Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. ágúst 2025 07:03 Treyjan sem um er ræðir. Mike Ehrmann/Getty Images Fyrrum öryggisvörður körfuboltaliðsins Miami Heat hefur verið ákærður fyrir að stela treyju LeBron James sem seldist á nærri hálfan milljarð íslenskra króna á uppboði árið 2023. Öryggisvörðurinn er sagður hafa stolið samtals mörg hundruð munum úr hirslum félagsins. Hinn 62 ára gamli Marcos Thomas Perez starfaði lengi vel fyrir lögregluna á Miami. Þegar aldurinn fór að færast yfir hann ákvað hann að leggja byssuna og skjöldinn á hilluna. Hann vildi rólegra líf og var í kjölfarið ráðinn inn í öryggisteymi Miami Heat. Þar var hann frá 2016 til 2021. Ári réð NBA-deildin sjálf hann til að sinna öryggisgæslu. Hann hefur nú verið ákærður fyrir að stela fjölda hluta tengdum sögu Heat. Þar á meðal er treyjan sem LeBron klæddist í sjöunda leik NBA-úrslitanna vorið 2013. Treyjan seldist á 3.7 milljónir Bandaríkjadala – 455 milljónir íslenskra króna – áratug síðar þegar hún var boðin upp. Perez var mikils metinn og hafði því aðgang sem ekki margir höfðu. Hann komst inn í allskyns geymslur og hirslur á leikvangi Heat-liðsins. Það nýtti hann sér til hins ítrasta og stal - næstum - öllu steini léttara. Félagið geymdi hina ýmsu muni með það á bak við eyrað að einn daginn væri hægt að bjóða þá upp eða setja á sérstakt Miami Heat-safn. The Athletic greinir frá að alls hafi Perez stolið yfir 400 notuðum treyjum. Slíkar treyjur geta verið gulls ígildi en öryggisvörðurinn seldi þær oftast nær langt undir markaðsvirði á hinum ýmsu vefsíðum. Þegar hann var handtekinn í apríl á þessu ári fundust alls 300 munir heima hjá honum. Heat staðfesti að öllum hefði verið stolið af félaginu. „Á þriggja ára tímabili stal Parez yfir 100 munum sem voru verðmetnir á samtals tvær milljónir Bandaríkjadala eða 246 milljónir íslenskra króna. Seldi hann munina oft langt undir markaðsvirði,“ segir í yfirlýsingu saksóknaraembættis Bandaríkjanna. Sem dæmi má nefna treyju LeBron en Perez seldi hana á skitna 100 þúsund Bandaríkjadali. Sama treyja var svo seld á tæpar 3.7 milljónir Bandaríkjadala í uppboði árið 2023. Á þeim tíma höfðu aðeins tvær íþróttatreyjur verið seldar dýrari dómi. „Last dance“ treyja Michael Jordan í 1. leik lokaúrslita NBA-deildarinnar árið 1998 var talsvert dýrari. Þá var treyjan sem Diego Maradona klæddist þegar hann skoraði hið fræga „hönd Guðs“ mark árið 1986 dýrasta treyja allra tíma þegar treyjan hans LeBron var boðin upp. Ekki kemur fram í frétt The Athletic hversu langan dóm Perez gæti fengið. Körfubolti NBA Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Sjá meira
Hinn 62 ára gamli Marcos Thomas Perez starfaði lengi vel fyrir lögregluna á Miami. Þegar aldurinn fór að færast yfir hann ákvað hann að leggja byssuna og skjöldinn á hilluna. Hann vildi rólegra líf og var í kjölfarið ráðinn inn í öryggisteymi Miami Heat. Þar var hann frá 2016 til 2021. Ári réð NBA-deildin sjálf hann til að sinna öryggisgæslu. Hann hefur nú verið ákærður fyrir að stela fjölda hluta tengdum sögu Heat. Þar á meðal er treyjan sem LeBron klæddist í sjöunda leik NBA-úrslitanna vorið 2013. Treyjan seldist á 3.7 milljónir Bandaríkjadala – 455 milljónir íslenskra króna – áratug síðar þegar hún var boðin upp. Perez var mikils metinn og hafði því aðgang sem ekki margir höfðu. Hann komst inn í allskyns geymslur og hirslur á leikvangi Heat-liðsins. Það nýtti hann sér til hins ítrasta og stal - næstum - öllu steini léttara. Félagið geymdi hina ýmsu muni með það á bak við eyrað að einn daginn væri hægt að bjóða þá upp eða setja á sérstakt Miami Heat-safn. The Athletic greinir frá að alls hafi Perez stolið yfir 400 notuðum treyjum. Slíkar treyjur geta verið gulls ígildi en öryggisvörðurinn seldi þær oftast nær langt undir markaðsvirði á hinum ýmsu vefsíðum. Þegar hann var handtekinn í apríl á þessu ári fundust alls 300 munir heima hjá honum. Heat staðfesti að öllum hefði verið stolið af félaginu. „Á þriggja ára tímabili stal Parez yfir 100 munum sem voru verðmetnir á samtals tvær milljónir Bandaríkjadala eða 246 milljónir íslenskra króna. Seldi hann munina oft langt undir markaðsvirði,“ segir í yfirlýsingu saksóknaraembættis Bandaríkjanna. Sem dæmi má nefna treyju LeBron en Perez seldi hana á skitna 100 þúsund Bandaríkjadali. Sama treyja var svo seld á tæpar 3.7 milljónir Bandaríkjadala í uppboði árið 2023. Á þeim tíma höfðu aðeins tvær íþróttatreyjur verið seldar dýrari dómi. „Last dance“ treyja Michael Jordan í 1. leik lokaúrslita NBA-deildarinnar árið 1998 var talsvert dýrari. Þá var treyjan sem Diego Maradona klæddist þegar hann skoraði hið fræga „hönd Guðs“ mark árið 1986 dýrasta treyja allra tíma þegar treyjan hans LeBron var boðin upp. Ekki kemur fram í frétt The Athletic hversu langan dóm Perez gæti fengið.
Körfubolti NBA Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum