„Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 31. júlí 2025 12:32 Sverrir Geirdal, varaformaður knattspyrnudeildar Víkings, hefur engar áhyggjur af látum í stúkunni á leiknum í kvöld. vísir / ívar Undirbúningur er á fullu hjá Víkingi fyrir leikinn gegn albanska liðinu Vllaznia. Huga þarf að mörgu og mögulega bæta við öryggisgæsluna, í ljósi þess sem gerðist þegar sama lið heimsótti Hlíðarenda í fyrra. Víkingur er 2-1 undir eftir fyrri leikinn úti í Albaníu en þjálfarinn Sölvi Geir veit nákvæmlega hvað þarf að gera til að snúa einvíginu við. Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings. vísir / ívar „Gera ögn betur. Við fengum fullt af svörum og sáum hvernig þeir spila fótbolta, erum búnir að fara mjög vel yfir síðasta leik og erum bara mjög bjartsýnir. 2-1 staðan í hálfleik og við fáum 90 mínútur núna til að leiðrétta það. Hellings tími og margt getur gerst“ sagði Sölvi. Engar áhyggjur af stuðningsmönnum Vllaznia Í suðurhluta stúkunnar, nær Kópavogi, verður stuðningsmönnum útiliðsins komið fyrir. Ekki er von á neinum stuðningsmönnum að utan, frá Albaníu, en á Íslandi býr töluverður fjöldi Albana sem lagði leið síðan á Hlíðarenda í fyrra. Illa fór á Hlíðarenda eftir leik Vals gegn Vlaznia í fyrra, átök brutust út og lögregla var kölluð til eftir að öryggisvörður var laminn. Átök brutust síðan aftur út fyrir utan leikvanginn og hótanir voru hafðar í garð stuðnings- og stjórnarmanna Vals. Þrátt fyrir það hafa Víkingar engar áhyggjur fyrir leik kvöldsins. „Ekki nokkrar. Við vorum þarna úti fyrir viku síðan og heyrðum þeirra hlið. Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli og myndi ekki endurtaka sig“ sagði Sverrir Geirdal, varaformaður knattspyrnudeildar Víkings. Hann væntir þess þó að öryggisgæsla verði eitthvað meiri en venjulega á vellinum í kvöld. „Það er líklegt að það verði eitthvað, svona til öryggis, en ekkert sérstaklega mikið.“ Fjallað var um undirbúnings Víkings fyrir leikinn gegn Vllaznia í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum ofan. Hér fyrir neðan má svona finna viðtalið við Sölva í heild sinni, þar sem hann greinir fyrri leikinn og fer yfir möguleika Víkings fyrir seinni leikinn, ásamt fleiru. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Enski boltinn Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Körfubolti Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Fótbolti Dagskráin: Troðinn laugardagur endar á úrslitaleiknum á HM í pílu Sport Fleiri fréttir Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth AC Milan hoppaði upp fyrir nágranna sína og í toppsætið Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Sjá meira
Víkingur er 2-1 undir eftir fyrri leikinn úti í Albaníu en þjálfarinn Sölvi Geir veit nákvæmlega hvað þarf að gera til að snúa einvíginu við. Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings. vísir / ívar „Gera ögn betur. Við fengum fullt af svörum og sáum hvernig þeir spila fótbolta, erum búnir að fara mjög vel yfir síðasta leik og erum bara mjög bjartsýnir. 2-1 staðan í hálfleik og við fáum 90 mínútur núna til að leiðrétta það. Hellings tími og margt getur gerst“ sagði Sölvi. Engar áhyggjur af stuðningsmönnum Vllaznia Í suðurhluta stúkunnar, nær Kópavogi, verður stuðningsmönnum útiliðsins komið fyrir. Ekki er von á neinum stuðningsmönnum að utan, frá Albaníu, en á Íslandi býr töluverður fjöldi Albana sem lagði leið síðan á Hlíðarenda í fyrra. Illa fór á Hlíðarenda eftir leik Vals gegn Vlaznia í fyrra, átök brutust út og lögregla var kölluð til eftir að öryggisvörður var laminn. Átök brutust síðan aftur út fyrir utan leikvanginn og hótanir voru hafðar í garð stuðnings- og stjórnarmanna Vals. Þrátt fyrir það hafa Víkingar engar áhyggjur fyrir leik kvöldsins. „Ekki nokkrar. Við vorum þarna úti fyrir viku síðan og heyrðum þeirra hlið. Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli og myndi ekki endurtaka sig“ sagði Sverrir Geirdal, varaformaður knattspyrnudeildar Víkings. Hann væntir þess þó að öryggisgæsla verði eitthvað meiri en venjulega á vellinum í kvöld. „Það er líklegt að það verði eitthvað, svona til öryggis, en ekkert sérstaklega mikið.“ Fjallað var um undirbúnings Víkings fyrir leikinn gegn Vllaznia í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum ofan. Hér fyrir neðan má svona finna viðtalið við Sölva í heild sinni, þar sem hann greinir fyrri leikinn og fer yfir möguleika Víkings fyrir seinni leikinn, ásamt fleiru.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Enski boltinn Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Körfubolti Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Fótbolti Dagskráin: Troðinn laugardagur endar á úrslitaleiknum á HM í pílu Sport Fleiri fréttir Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth AC Milan hoppaði upp fyrir nágranna sína og í toppsætið Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Sjá meira