Körfubolti

Með fyrsta þrjá­tíu tuttugu leikinn í sögu WNBA

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
A'ja Wilson í leiknum sögulega gegn Connecticut Sun.
A'ja Wilson í leiknum sögulega gegn Connecticut Sun. getty/Ethan Miller

A'ja Wilson skoraði 32 stig og tók tuttugu fráköst þegar Las Vegas Aces sigraði Connecticut Sun, 94-86, í WNBA-deildinni í körfubolta í gær.

Frammistaða Wilson fer í sögubækurnar en hún er fyrsti leikmaðurinn í 29 ára sögu WNBA sem skorar að minnsta kosti þrjátíu stig og tekur að minnsta kosti tuttugu fráköst í sama leiknum.

„Þetta var bara A'ja að vera A'ja,“ sagði Becky Hammon, þjálfari Aces, eftir leikinn í gær. Wilson hitti úr þrettán af 25 skotum sínum utan af velli og öll sex vítaskot hennar rötuðu rétta leið. Hún gaf svo fimm stoðsendingar í leiknum.

Wilson hefur skorað 22,2 stig og tekið 9,6 fráköst að meðaltali í leik í WNBA í vetur. Aces er í 6. sæti deildarinnar með átján sigra og fjórtán töp.

Wilson, sem er 29 ára, var valin verðmætasti leikmaður WNBA á síðasta tímabili. Hún hefur þrívegis hlotið þá nafnbót.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×