Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Atli Ísleifsson skrifar 5. ágúst 2025 11:01 Í nýjasta þætti Skuggavarpsins fjalla prófessorarnir Hulda Þórisdóttir og Eiríkur Bergmann um raunverulegt samsæri sem hefur verið afhjúpað og staðfest fyrir dómi. Myndin er úr safni. Getty Í áratugi beittu alþjóðleg tóbaksfyrirtæki kerfisbundnum aðferðum til að villa um fyrir almenningi um skaðsemi reykinga. Í nýjum þætti Skuggavaldsins, hlaðvarpi um hvaðeina er viðkemur samsæriskenningum, fjalla prófessorarnir Hulda Þórisdóttir og Eiríkur Bergmann nú í fyrsta sinn um raunverulegt samsæri sem hefur verið afhjúpað og staðfest fyrir dómi. Þegar 46 ríki í Bandaríkjunum sömdu við fjögur stærstu tóbaksfyrirtækin árið 1998 um greiðslu upp á 206 milljarða dollara vegna heilsutjóns af völdum reykinga, þurftu fyrirtækin jafnframt að viðurkenna að þau hefðu meðvitað, markvisst og með siðferðilega vafasömum aðferðum notað fjötra fíknar til að halda neytendum föstum í viðskiptasambandi við þau. Fyrsta kerfisbundna samsærið fólst í því að beina markaðssetningu sérstaklega að börnum og unglingum. Tóbaksframleiðendur vissu að því yngra sem fólk byrjar að reykja, því líklegra er það til að ánetjast tóbaki til frambúðar. Á áttunda og níunda áratugnum var auglýsingaherferðum vísvitandi beint að yngsta hlutanum af markaðinum, eins og fram kom í skjölum úr innri starfsemi RJ Reynolds, framleiðanda Camel sígaretta. Til dæmis þróaði fyrirtækið teiknimyndafígúruna Joe Camel sem varð það þekkt að 90% sex ára barna þekktu hana og tengdu við sígarettur. Eftir herferðina jókst hlutdeild Camel meðal ungra reykingamanna úr undir 1% í þriðjung. Annað samsærið snerist um að gera vöruna viljandi meira ávanabindandi. Á meðan forstjórar stærstu fyrirtækjanna fullyrtu opinberlega, meðal annars fyrir bandaríska þinginu árið 1994, að nikótín væri ekki ávanabindandi, sýna síðari tíma framkomin skjöl að fyrirtækin unnu markvisst að því að auka áhrif nikótíns. Með því að bæta við efnum eins og acetaldehyde og ammóníaki, sem hraða upptöku nikótíns í blóðið, urðu sígarettur enn meira ávanabindandi. Til dæmis fékk Philip Morris vísindamenn til að þróa slíkar blöndur en þegar niðurstöðurnar sýndu hversu áhrifaríkar blöndurnar voru í að skapa fíkn, var vísindamönnum skipað að eyða rannsóknargögnum því ef upp kæmist um vitneskju fyrirtækisins gætu þau ekki lengur haldið því blákalt fram fyrir dómstólum að sígarettur væru ekki ávanabindandi. Þriðja og líklega víðtækasta samsærið snerist um að hafa áhrif á vísindarannsóknir og -umræðu. Tóbaksfyrirtækin settu á laggirnar rannsóknarsjóði og greiddu fyrir birtingu greina sem áttu að draga í efa samstöðu meðal vísindamanna um skaðsemi reykinga. Árið 1954 stofnuðu þau Tobacco Industry Research Committee sem beitti sér fyrir því að sá efasemdum í gegnum „hlutlausar“ skýrslur og bæklinga. Virtir vísindamenn, á borð við eðlisfræðinginn Fredrick Seitz, fengu tugmilljónir dollara til að halda fram slíkum sjónarmiðum. Sambærilegar aðferðir má sjá síðar í afneitun á loftslagsvísindum. Stjórnmálafræðiprófessorarnir Eiríkur Bergmann og Hulda Þórisdóttir. Síðar heimfærðu fyrirtækin umfangsmikla þekkingu sinni á fíkn yfir á aðra geira. Rannsókn frá Kansas-háskóla sýna að matvæli sem voru í eigu tóbaksfyrirtækja á árunum 1980–2001 voru tvö- til þrefalt líklegri til að flokkast sem „hyper-palatable“, þ.e. matvæli með þess háttar samsetningu sykurs, fitu og salts að þau virka örvandi á umbunarkerfi heilans. Slík matvæli eru talin eiga stærstu sök á offitufaraldri Bandaríkjanna og víðar. Fyrirtækin eru ekki af baki dottin. Í dag beita þau gjarnan lögfræðilegum þrýstingi gegn ríkjum sem reyna að innleiða heilbrigðislöggjöf. Í Ástralíu höfðaði Philip Morris til dæmis mál fyrir alþjóðlegum dómstólum vegna laga um merkingar á sígarettupökkum frá 2012, og þótt fyrirtækið tapaði að lokum þá tók málsmeðferðin mörg ár og kostaði skattgreiðendur milljarða. Svipaðar tilraunir hafa átt sér stað í fleiri löndum. Reykingar hafa minnkað verulega í mörgum ríkjum. Á Íslandi hefur hlutfall daglegra reykingamanna til dæmis lækkað úr um 30% árið 2000 niður í 6–9% í dag. Fyrir vikið hefur tóbaksiðnaðurinn beint sjónum sínum að þróunarlöndum. Um 80% reykingamanna í heiminum búa nú í löndum með meðal- og lágtekjur, þar sem reglugerðir og eftirlit eru veikari og markaðstækifærin meiri. Þáttinn má heyra hér að neðan. Alla þætti Skuggavaldsins má heyra á vef Tals. Skuggavaldið Tóbak Bandaríkin Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Lífið samstarf Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Lífið Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Menning Deila fyrstu myndunum af hvort öðru Lífið Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði Sjá meira
Í nýjum þætti Skuggavaldsins, hlaðvarpi um hvaðeina er viðkemur samsæriskenningum, fjalla prófessorarnir Hulda Þórisdóttir og Eiríkur Bergmann nú í fyrsta sinn um raunverulegt samsæri sem hefur verið afhjúpað og staðfest fyrir dómi. Þegar 46 ríki í Bandaríkjunum sömdu við fjögur stærstu tóbaksfyrirtækin árið 1998 um greiðslu upp á 206 milljarða dollara vegna heilsutjóns af völdum reykinga, þurftu fyrirtækin jafnframt að viðurkenna að þau hefðu meðvitað, markvisst og með siðferðilega vafasömum aðferðum notað fjötra fíknar til að halda neytendum föstum í viðskiptasambandi við þau. Fyrsta kerfisbundna samsærið fólst í því að beina markaðssetningu sérstaklega að börnum og unglingum. Tóbaksframleiðendur vissu að því yngra sem fólk byrjar að reykja, því líklegra er það til að ánetjast tóbaki til frambúðar. Á áttunda og níunda áratugnum var auglýsingaherferðum vísvitandi beint að yngsta hlutanum af markaðinum, eins og fram kom í skjölum úr innri starfsemi RJ Reynolds, framleiðanda Camel sígaretta. Til dæmis þróaði fyrirtækið teiknimyndafígúruna Joe Camel sem varð það þekkt að 90% sex ára barna þekktu hana og tengdu við sígarettur. Eftir herferðina jókst hlutdeild Camel meðal ungra reykingamanna úr undir 1% í þriðjung. Annað samsærið snerist um að gera vöruna viljandi meira ávanabindandi. Á meðan forstjórar stærstu fyrirtækjanna fullyrtu opinberlega, meðal annars fyrir bandaríska þinginu árið 1994, að nikótín væri ekki ávanabindandi, sýna síðari tíma framkomin skjöl að fyrirtækin unnu markvisst að því að auka áhrif nikótíns. Með því að bæta við efnum eins og acetaldehyde og ammóníaki, sem hraða upptöku nikótíns í blóðið, urðu sígarettur enn meira ávanabindandi. Til dæmis fékk Philip Morris vísindamenn til að þróa slíkar blöndur en þegar niðurstöðurnar sýndu hversu áhrifaríkar blöndurnar voru í að skapa fíkn, var vísindamönnum skipað að eyða rannsóknargögnum því ef upp kæmist um vitneskju fyrirtækisins gætu þau ekki lengur haldið því blákalt fram fyrir dómstólum að sígarettur væru ekki ávanabindandi. Þriðja og líklega víðtækasta samsærið snerist um að hafa áhrif á vísindarannsóknir og -umræðu. Tóbaksfyrirtækin settu á laggirnar rannsóknarsjóði og greiddu fyrir birtingu greina sem áttu að draga í efa samstöðu meðal vísindamanna um skaðsemi reykinga. Árið 1954 stofnuðu þau Tobacco Industry Research Committee sem beitti sér fyrir því að sá efasemdum í gegnum „hlutlausar“ skýrslur og bæklinga. Virtir vísindamenn, á borð við eðlisfræðinginn Fredrick Seitz, fengu tugmilljónir dollara til að halda fram slíkum sjónarmiðum. Sambærilegar aðferðir má sjá síðar í afneitun á loftslagsvísindum. Stjórnmálafræðiprófessorarnir Eiríkur Bergmann og Hulda Þórisdóttir. Síðar heimfærðu fyrirtækin umfangsmikla þekkingu sinni á fíkn yfir á aðra geira. Rannsókn frá Kansas-háskóla sýna að matvæli sem voru í eigu tóbaksfyrirtækja á árunum 1980–2001 voru tvö- til þrefalt líklegri til að flokkast sem „hyper-palatable“, þ.e. matvæli með þess háttar samsetningu sykurs, fitu og salts að þau virka örvandi á umbunarkerfi heilans. Slík matvæli eru talin eiga stærstu sök á offitufaraldri Bandaríkjanna og víðar. Fyrirtækin eru ekki af baki dottin. Í dag beita þau gjarnan lögfræðilegum þrýstingi gegn ríkjum sem reyna að innleiða heilbrigðislöggjöf. Í Ástralíu höfðaði Philip Morris til dæmis mál fyrir alþjóðlegum dómstólum vegna laga um merkingar á sígarettupökkum frá 2012, og þótt fyrirtækið tapaði að lokum þá tók málsmeðferðin mörg ár og kostaði skattgreiðendur milljarða. Svipaðar tilraunir hafa átt sér stað í fleiri löndum. Reykingar hafa minnkað verulega í mörgum ríkjum. Á Íslandi hefur hlutfall daglegra reykingamanna til dæmis lækkað úr um 30% árið 2000 niður í 6–9% í dag. Fyrir vikið hefur tóbaksiðnaðurinn beint sjónum sínum að þróunarlöndum. Um 80% reykingamanna í heiminum búa nú í löndum með meðal- og lágtekjur, þar sem reglugerðir og eftirlit eru veikari og markaðstækifærin meiri. Þáttinn má heyra hér að neðan. Alla þætti Skuggavaldsins má heyra á vef Tals.
Skuggavaldið Tóbak Bandaríkin Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Lífið samstarf Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Lífið Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Menning Deila fyrstu myndunum af hvort öðru Lífið Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði Sjá meira