„Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 31. júlí 2025 12:32 Sverrir Geirdal, varaformaður knattspyrnudeildar Víkings, hefur engar áhyggjur af látum í stúkunni á leiknum í kvöld. vísir / ívar Undirbúningur er á fullu hjá Víkingi fyrir leikinn gegn albanska liðinu Vllaznia. Huga þarf að mörgu og mögulega bæta við öryggisgæsluna, í ljósi þess sem gerðist þegar sama lið heimsótti Hlíðarenda í fyrra. Víkingur er 2-1 undir eftir fyrri leikinn úti í Albaníu en þjálfarinn Sölvi Geir veit nákvæmlega hvað þarf að gera til að snúa einvíginu við. Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings. vísir / ívar „Gera ögn betur. Við fengum fullt af svörum og sáum hvernig þeir spila fótbolta, erum búnir að fara mjög vel yfir síðasta leik og erum bara mjög bjartsýnir. 2-1 staðan í hálfleik og við fáum 90 mínútur núna til að leiðrétta það. Hellings tími og margt getur gerst“ sagði Sölvi. Engar áhyggjur af stuðningsmönnum Vllaznia Í suðurhluta stúkunnar, nær Kópavogi, verður stuðningsmönnum útiliðsins komið fyrir. Ekki er von á neinum stuðningsmönnum að utan, frá Albaníu, en á Íslandi býr töluverður fjöldi Albana sem lagði leið síðan á Hlíðarenda í fyrra. Illa fór á Hlíðarenda eftir leik Vals gegn Vlaznia í fyrra, átök brutust út og lögregla var kölluð til eftir að öryggisvörður var laminn. Átök brutust síðan aftur út fyrir utan leikvanginn og hótanir voru hafðar í garð stuðnings- og stjórnarmanna Vals. Þrátt fyrir það hafa Víkingar engar áhyggjur fyrir leik kvöldsins. „Ekki nokkrar. Við vorum þarna úti fyrir viku síðan og heyrðum þeirra hlið. Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli og myndi ekki endurtaka sig“ sagði Sverrir Geirdal, varaformaður knattspyrnudeildar Víkings. Hann væntir þess þó að öryggisgæsla verði eitthvað meiri en venjulega á vellinum í kvöld. „Það er líklegt að það verði eitthvað, svona til öryggis, en ekkert sérstaklega mikið.“ Fjallað var um undirbúnings Víkings fyrir leikinn gegn Vllaznia í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum ofan. Hér fyrir neðan má svona finna viðtalið við Sölva í heild sinni, þar sem hann greinir fyrri leikinn og fer yfir möguleika Víkings fyrir seinni leikinn, ásamt fleiru. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið „Hann er sonur minn“ Fótbolti Líkur Íslands á verðlaunum snaraukist Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Enski boltinn Fleiri fréttir Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjá meira
Víkingur er 2-1 undir eftir fyrri leikinn úti í Albaníu en þjálfarinn Sölvi Geir veit nákvæmlega hvað þarf að gera til að snúa einvíginu við. Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings. vísir / ívar „Gera ögn betur. Við fengum fullt af svörum og sáum hvernig þeir spila fótbolta, erum búnir að fara mjög vel yfir síðasta leik og erum bara mjög bjartsýnir. 2-1 staðan í hálfleik og við fáum 90 mínútur núna til að leiðrétta það. Hellings tími og margt getur gerst“ sagði Sölvi. Engar áhyggjur af stuðningsmönnum Vllaznia Í suðurhluta stúkunnar, nær Kópavogi, verður stuðningsmönnum útiliðsins komið fyrir. Ekki er von á neinum stuðningsmönnum að utan, frá Albaníu, en á Íslandi býr töluverður fjöldi Albana sem lagði leið síðan á Hlíðarenda í fyrra. Illa fór á Hlíðarenda eftir leik Vals gegn Vlaznia í fyrra, átök brutust út og lögregla var kölluð til eftir að öryggisvörður var laminn. Átök brutust síðan aftur út fyrir utan leikvanginn og hótanir voru hafðar í garð stuðnings- og stjórnarmanna Vals. Þrátt fyrir það hafa Víkingar engar áhyggjur fyrir leik kvöldsins. „Ekki nokkrar. Við vorum þarna úti fyrir viku síðan og heyrðum þeirra hlið. Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli og myndi ekki endurtaka sig“ sagði Sverrir Geirdal, varaformaður knattspyrnudeildar Víkings. Hann væntir þess þó að öryggisgæsla verði eitthvað meiri en venjulega á vellinum í kvöld. „Það er líklegt að það verði eitthvað, svona til öryggis, en ekkert sérstaklega mikið.“ Fjallað var um undirbúnings Víkings fyrir leikinn gegn Vllaznia í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum ofan. Hér fyrir neðan má svona finna viðtalið við Sölva í heild sinni, þar sem hann greinir fyrri leikinn og fer yfir möguleika Víkings fyrir seinni leikinn, ásamt fleiru.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið „Hann er sonur minn“ Fótbolti Líkur Íslands á verðlaunum snaraukist Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Enski boltinn Fleiri fréttir Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu