnframt. Ekki nógu móðurleg húsmóðir Hann sagðist bara hafa verið í einu sambandi áður en hann kynntist Berry. Brestir hafi myndast í sambandið vegna væntinga hans um að hún sinnti heimilisstörfum. „Ég horfi á mömmu mína, ég er frá Miðvestrinu. Svo í mínum huga er ég á þessum tíma að hugsa um konu sem ætti að elda og þrífa,“ sagði Justice sem ólst upp í Cincinnati í Ohio. Hann hafi því hugsað: „Er þetta konan sem ég vil eignast börn með og búa til fjölskyldu með?“ Halle Berry’s ex-husband, former MLB player David Justice, says he left because he couldn’t see her as the mother of his kids: “She don’t cook, clean, don’t really seem motherly” pic.twitter.com/eVhwvnhmUL— The Art Of Dialogue (@ArtOfDialogue_) August 10, 2025 „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg og síðan byrjuðu vandræðin,“ sagði hann um Berry á þeim tíma. Hjónabandið endaði á vægast sagt slæmum nótum og fékk Berry á endanum nálgunarbann á hendur hafnaboltamanninum og lýsti því eftir skilnaðinn að hún hafi íhugað að svipta sig lífi. Berry hefur sömuleiðis ekki brugðist við viðtali Justice. Viðtalið hefur skiljanlega vakið hörð viðbrögð fólks og netheimar logað vegna þess síðustu daga. Justice hefur þar verið lýst sem karlrembu sem hefði betur fengið sér húshjálp en eiginkonu.
Hollywood Tímamót Bandaríkin Ástin og lífið Mest lesið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið Fleiri fréttir Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Sjá meira