Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. ágúst 2025 12:45 Leikmenn Bröndby IF fagna hér marki á móti nágrönnum sínum í FC Kaupamannahöfn og það á sjálfum Parken. Getty/Kristian Tuxen Ladegaard Berg Danskir fjölmiðlar segja frá vandræðalegum liðsfundi fyrir nýja leikmenn Bröndby í fótboltanum en danska félagið er þessa dagana að undirbúa sig fyrir leiki á móti Víkingum í Sambandsdeildinni seinna í þessari viku. Víkingur fær Bröndby í heimsókn í Víkina á fimmtudaginn í fyrri leik liðanna í þriðju umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar. Í boði er sæti í umspilsleikjum um sæti í Sambandsdeildinni þar sem mótherjinn verður tapliðið úr leik Servette frá Sviss og Utrecht frá Hollandi. Frederik Birk er þjálfari Bröndby og hann viðurkenndi í viðtali við Bold vefinn að upp kom vandræðalega stund á dögunum eftir liðsfund liðsins. Bröndby er með japönsku leikmennina Shō Fukuda og Kōtarō Uchino en þeir eru báðir framherjar og komu báðir til danska félagsins í síðasta mánuði. Þeir kunna ekki orð í dönsku ennþá og leikgreinandi danska félagsins leitaði því til gervigreindarinnar til að þýða fyrir sig fyrirlestur sinn um komandi leik. „Sho og Kotaro komu út af fundinum frekar ringlaðir þar sem Sören, leikgreinandinn minn, hafði verið með fyrirlestur um næstu mótherja okkar. Hann fékk gervigreindina til að hjálpa sér með japönskuna en hún fór bara að tala um kjúklinga og grænmeti. Þeir vissu því ekki alveg hvaða taktík var átt við,“ sagði Frederik Birk við bold.dk. „Það var líka eitthvað um það að við vildum taka yfir Þýskaland og sögulega var þetta einnig að skapa rugling hjá þeim,“ sagði Birk og hló. Kotaro er 22 ára og kom frá Tsukuba University en Sho er ári eldri og kom frá Shonan Bellmare. Báðir gerðu samning til ársins 2029. View this post on Instagram A post shared by 𝐌𝐞𝐫𝐞 𝐅𝐨𝐝𝐛𝐨𝐥𝐝 (@merefodbold) Danski boltinn Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Fleiri fréttir Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Sjá meira
Víkingur fær Bröndby í heimsókn í Víkina á fimmtudaginn í fyrri leik liðanna í þriðju umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar. Í boði er sæti í umspilsleikjum um sæti í Sambandsdeildinni þar sem mótherjinn verður tapliðið úr leik Servette frá Sviss og Utrecht frá Hollandi. Frederik Birk er þjálfari Bröndby og hann viðurkenndi í viðtali við Bold vefinn að upp kom vandræðalega stund á dögunum eftir liðsfund liðsins. Bröndby er með japönsku leikmennina Shō Fukuda og Kōtarō Uchino en þeir eru báðir framherjar og komu báðir til danska félagsins í síðasta mánuði. Þeir kunna ekki orð í dönsku ennþá og leikgreinandi danska félagsins leitaði því til gervigreindarinnar til að þýða fyrir sig fyrirlestur sinn um komandi leik. „Sho og Kotaro komu út af fundinum frekar ringlaðir þar sem Sören, leikgreinandinn minn, hafði verið með fyrirlestur um næstu mótherja okkar. Hann fékk gervigreindina til að hjálpa sér með japönskuna en hún fór bara að tala um kjúklinga og grænmeti. Þeir vissu því ekki alveg hvaða taktík var átt við,“ sagði Frederik Birk við bold.dk. „Það var líka eitthvað um það að við vildum taka yfir Þýskaland og sögulega var þetta einnig að skapa rugling hjá þeim,“ sagði Birk og hló. Kotaro er 22 ára og kom frá Tsukuba University en Sho er ári eldri og kom frá Shonan Bellmare. Báðir gerðu samning til ársins 2029. View this post on Instagram A post shared by 𝐌𝐞𝐫𝐞 𝐅𝐨𝐝𝐛𝐨𝐥𝐝 (@merefodbold)
Danski boltinn Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Fleiri fréttir Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Sjá meira