Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 9. ágúst 2025 23:29 Trump og Pútín takast í hendur í Helsinki í Finnlandi árið 2018. AP Varaforseti Bandaríkjanna og utanríkisráðherra Bretlands funduðu í dag á Englandi og ræddu þeir nýjustu vendingarnar í stríði Úkraínu og Rússlands, nefnilega tilvonandi fund Bandaríkja- og Rússlandsforseta í Alaska næsta föstudag. Úkraínskir ráðamenn og evrópskir þjóðaröryggisráðgjafar voru einnig viðstaddir fundinn. Næsta föstudag mætast Donald Trump Bandaríkjaforseti og Vladímír Pútín Rússlandsforseti á sögulegum fundi í Alaskaríki í Bandaríkjunum þar sem þeir munu freista þess að ná einhvers konar samkomulagi um að binda enda á innrás Rússlands. Svo virðist sem að Trump hafi slakað á kröfum sínum í garð Pútíns en sá fyrrnefndi sagði við blaðamenn í gær að friðarsáttmáli ætti eftir að fela í sér „einhver býtti á landsvæði.“ Stríðsþreytu gætir í Úkraínu Selenskí svaraði þessum ummælum Trump skorinort og sagði það ekki koma til greina að Úkraína gæfi land sitt upp. Það hefur verið yfirlýst stefna Selenskí og ráðamanna þar í landi allt frá innrásar Rússa og ljóst er að það yrði ekki ýkja vinsælt ef Selenskí myndi gefa eftir nú. Að því sögðu er farið að gæta verulegrar stríðsþreytu í Úkraínu en niðurstöður nýrrar könnunar Gallup varpa ljósi á hve mikil hún er í raun orðin. Samkvæmt henni vilja rúmlega tveir þriðju hlutar Úkraínumanna semja um frið sem allra fyrst og aðeins 24 prósent kváðust vilja berjast til sigurs. Þar að auki virðist Trump líta á sig sem forseta friðar sem getur ekki talist ósanngjörn lýsing þar sem honum virðist hafa tekist að binda enda á áratugastyrjöld Asera og Armena síðast í gær ásamt því að hafa sætt Taílendinga og Kambódíumenn þegar landamæraskærur blossuðu upp þeirra á milli fyrir fáeinum vikum síðan. Forseti Aserbaídsjan vísaði meira að segja til forsetans sem eins hinna sælu friðflytjenda úr Fjallræðu Jesú Krists. Ráðamenn í Úkraínu og Evrópu óttast þó að samþykki hans við að útiloka Úkraínumenn frá fundinum og tilhneiging hans til skjótrar lausnar skapi meðvirkni í garð Pútíns. Í færslu sem Selenskí birti á samfélagsmiðlum í dag sagði hann engan friðarsáttmála koma að neinu gagni sem Úkraínumenn ættu ekki þátt í að semja. Slíkar ákvarðanir stríði beinlínis gegn friði frekar en að vinna að honum. Evrópa út undan Fundurinn í dag fór fram í Chevening í Kentsýslu og var hann haldinn að upplagi Bandaríkjamanna samkvæmt umfjöllun Guardian. Viðstaddir voru J.D. Vance varaforseti Bandaríkjanna, David Lammy, utanríkisráðherra Bretlands, Andríj Jermak aðstoðarmaður Selenskí forseta, Rústem Úmerov varnarmálaráðherra Úkraínu auk þjóðaröryggisráðgjöfum ónefndra Evrópuríkja. David Lammy utanríkisráðherra Bretlands t.v. og J.D. Vance varaforseti Bandaríkjanna t.h. hittust í Kentsýslu á Englandi í dag.AP Eftir fundinn sagði Lammy utanríkisráðherra að vegurinn til friðar í Úkraínu yrði ekki fetaður án Úkraínumanna. Um sama leyti í kvöld birtu leiðtogar Frakklands, Ítalíu, Þýskalands, Póllands, Bretlands, Evrópusambandsins og Finnlands yfirlýsingu þar sem þeir undirstrikuðu hið sama. „Við fögnum vinnu Donald Trump forseta við að binda enda á blóðsúthellingarnar í Úkraínu, stöðva árásarstríð Rússlands og ná fram réttlátum og varanlegum friði og öryggi fyrir Úkraínu. Við stöndum fast á því að sú eina aðferð sem blandar saman virkum milliríkjasamskiptum, stuðningi við Úkraínu og þrýstingi á Rússland sé tæk til að binda enda á ólöglegt stríð þess,“ segja leiðtogarnir í yfirlýsingu sinni. Úkraína Bretland Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fleiri fréttir Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Sjá meira
Næsta föstudag mætast Donald Trump Bandaríkjaforseti og Vladímír Pútín Rússlandsforseti á sögulegum fundi í Alaskaríki í Bandaríkjunum þar sem þeir munu freista þess að ná einhvers konar samkomulagi um að binda enda á innrás Rússlands. Svo virðist sem að Trump hafi slakað á kröfum sínum í garð Pútíns en sá fyrrnefndi sagði við blaðamenn í gær að friðarsáttmáli ætti eftir að fela í sér „einhver býtti á landsvæði.“ Stríðsþreytu gætir í Úkraínu Selenskí svaraði þessum ummælum Trump skorinort og sagði það ekki koma til greina að Úkraína gæfi land sitt upp. Það hefur verið yfirlýst stefna Selenskí og ráðamanna þar í landi allt frá innrásar Rússa og ljóst er að það yrði ekki ýkja vinsælt ef Selenskí myndi gefa eftir nú. Að því sögðu er farið að gæta verulegrar stríðsþreytu í Úkraínu en niðurstöður nýrrar könnunar Gallup varpa ljósi á hve mikil hún er í raun orðin. Samkvæmt henni vilja rúmlega tveir þriðju hlutar Úkraínumanna semja um frið sem allra fyrst og aðeins 24 prósent kváðust vilja berjast til sigurs. Þar að auki virðist Trump líta á sig sem forseta friðar sem getur ekki talist ósanngjörn lýsing þar sem honum virðist hafa tekist að binda enda á áratugastyrjöld Asera og Armena síðast í gær ásamt því að hafa sætt Taílendinga og Kambódíumenn þegar landamæraskærur blossuðu upp þeirra á milli fyrir fáeinum vikum síðan. Forseti Aserbaídsjan vísaði meira að segja til forsetans sem eins hinna sælu friðflytjenda úr Fjallræðu Jesú Krists. Ráðamenn í Úkraínu og Evrópu óttast þó að samþykki hans við að útiloka Úkraínumenn frá fundinum og tilhneiging hans til skjótrar lausnar skapi meðvirkni í garð Pútíns. Í færslu sem Selenskí birti á samfélagsmiðlum í dag sagði hann engan friðarsáttmála koma að neinu gagni sem Úkraínumenn ættu ekki þátt í að semja. Slíkar ákvarðanir stríði beinlínis gegn friði frekar en að vinna að honum. Evrópa út undan Fundurinn í dag fór fram í Chevening í Kentsýslu og var hann haldinn að upplagi Bandaríkjamanna samkvæmt umfjöllun Guardian. Viðstaddir voru J.D. Vance varaforseti Bandaríkjanna, David Lammy, utanríkisráðherra Bretlands, Andríj Jermak aðstoðarmaður Selenskí forseta, Rústem Úmerov varnarmálaráðherra Úkraínu auk þjóðaröryggisráðgjöfum ónefndra Evrópuríkja. David Lammy utanríkisráðherra Bretlands t.v. og J.D. Vance varaforseti Bandaríkjanna t.h. hittust í Kentsýslu á Englandi í dag.AP Eftir fundinn sagði Lammy utanríkisráðherra að vegurinn til friðar í Úkraínu yrði ekki fetaður án Úkraínumanna. Um sama leyti í kvöld birtu leiðtogar Frakklands, Ítalíu, Þýskalands, Póllands, Bretlands, Evrópusambandsins og Finnlands yfirlýsingu þar sem þeir undirstrikuðu hið sama. „Við fögnum vinnu Donald Trump forseta við að binda enda á blóðsúthellingarnar í Úkraínu, stöðva árásarstríð Rússlands og ná fram réttlátum og varanlegum friði og öryggi fyrir Úkraínu. Við stöndum fast á því að sú eina aðferð sem blandar saman virkum milliríkjasamskiptum, stuðningi við Úkraínu og þrýstingi á Rússland sé tæk til að binda enda á ólöglegt stríð þess,“ segja leiðtogarnir í yfirlýsingu sinni.
Úkraína Bretland Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fleiri fréttir Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent