Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer, Snorri Hallgrímsson, Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir, Jóhanna Malen Skúladóttir, Ida Karólína Harris, Antonia Hamann og Julien Nayet-Pelletier skrifa 1. ágúst 2025 15:10 Upp á síðkastið hafa verið milli tannanna á fólki ýmsar hugleiðingar um tækifæri til olíuleitar á drekasvæðinu. Núna síðast sagði Jóhann Páll, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, aðspurður að ríkisstjórnin hafi hvorki hug á að ýta undir né leggja bann við olíuleit. Slík afstaða er ekki hlutlaus – hún viðheldur möguleikum á starfsemi sem gengur gegn loftslagsmarkmiðum Íslands, alþjóðlegum skuldbindingum og náttúruvernd. Þetta telja undirrituð vera óvarlega stefnu og kalla eftir því að ráðherra og ríkisstjórn standi við yfirlýst loforð síns flokks og leggi fram bann við leit og nýtingu á jarðefnaeldsneyti í lögsögu Íslands. Slíkt bann er einmitt stefnu- og kosningamál Samfylkingarinnar. Það sama gildir um stefnu annarra flokka í ríkisstjórn. Ísland er aðili að Parísarsamkomulaginu og hefur skuldbundið sig til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda með það að markmiði að halda hlýnun jarðar innan við 2°C og eins nálægt 1,5°C og hægt er. Jafnframt hefur það að kolefnishlutleysi skuli náð eigi síðar en 2040 verið bundið í lög. IPCC, milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, hefur ítrekað varað við því að meirihluti jarðefnaeldsneytis verði að haldast neðanjarðar til þess að hlýnun jarðar fari ekki fram úr 1,5°C. Að halda dyrunum opnum fyrir olíuiðnaði er bein ógn við þau markmið. Drekasvæðið er vistfræðilega viðkvæmt svæði sem ber að vernda. Þar er að finna fjölbreytt vistkerfi, fjallgarða og kóralla. Í greinargerð sem fylgdi eldra frumvarpi til laga um bann við olíuleit segir að „á svæðinu er jafnframt að finna fjölbreytt vistkerfi og margslungna náttúru sem verðskuldar friðlýsingu sjálfrar sín vegna“. Loftslagsráðherra á að vera í fararbroddi loftslagsbaráttunnar. Við eigum að standa við skuldbindingar okkar og leiða Ísland inn í framtíðina, ekki gefa kost á iðnaði sem ýtir undir loftslagsbreytingar og grefur undan trúverðugleika landsins á alþjóðavettvangi. Við minnum einnig á nýlegt álit Alþjóðadómstólsins (ICJ), þar sem kemur skýrt fram að ríki sem láta hjá líða að bregðast við loftslagsbreytingum, meðal annars með því að veita leyfi fyrir olíuleit eða styðja við framleiðslu jarðefnaeldsneytis, kunni að gerast brotleg við alþjóðalög. Við krefjumst þess að ráðherra og ríkisstjórnin geri það sem rétt er: Lögfesti skýrt og óafturkræft bann við olíuleit og vinnslu jarðefnaeldsneytis í íslenskri lögsögu. Taki virkan þátt í að leiða orkuskipti með áherslu á hreina og sjálfbæra orkuframleiðslu. Standi við alþjóðlegar skuldbindingar og eigin kosningaloforð — án undanbragða. Við berum siðferðilega og lagalega skyldu gagnvart komandi kynslóðum, náttúrunni og heiminum öllum að taka loftslagsvána alvarlega. Núna þurfa orð að verða að aðgerðum. Virðingarfyllst, stjórn Ungra umhverfissinna Laura Sólveig Lefort Scheefer, Forseti Snorri Hallgrímsson, Varaforseti Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir, Gjaldkeri Jóhanna Malen Skúladóttir, Náttúruverndarfulltrúi Ida Karólína Harris, Loftslagsfulltrúi Antonia Hamann, Hringrásarfulltrúi Julien Nayet-Pelletier, Fræðslufulltrúi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Orkumál Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Sjá meira
Upp á síðkastið hafa verið milli tannanna á fólki ýmsar hugleiðingar um tækifæri til olíuleitar á drekasvæðinu. Núna síðast sagði Jóhann Páll, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, aðspurður að ríkisstjórnin hafi hvorki hug á að ýta undir né leggja bann við olíuleit. Slík afstaða er ekki hlutlaus – hún viðheldur möguleikum á starfsemi sem gengur gegn loftslagsmarkmiðum Íslands, alþjóðlegum skuldbindingum og náttúruvernd. Þetta telja undirrituð vera óvarlega stefnu og kalla eftir því að ráðherra og ríkisstjórn standi við yfirlýst loforð síns flokks og leggi fram bann við leit og nýtingu á jarðefnaeldsneyti í lögsögu Íslands. Slíkt bann er einmitt stefnu- og kosningamál Samfylkingarinnar. Það sama gildir um stefnu annarra flokka í ríkisstjórn. Ísland er aðili að Parísarsamkomulaginu og hefur skuldbundið sig til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda með það að markmiði að halda hlýnun jarðar innan við 2°C og eins nálægt 1,5°C og hægt er. Jafnframt hefur það að kolefnishlutleysi skuli náð eigi síðar en 2040 verið bundið í lög. IPCC, milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, hefur ítrekað varað við því að meirihluti jarðefnaeldsneytis verði að haldast neðanjarðar til þess að hlýnun jarðar fari ekki fram úr 1,5°C. Að halda dyrunum opnum fyrir olíuiðnaði er bein ógn við þau markmið. Drekasvæðið er vistfræðilega viðkvæmt svæði sem ber að vernda. Þar er að finna fjölbreytt vistkerfi, fjallgarða og kóralla. Í greinargerð sem fylgdi eldra frumvarpi til laga um bann við olíuleit segir að „á svæðinu er jafnframt að finna fjölbreytt vistkerfi og margslungna náttúru sem verðskuldar friðlýsingu sjálfrar sín vegna“. Loftslagsráðherra á að vera í fararbroddi loftslagsbaráttunnar. Við eigum að standa við skuldbindingar okkar og leiða Ísland inn í framtíðina, ekki gefa kost á iðnaði sem ýtir undir loftslagsbreytingar og grefur undan trúverðugleika landsins á alþjóðavettvangi. Við minnum einnig á nýlegt álit Alþjóðadómstólsins (ICJ), þar sem kemur skýrt fram að ríki sem láta hjá líða að bregðast við loftslagsbreytingum, meðal annars með því að veita leyfi fyrir olíuleit eða styðja við framleiðslu jarðefnaeldsneytis, kunni að gerast brotleg við alþjóðalög. Við krefjumst þess að ráðherra og ríkisstjórnin geri það sem rétt er: Lögfesti skýrt og óafturkræft bann við olíuleit og vinnslu jarðefnaeldsneytis í íslenskri lögsögu. Taki virkan þátt í að leiða orkuskipti með áherslu á hreina og sjálfbæra orkuframleiðslu. Standi við alþjóðlegar skuldbindingar og eigin kosningaloforð — án undanbragða. Við berum siðferðilega og lagalega skyldu gagnvart komandi kynslóðum, náttúrunni og heiminum öllum að taka loftslagsvána alvarlega. Núna þurfa orð að verða að aðgerðum. Virðingarfyllst, stjórn Ungra umhverfissinna Laura Sólveig Lefort Scheefer, Forseti Snorri Hallgrímsson, Varaforseti Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir, Gjaldkeri Jóhanna Malen Skúladóttir, Náttúruverndarfulltrúi Ida Karólína Harris, Loftslagsfulltrúi Antonia Hamann, Hringrásarfulltrúi Julien Nayet-Pelletier, Fræðslufulltrúi
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun