Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar 7. ágúst 2025 07:03 Í dag kl. 13 mun að beiðni biskupa heyrast samhljómur kirkjuklukkna á Íslandi, í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi ásamt systurkirkjum okkar í Jerúsalem. Það er ákall um frið á Gaza og um alla veröld. Hvarvetna er fólk hvatt til að tendra ljós og biðja fyrir friði. Gott er að muna að kristin kirkja er ekki eitthvert skoðanafélag. Hún er dreifð og margbrotin fjöldahreyfing fólks sem reynir að vanda líf sitt í Jesú nafni. Hún er samvitund milljóna manna sem leitast við að horfa á heiminn frá sjónarhorni barnsins, eins og Jesús gerði.1 Þarfir barna Kristið fólk í veröldinni hefur alls kyns siði, viðhorf og aðferðir sem oft stangast á. Það sem sameinar og gerir kristna kirkju að alheimshreyfingu er bara Jesús. Jesús sýnir okkur að Guð er hér hjá okkur og deilir kjörum með venjulegu fólki. Jósef og María voru venjulegt fólk. Valdalaus almenningur á tímum barnamorða. Samt fékk drengurinn að alast upp og þroskast að visku og vexti og náð hjá Guði og mönnum, eins og það er orðað í Lúkasarguðspjalli.2 Börn þurfa samtal og nánd svo þau öðlist visku. Þau þurfa næringu og hreyfingu svo þau vaxi. Loks þurfa þau að lifa við sanngirni í umhverfi sínu; njóta náðar. Þeirra kjara naut Jesús sem barn og þess eiga öll börn að njóta að kristnum sið. Dómur Guðs Núna þegar morðöldur ganga yfir Gaza, Darfúrhérað í Súdan o.fl. byggðir skiljum við e.t.v. betur af hverju barnamorð eru tíunduð í langtímaminni mannkyns eins og það birtist í Biblíunni. Barnamorð hafa alltaf verið hluti af mannlegum kjörum. Barna- og þjóðarmorð eru ýtrasta grimmd. Nú eru einmitt 80 ár frá Hiroshima og Nagasaki, þegar vestræn menning brennimerkti sjálfa sig með því að svipta um 200 þúsund manns lífi dagana 6. og 9. ágúst. Sumt er svo skelfilega rangt að það jafnast aldrei. Það mun ekki koma sá dagur að nokkur geti sagt að grimmd nasista í síðari heimstyrjöld sé fyrirgefin þegar milljónir voru kerfisbundið drepnar fyrir það eitt að vera gyðingur, hommi, sígauni, fatlaður eða hvað annað sem talið var dauðavert. Ég held að Jesús hafi átt við svona hluti þegar hann segir: Hver synd og guðlöstun verður mönnum fyrirgefin en guðlast gegn andanum verður ekki fyrirgefið.3 Enginn sem vill vera vinur og nemandi Jesú getur horft fram hjá orðum hans þar sem hann talar um dómsdag og listar upp hvað það er sem góður Guð krefst af mönnum og að hverju guðleg reiði snýr þegar öllu er á botninn hvolft: Hungraður var ég en þér gáfuð mér ekki að eta, þyrstur var ég en þér gáfuð mér ekki að drekka, gestur var ég en þér hýstuð mig ekki, nakinn en þér klædduð mig ekki, ég var sjúkur og í fangelsi en ekki vitjuðuð þér mín.Þá munu þeir svara: Drottinn, hvenær sáum vér þig hungraðan eða þyrstan, gestkominn eða nakinn, sjúkan eða í fangelsi og hjálpuðum þér ekki? Hann mun þá svara þeim: Sannlega segi ég yður: Allt sem þér gerðuð ekki einum minna minnstu bræðra, það hafið þér ekki heldur gert mér.4 Öll elskuð og útvalin Þess vegna er kirkjuklukkum hringt í dag. Ómur þeirra er ákall til okkar allra, ákall um að þjóna Guði með því að horfa á veröldina í gegnum augu barnanna sem verða að mega treysta okkur. Jesús tekur sér stöðu við þeirra hlið og allra sem lifa varnarlaust ranglæti. Vegna Jesú Guðs sonar, sem fæddist inn í valdalitla fjölskyldu, gerðist allra bróðir og lifði ýtrustu grimmd, veit kirkja hans að öll erum við útvalin. Engin þjóð er valin umfram aðra, enginn menningarheimur, engin fjölskylda eða persóna er öðrum fremri í augum Guðs. Öll erum við elskuð Guðs börn. Sameinumst á forsendum lífsins Og nú hefur heimurinn skroppið saman með því að fólki fjölgar og tæknin magnast. Það er ekkert hægt að fara. Það er fólk úti um allt. Menn geta dregið sín landamæri en í hjarta Guðs búa öll við sama haf og anda að sér sama súrefni. Fyrir skömmu var ég í fjöruferð með nokkrum barnabörnum. Við gerðum að leik okkar að snúa við steinum til að dást að iðandi lífi sem leyndist undir hverjum steini. Klukknaómurinn sem í dag berst um byggðir er trúarjátning og viljayfirlýsing sem snýr að lífinu sjálfu í allri sinni fjölbreyttu dýrð. Við trúum því að mannkyn sé á för með öllu sem lifir í átt til Guðs.5 Við erum meðvituð um skaðann sem við erum aðilar að gagnvart hvert öðru og allir náttúru.6 Tími skaðaminnkunnar á öllum sviðum er runninn upp.7 Stöðvum barnamorð, hindrum þjóðarmorð, sameinumst á forsendum lífsins. Höfundur er prestur og siðfræðingur. 1 Matt. 18.102 Lúk. 2.523 Matt. 12.304 Matt 25.42-455 Róm. 8.18-256 Jes. 6.57 Róm. 13.10 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Mest lesið Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Í dag kl. 13 mun að beiðni biskupa heyrast samhljómur kirkjuklukkna á Íslandi, í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi ásamt systurkirkjum okkar í Jerúsalem. Það er ákall um frið á Gaza og um alla veröld. Hvarvetna er fólk hvatt til að tendra ljós og biðja fyrir friði. Gott er að muna að kristin kirkja er ekki eitthvert skoðanafélag. Hún er dreifð og margbrotin fjöldahreyfing fólks sem reynir að vanda líf sitt í Jesú nafni. Hún er samvitund milljóna manna sem leitast við að horfa á heiminn frá sjónarhorni barnsins, eins og Jesús gerði.1 Þarfir barna Kristið fólk í veröldinni hefur alls kyns siði, viðhorf og aðferðir sem oft stangast á. Það sem sameinar og gerir kristna kirkju að alheimshreyfingu er bara Jesús. Jesús sýnir okkur að Guð er hér hjá okkur og deilir kjörum með venjulegu fólki. Jósef og María voru venjulegt fólk. Valdalaus almenningur á tímum barnamorða. Samt fékk drengurinn að alast upp og þroskast að visku og vexti og náð hjá Guði og mönnum, eins og það er orðað í Lúkasarguðspjalli.2 Börn þurfa samtal og nánd svo þau öðlist visku. Þau þurfa næringu og hreyfingu svo þau vaxi. Loks þurfa þau að lifa við sanngirni í umhverfi sínu; njóta náðar. Þeirra kjara naut Jesús sem barn og þess eiga öll börn að njóta að kristnum sið. Dómur Guðs Núna þegar morðöldur ganga yfir Gaza, Darfúrhérað í Súdan o.fl. byggðir skiljum við e.t.v. betur af hverju barnamorð eru tíunduð í langtímaminni mannkyns eins og það birtist í Biblíunni. Barnamorð hafa alltaf verið hluti af mannlegum kjörum. Barna- og þjóðarmorð eru ýtrasta grimmd. Nú eru einmitt 80 ár frá Hiroshima og Nagasaki, þegar vestræn menning brennimerkti sjálfa sig með því að svipta um 200 þúsund manns lífi dagana 6. og 9. ágúst. Sumt er svo skelfilega rangt að það jafnast aldrei. Það mun ekki koma sá dagur að nokkur geti sagt að grimmd nasista í síðari heimstyrjöld sé fyrirgefin þegar milljónir voru kerfisbundið drepnar fyrir það eitt að vera gyðingur, hommi, sígauni, fatlaður eða hvað annað sem talið var dauðavert. Ég held að Jesús hafi átt við svona hluti þegar hann segir: Hver synd og guðlöstun verður mönnum fyrirgefin en guðlast gegn andanum verður ekki fyrirgefið.3 Enginn sem vill vera vinur og nemandi Jesú getur horft fram hjá orðum hans þar sem hann talar um dómsdag og listar upp hvað það er sem góður Guð krefst af mönnum og að hverju guðleg reiði snýr þegar öllu er á botninn hvolft: Hungraður var ég en þér gáfuð mér ekki að eta, þyrstur var ég en þér gáfuð mér ekki að drekka, gestur var ég en þér hýstuð mig ekki, nakinn en þér klædduð mig ekki, ég var sjúkur og í fangelsi en ekki vitjuðuð þér mín.Þá munu þeir svara: Drottinn, hvenær sáum vér þig hungraðan eða þyrstan, gestkominn eða nakinn, sjúkan eða í fangelsi og hjálpuðum þér ekki? Hann mun þá svara þeim: Sannlega segi ég yður: Allt sem þér gerðuð ekki einum minna minnstu bræðra, það hafið þér ekki heldur gert mér.4 Öll elskuð og útvalin Þess vegna er kirkjuklukkum hringt í dag. Ómur þeirra er ákall til okkar allra, ákall um að þjóna Guði með því að horfa á veröldina í gegnum augu barnanna sem verða að mega treysta okkur. Jesús tekur sér stöðu við þeirra hlið og allra sem lifa varnarlaust ranglæti. Vegna Jesú Guðs sonar, sem fæddist inn í valdalitla fjölskyldu, gerðist allra bróðir og lifði ýtrustu grimmd, veit kirkja hans að öll erum við útvalin. Engin þjóð er valin umfram aðra, enginn menningarheimur, engin fjölskylda eða persóna er öðrum fremri í augum Guðs. Öll erum við elskuð Guðs börn. Sameinumst á forsendum lífsins Og nú hefur heimurinn skroppið saman með því að fólki fjölgar og tæknin magnast. Það er ekkert hægt að fara. Það er fólk úti um allt. Menn geta dregið sín landamæri en í hjarta Guðs búa öll við sama haf og anda að sér sama súrefni. Fyrir skömmu var ég í fjöruferð með nokkrum barnabörnum. Við gerðum að leik okkar að snúa við steinum til að dást að iðandi lífi sem leyndist undir hverjum steini. Klukknaómurinn sem í dag berst um byggðir er trúarjátning og viljayfirlýsing sem snýr að lífinu sjálfu í allri sinni fjölbreyttu dýrð. Við trúum því að mannkyn sé á för með öllu sem lifir í átt til Guðs.5 Við erum meðvituð um skaðann sem við erum aðilar að gagnvart hvert öðru og allir náttúru.6 Tími skaðaminnkunnar á öllum sviðum er runninn upp.7 Stöðvum barnamorð, hindrum þjóðarmorð, sameinumst á forsendum lífsins. Höfundur er prestur og siðfræðingur. 1 Matt. 18.102 Lúk. 2.523 Matt. 12.304 Matt 25.42-455 Róm. 8.18-256 Jes. 6.57 Róm. 13.10
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar