Annar leikarinn sem styttir sér aldur eftir ölvunarakstur Magnús Jochum Pálsson skrifar 4. ágúst 2025 11:45 Bæði Song Young-kyu og Kim Sae-Ron styttu sér bæði aldur eftir að hafa hlotið gríðarlega gagnrýni í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Getty Suður-kóreski leikarinn Song Young-kyu fannst látinn í bíl sínum eftir sjálfsvíg á mánudag. Song er annar leikarinn í Suður-Kóreu sem hefur stytt sér aldur á árinu eftir að hafa lent í fjölmiðlafári vegna ölvunaraksturs. Suður-kóreskir fjölmiðlar greina frá andlátinu. Hinn 55 ára Song Young-kyu fannst látinn að morgni mánudags inni í bíl í Cheoin-gu-hverfi í borginni Yongin sem er á stórborgarsvæði höfuðborgarinnar Seoul. Lögregla segir engan grun um að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. Song hóf leiklistarferill sinn á sviði árið 1994, færði sig yfir í bíó og sjónvarp árið 2010 og hefur síðan þá leikið í fjölda sjónvarpssería. Young-kyu var landsþekktur innan Suður-Kóreu og lék meðal annars í tekjuhæstu kóresku mynd allra tíma, grínmyndinni Extreme Job. Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fó lki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar 1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins 1717 og símann hjá Pieta-samtökunum, 552-2218, sem er opinn allan sólarhringinn. Fjölmiðlaumfjöllun og hatrömm samfélagsmiðlaumræða Fyrr í sumar ók Song ölvaður undir stýri í borginni og var í kjölfarið sviptur ökuréttindum. Í kjölfarið hætti Song í uppsetningu á „Shakespeare in Love“ og voru hlutverk hans í tveimur sjónvarpsþáttaseríum, The Defects og The Winning Try, jafnframt minnkuð. Skyndilegt andlát Song er viðbót í stærri umræðu um geðheilbrigði í Suður-Kóreu og áhrif fjölmiðlaumfjöllunar á fólk í sviðsljósinu. Hin 24 ára Kim Sae-ron stytti sér aldur eftir að leiklistarferill hrundi í kjölfar þess að hún var tekin fyrir ölvunarakstur árið 2022. Í tilfellum beggja leikara varð mikil fjölmiðlaumfjöllun í kringum brotin og í kjölfarið hatrömm samfélagsmiðlaumræða. Talið er að því hafi fylgt mikil skömm fyrir leikarana tvo. Suður-Kórea Geðheilbrigði Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
Suður-kóreskir fjölmiðlar greina frá andlátinu. Hinn 55 ára Song Young-kyu fannst látinn að morgni mánudags inni í bíl í Cheoin-gu-hverfi í borginni Yongin sem er á stórborgarsvæði höfuðborgarinnar Seoul. Lögregla segir engan grun um að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. Song hóf leiklistarferill sinn á sviði árið 1994, færði sig yfir í bíó og sjónvarp árið 2010 og hefur síðan þá leikið í fjölda sjónvarpssería. Young-kyu var landsþekktur innan Suður-Kóreu og lék meðal annars í tekjuhæstu kóresku mynd allra tíma, grínmyndinni Extreme Job. Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fó lki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar 1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins 1717 og símann hjá Pieta-samtökunum, 552-2218, sem er opinn allan sólarhringinn. Fjölmiðlaumfjöllun og hatrömm samfélagsmiðlaumræða Fyrr í sumar ók Song ölvaður undir stýri í borginni og var í kjölfarið sviptur ökuréttindum. Í kjölfarið hætti Song í uppsetningu á „Shakespeare in Love“ og voru hlutverk hans í tveimur sjónvarpsþáttaseríum, The Defects og The Winning Try, jafnframt minnkuð. Skyndilegt andlát Song er viðbót í stærri umræðu um geðheilbrigði í Suður-Kóreu og áhrif fjölmiðlaumfjöllunar á fólk í sviðsljósinu. Hin 24 ára Kim Sae-ron stytti sér aldur eftir að leiklistarferill hrundi í kjölfar þess að hún var tekin fyrir ölvunarakstur árið 2022. Í tilfellum beggja leikara varð mikil fjölmiðlaumfjöllun í kringum brotin og í kjölfarið hatrömm samfélagsmiðlaumræða. Talið er að því hafi fylgt mikil skömm fyrir leikarana tvo.
Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fó lki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar 1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins 1717 og símann hjá Pieta-samtökunum, 552-2218, sem er opinn allan sólarhringinn.
Suður-Kórea Geðheilbrigði Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira