Segist eiga fund með Pútín Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 6. ágúst 2025 21:05 Í kjölfarið muni hann funda með Selenskí Úkraínuforseta. AP/Alex Brandon Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst fara á fund Vladímírs Pútín Rússlandsforseta ekki seinna en í næstu viku. Honum verði svo fylgt eftir af fundi með Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta. New York Times greinir frá því að Trump hafi lýst þessu yfir á meðan símtali stóð á milli hans og evrópskra þjóðhöfðingja. Fundirnir fari aðeins fram að þeim þremur fyrrnefndum viðstöddum og enginn evrópskur leiðtogi komi að þeim. Samkvæmt heimildum miðilsins bandaríska tóku þjóðhöfðingjarnir evrópsku ekki illa í áætlanir Bandaríkjaforseta þrátt fyrir tilraunir til að gera sig gildandi í komandi friðarviðræðum, hvenær sem af þeim verður. Bretar og Þjóðverjar tekið vel í fundinn Það liggur ekki fyrir hvort Pútín hafi samþykkt fundarboð Bandaríkjaforseta né heldur Selenskí en sá síðarnefndi var viðstaddur umræddan fund. Í kjölfar hans sagði Úkraínuforseti í yfirlýsingu að hann hefði rætt við Trump Bandaríkjaforseta og að þeir og leiðtogar Evrópu hefðu sammælst um að stríðinu verði að ljúka, en því verði að ljúka heiðarlega. Símafundinn sóttu Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, Friedrich Merz Þýskalandskanslari, Mark Rutte, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins ásamt Marco Rubio utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Steve Witkoff, sérstökum erindreka Bandaríkjaforseta í málefnum Austur-Evrópu og Miðausturlanda. Fyrrnefndur Steve Witkoff fundaði í dag með Vladímír Pútín Rússlandsforseta í Moskvu. Fundurinn stóð yfir í um þrjá tíma en lítið er vitað um það sem rætt var á fundinum. Trump birti í kjölfar hans færslur á samfélagsmiðli sínum þar sem fram kom að hann hefði rætt við leiðtoga í Evrópu en minntist ekkert á eigin fyrirhugaða fundi. Misheppnaðar tilraunir til friðarstillingar Tveir dagar eru þar til frestur sem Trump veitti Pútin til að semja um frið í Úkraínu rennur út. Trump hefur heitið hertum refsiaðgerðum gegn Rússlandi komist ekki á friður en fresturinn virðist ekki hafa haft tilætluð áhrif á stjórnvöld í Rússlandi. Trump var tíðrætt um það hve auðvelt það myndi reynast honum að koma á friði í Úkraínu í aðdraganda síðustu forsetakosninga en enn sem komið er hafa tilraunir hans engan árangur borið. Eftirminnilegt er þegar hann í slagtogi við J.D. Vance varaforseta hellti sér yfir Selenskí í beinni útsendingu í skrifstofunni sporöskjulaga og hét því að stöðva hergagnasendingar til Úkraínu. Eftir að sú atlaga hans reyndist áhrifalítil hefur hann hafið vopnasendingar að nýju en stjórnvöld í Kreml láta ekki bifast. Fyrr í dag hækkaði Trump einnig tolla á vörur frá Indlandi um 25 prósent vegna kaupa Indverja á rússneskri olíu. Þá verða indverskar vörur tollskyldar um fimmtíu prósent. Bandaríkin Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína NATO Donald Trump Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
New York Times greinir frá því að Trump hafi lýst þessu yfir á meðan símtali stóð á milli hans og evrópskra þjóðhöfðingja. Fundirnir fari aðeins fram að þeim þremur fyrrnefndum viðstöddum og enginn evrópskur leiðtogi komi að þeim. Samkvæmt heimildum miðilsins bandaríska tóku þjóðhöfðingjarnir evrópsku ekki illa í áætlanir Bandaríkjaforseta þrátt fyrir tilraunir til að gera sig gildandi í komandi friðarviðræðum, hvenær sem af þeim verður. Bretar og Þjóðverjar tekið vel í fundinn Það liggur ekki fyrir hvort Pútín hafi samþykkt fundarboð Bandaríkjaforseta né heldur Selenskí en sá síðarnefndi var viðstaddur umræddan fund. Í kjölfar hans sagði Úkraínuforseti í yfirlýsingu að hann hefði rætt við Trump Bandaríkjaforseta og að þeir og leiðtogar Evrópu hefðu sammælst um að stríðinu verði að ljúka, en því verði að ljúka heiðarlega. Símafundinn sóttu Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, Friedrich Merz Þýskalandskanslari, Mark Rutte, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins ásamt Marco Rubio utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Steve Witkoff, sérstökum erindreka Bandaríkjaforseta í málefnum Austur-Evrópu og Miðausturlanda. Fyrrnefndur Steve Witkoff fundaði í dag með Vladímír Pútín Rússlandsforseta í Moskvu. Fundurinn stóð yfir í um þrjá tíma en lítið er vitað um það sem rætt var á fundinum. Trump birti í kjölfar hans færslur á samfélagsmiðli sínum þar sem fram kom að hann hefði rætt við leiðtoga í Evrópu en minntist ekkert á eigin fyrirhugaða fundi. Misheppnaðar tilraunir til friðarstillingar Tveir dagar eru þar til frestur sem Trump veitti Pútin til að semja um frið í Úkraínu rennur út. Trump hefur heitið hertum refsiaðgerðum gegn Rússlandi komist ekki á friður en fresturinn virðist ekki hafa haft tilætluð áhrif á stjórnvöld í Rússlandi. Trump var tíðrætt um það hve auðvelt það myndi reynast honum að koma á friði í Úkraínu í aðdraganda síðustu forsetakosninga en enn sem komið er hafa tilraunir hans engan árangur borið. Eftirminnilegt er þegar hann í slagtogi við J.D. Vance varaforseta hellti sér yfir Selenskí í beinni útsendingu í skrifstofunni sporöskjulaga og hét því að stöðva hergagnasendingar til Úkraínu. Eftir að sú atlaga hans reyndist áhrifalítil hefur hann hafið vopnasendingar að nýju en stjórnvöld í Kreml láta ekki bifast. Fyrr í dag hækkaði Trump einnig tolla á vörur frá Indlandi um 25 prósent vegna kaupa Indverja á rússneskri olíu. Þá verða indverskar vörur tollskyldar um fimmtíu prósent.
Bandaríkin Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína NATO Donald Trump Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“