Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 1. ágúst 2025 15:01 Jóhannes Kristinn Bjarnason ræddi ekki við Val eða nein önnur félög á Íslandi. Hugurinn leitaði út og hann samdi við Kolding í Danmörku. vísir Jóhannes Kristinn Bjarnason gæti spilað sinn fyrsta leik fyrir danska liðið Kolding á eftir. Hann segir erfitt að kveðja uppeldisfélagið KR og gat ekki hugsað sér að semja við Val. Líst vel á verkefnið í Danmörku „Ég talaði við þjálfarann og eiganda liðsins, þeir útskýrðu verkefnið og hvað þeir vilja gera hérna. Ég varð strax mjög spenntur, það lítur allt mjög vel út hérna og ég fíla þjálfarann og hans hugmyndir“ segir Jóhannes um sitt nýja félag, Kolding, sem spilar í næstefstu deild Danmerkur. Jóhannes á æfingu með Kolding í vikunni.kolding Jóhannes skrifaði undir hjá Kolding síðasta þriðjudag og hefur æft með liðinu alla vikuna. Hann gæti svo spilað fyrsta leikinn á eftir, þegar Kolding tekur á móti HB Köge. Kolding vann fyrsta leik tímabilsins gegn Aalborg en tapaði síðan gegn Horsens. Stefna félagsins er að fara upp um deild og spila í úrvalsdeildinni á næsta ári. „Það er bullandi stefna hjá klúbbnum að fara upp og þeir hafa mikla trú á því að árið í árið sé árið sem þeir fara upp. Það er stefnan og svolítið svipað og hjá KR viljum við spila okkar fótbolta.“ Jóhannes skoraði sex mörk fyrir KR í sumar.vísir Erfitt að kveðja KR og Valur kom ekki til greina Jóhannes segir erfitt að fara frá uppeldisfélaginu en var spenntur fyrir því að reyna aftur fyrir sér í atvinnumennsku erlendis. „Ég hefði alveg viljað klára tímabilið með KR en þegar svona tækifæri koma þá verður maður bara að stökkva á það“ segir Jóhannes, sem stökk þó ekki á tækifærið sem bauðst í Ítalíu. Pro Vercelli í Serie C deildinni á Ítalíu reyndi að fá Jóhannes til félagsins og hann fór út að skoða aðstæður, en leist ekki vel á. „Mér leið bara ekki vel með það, þetta var ekkert meira en bara svona gut feeling hjá mér“ segir Jóhannes um ítalska félagið en það var eina félagið fyrir utan Kolding sem hann skoðaði af einhverri alvöru. Jóhannes bar fyrirliðabandið í nokkrum leikjum hjá KR þegar Aron Sigurðarson var fjarverandi.vísir Valur reyndi líka að lokka Jóhannes úr Vesturbænum en hann gat ekki hugsað sér að spila á Hlíðarenda. „Nei, þetta kom mér alveg á óvart þegar fréttin kom á Fótbolti.net. Ég hafði ekkert pælt í þessu, ég er með góðan umboðsmann í þessu fyrir mig. Ég talaði ekki við nein lið á Íslandi… Mér fannst þetta skrítið en svona er þetta á Íslandi, það eru alltaf einhverjar sögur sem fara í gang… Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ segir Jóhannes. KR Danski boltinn Besta deild karla Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Enski boltinn Fleiri fréttir „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Sjá meira
Líst vel á verkefnið í Danmörku „Ég talaði við þjálfarann og eiganda liðsins, þeir útskýrðu verkefnið og hvað þeir vilja gera hérna. Ég varð strax mjög spenntur, það lítur allt mjög vel út hérna og ég fíla þjálfarann og hans hugmyndir“ segir Jóhannes um sitt nýja félag, Kolding, sem spilar í næstefstu deild Danmerkur. Jóhannes á æfingu með Kolding í vikunni.kolding Jóhannes skrifaði undir hjá Kolding síðasta þriðjudag og hefur æft með liðinu alla vikuna. Hann gæti svo spilað fyrsta leikinn á eftir, þegar Kolding tekur á móti HB Köge. Kolding vann fyrsta leik tímabilsins gegn Aalborg en tapaði síðan gegn Horsens. Stefna félagsins er að fara upp um deild og spila í úrvalsdeildinni á næsta ári. „Það er bullandi stefna hjá klúbbnum að fara upp og þeir hafa mikla trú á því að árið í árið sé árið sem þeir fara upp. Það er stefnan og svolítið svipað og hjá KR viljum við spila okkar fótbolta.“ Jóhannes skoraði sex mörk fyrir KR í sumar.vísir Erfitt að kveðja KR og Valur kom ekki til greina Jóhannes segir erfitt að fara frá uppeldisfélaginu en var spenntur fyrir því að reyna aftur fyrir sér í atvinnumennsku erlendis. „Ég hefði alveg viljað klára tímabilið með KR en þegar svona tækifæri koma þá verður maður bara að stökkva á það“ segir Jóhannes, sem stökk þó ekki á tækifærið sem bauðst í Ítalíu. Pro Vercelli í Serie C deildinni á Ítalíu reyndi að fá Jóhannes til félagsins og hann fór út að skoða aðstæður, en leist ekki vel á. „Mér leið bara ekki vel með það, þetta var ekkert meira en bara svona gut feeling hjá mér“ segir Jóhannes um ítalska félagið en það var eina félagið fyrir utan Kolding sem hann skoðaði af einhverri alvöru. Jóhannes bar fyrirliðabandið í nokkrum leikjum hjá KR þegar Aron Sigurðarson var fjarverandi.vísir Valur reyndi líka að lokka Jóhannes úr Vesturbænum en hann gat ekki hugsað sér að spila á Hlíðarenda. „Nei, þetta kom mér alveg á óvart þegar fréttin kom á Fótbolti.net. Ég hafði ekkert pælt í þessu, ég er með góðan umboðsmann í þessu fyrir mig. Ég talaði ekki við nein lið á Íslandi… Mér fannst þetta skrítið en svona er þetta á Íslandi, það eru alltaf einhverjar sögur sem fara í gang… Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ segir Jóhannes.
KR Danski boltinn Besta deild karla Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Enski boltinn Fleiri fréttir „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Sjá meira