Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer, Snorri Hallgrímsson, Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir, Jóhanna Malen Skúladóttir, Ida Karólína Harris, Antonia Hamann og Julien Nayet-Pelletier skrifa 1. ágúst 2025 15:10 Upp á síðkastið hafa verið milli tannanna á fólki ýmsar hugleiðingar um tækifæri til olíuleitar á drekasvæðinu. Núna síðast sagði Jóhann Páll, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, aðspurður að ríkisstjórnin hafi hvorki hug á að ýta undir né leggja bann við olíuleit. Slík afstaða er ekki hlutlaus – hún viðheldur möguleikum á starfsemi sem gengur gegn loftslagsmarkmiðum Íslands, alþjóðlegum skuldbindingum og náttúruvernd. Þetta telja undirrituð vera óvarlega stefnu og kalla eftir því að ráðherra og ríkisstjórn standi við yfirlýst loforð síns flokks og leggi fram bann við leit og nýtingu á jarðefnaeldsneyti í lögsögu Íslands. Slíkt bann er einmitt stefnu- og kosningamál Samfylkingarinnar. Það sama gildir um stefnu annarra flokka í ríkisstjórn. Ísland er aðili að Parísarsamkomulaginu og hefur skuldbundið sig til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda með það að markmiði að halda hlýnun jarðar innan við 2°C og eins nálægt 1,5°C og hægt er. Jafnframt hefur það að kolefnishlutleysi skuli náð eigi síðar en 2040 verið bundið í lög. IPCC, milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, hefur ítrekað varað við því að meirihluti jarðefnaeldsneytis verði að haldast neðanjarðar til þess að hlýnun jarðar fari ekki fram úr 1,5°C. Að halda dyrunum opnum fyrir olíuiðnaði er bein ógn við þau markmið. Drekasvæðið er vistfræðilega viðkvæmt svæði sem ber að vernda. Þar er að finna fjölbreytt vistkerfi, fjallgarða og kóralla. Í greinargerð sem fylgdi eldra frumvarpi til laga um bann við olíuleit segir að „á svæðinu er jafnframt að finna fjölbreytt vistkerfi og margslungna náttúru sem verðskuldar friðlýsingu sjálfrar sín vegna“. Loftslagsráðherra á að vera í fararbroddi loftslagsbaráttunnar. Við eigum að standa við skuldbindingar okkar og leiða Ísland inn í framtíðina, ekki gefa kost á iðnaði sem ýtir undir loftslagsbreytingar og grefur undan trúverðugleika landsins á alþjóðavettvangi. Við minnum einnig á nýlegt álit Alþjóðadómstólsins (ICJ), þar sem kemur skýrt fram að ríki sem láta hjá líða að bregðast við loftslagsbreytingum, meðal annars með því að veita leyfi fyrir olíuleit eða styðja við framleiðslu jarðefnaeldsneytis, kunni að gerast brotleg við alþjóðalög. Við krefjumst þess að ráðherra og ríkisstjórnin geri það sem rétt er: Lögfesti skýrt og óafturkræft bann við olíuleit og vinnslu jarðefnaeldsneytis í íslenskri lögsögu. Taki virkan þátt í að leiða orkuskipti með áherslu á hreina og sjálfbæra orkuframleiðslu. Standi við alþjóðlegar skuldbindingar og eigin kosningaloforð — án undanbragða. Við berum siðferðilega og lagalega skyldu gagnvart komandi kynslóðum, náttúrunni og heiminum öllum að taka loftslagsvána alvarlega. Núna þurfa orð að verða að aðgerðum. Virðingarfyllst, stjórn Ungra umhverfissinna Laura Sólveig Lefort Scheefer, Forseti Snorri Hallgrímsson, Varaforseti Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir, Gjaldkeri Jóhanna Malen Skúladóttir, Náttúruverndarfulltrúi Ida Karólína Harris, Loftslagsfulltrúi Antonia Hamann, Hringrásarfulltrúi Julien Nayet-Pelletier, Fræðslufulltrúi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Orkumál Mest lesið Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson Skoðun Skoðun Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Sjá meira
Upp á síðkastið hafa verið milli tannanna á fólki ýmsar hugleiðingar um tækifæri til olíuleitar á drekasvæðinu. Núna síðast sagði Jóhann Páll, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, aðspurður að ríkisstjórnin hafi hvorki hug á að ýta undir né leggja bann við olíuleit. Slík afstaða er ekki hlutlaus – hún viðheldur möguleikum á starfsemi sem gengur gegn loftslagsmarkmiðum Íslands, alþjóðlegum skuldbindingum og náttúruvernd. Þetta telja undirrituð vera óvarlega stefnu og kalla eftir því að ráðherra og ríkisstjórn standi við yfirlýst loforð síns flokks og leggi fram bann við leit og nýtingu á jarðefnaeldsneyti í lögsögu Íslands. Slíkt bann er einmitt stefnu- og kosningamál Samfylkingarinnar. Það sama gildir um stefnu annarra flokka í ríkisstjórn. Ísland er aðili að Parísarsamkomulaginu og hefur skuldbundið sig til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda með það að markmiði að halda hlýnun jarðar innan við 2°C og eins nálægt 1,5°C og hægt er. Jafnframt hefur það að kolefnishlutleysi skuli náð eigi síðar en 2040 verið bundið í lög. IPCC, milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, hefur ítrekað varað við því að meirihluti jarðefnaeldsneytis verði að haldast neðanjarðar til þess að hlýnun jarðar fari ekki fram úr 1,5°C. Að halda dyrunum opnum fyrir olíuiðnaði er bein ógn við þau markmið. Drekasvæðið er vistfræðilega viðkvæmt svæði sem ber að vernda. Þar er að finna fjölbreytt vistkerfi, fjallgarða og kóralla. Í greinargerð sem fylgdi eldra frumvarpi til laga um bann við olíuleit segir að „á svæðinu er jafnframt að finna fjölbreytt vistkerfi og margslungna náttúru sem verðskuldar friðlýsingu sjálfrar sín vegna“. Loftslagsráðherra á að vera í fararbroddi loftslagsbaráttunnar. Við eigum að standa við skuldbindingar okkar og leiða Ísland inn í framtíðina, ekki gefa kost á iðnaði sem ýtir undir loftslagsbreytingar og grefur undan trúverðugleika landsins á alþjóðavettvangi. Við minnum einnig á nýlegt álit Alþjóðadómstólsins (ICJ), þar sem kemur skýrt fram að ríki sem láta hjá líða að bregðast við loftslagsbreytingum, meðal annars með því að veita leyfi fyrir olíuleit eða styðja við framleiðslu jarðefnaeldsneytis, kunni að gerast brotleg við alþjóðalög. Við krefjumst þess að ráðherra og ríkisstjórnin geri það sem rétt er: Lögfesti skýrt og óafturkræft bann við olíuleit og vinnslu jarðefnaeldsneytis í íslenskri lögsögu. Taki virkan þátt í að leiða orkuskipti með áherslu á hreina og sjálfbæra orkuframleiðslu. Standi við alþjóðlegar skuldbindingar og eigin kosningaloforð — án undanbragða. Við berum siðferðilega og lagalega skyldu gagnvart komandi kynslóðum, náttúrunni og heiminum öllum að taka loftslagsvána alvarlega. Núna þurfa orð að verða að aðgerðum. Virðingarfyllst, stjórn Ungra umhverfissinna Laura Sólveig Lefort Scheefer, Forseti Snorri Hallgrímsson, Varaforseti Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir, Gjaldkeri Jóhanna Malen Skúladóttir, Náttúruverndarfulltrúi Ida Karólína Harris, Loftslagsfulltrúi Antonia Hamann, Hringrásarfulltrúi Julien Nayet-Pelletier, Fræðslufulltrúi
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun