Íslenski boltinn

Hin efni­lega Rebekka Sif til Nord­sjælland frá Gróttu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Rebekka Sif fagnar.
Rebekka Sif fagnar. Grótta

Rebekka Sif Brynjarsdóttir hefur samið við FC Nordsjælland í Danmörku. Þessi 16 ára gamli leikmaður kemur til danska stórliðsins frá uppeldisfélagi sínu Gróttu.

Nordsjælland mátti sætta sig við silfur í deild og bikar á síðustu leiktíð í Danmörku. Liðið hefur undanfarin ár fest sig í sessi sem eitt öflugasta liðinu þar í landi en árið 2024 vann það tvöfalt. Í tilkynningu Gróttu segir að félögin hafi náð saman sem og að fjölskylda leikmannsins hafi náð samkomulagi.

Brynjar Björn Gunnarsson, fyrrverandi landsliðs- og atvinnumaður, er faðir Rebekku Sifjar. Hann er í dag hluti af þjálfarateymi Víkinga.

Hin 16 ára gamla Rebekka Sif hefur verið í stóru hlutverki hjá Gróttu undanfarin misseri. Í sumar hefur hún skorað fimm mörk í 10 leikjum í Lengjudeildinni.

„Allir sem koma að starfi knattspyrnudeildarinnar munu sakna Rebekku - en efst í huga er þó gleði og stolt yfir enn einum Gróttuleikmanninum sem er á leið í atvinnumennsku. Rebekka Sif er einstök ung kona,“ segir meðal annars í tilkynningu Gróttu.

Grótta er í 4. sæti Lengjudeildarinnar með 22 stig að loknum 12 leikjum. Liðið mætir Grindavík/Njarðvík klukkan 19.15 í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×