Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Samúel Karl Ólason skrifar 30. júlí 2025 11:02 Sean „Diddy“ Combs virtist ánægður með niðurstöðu kviðdómenda í upphafi júlí. AP/Elizabeth Williams Sean Combs, sem er ef til vill betur þekktur undir listamannsnafninu Diddy, hefur farið fram á það við dómara að honum verði sleppt úr haldi fram að dómsuppkvaðningu. Hann myndi greiða fimmtíu milljónir dala í tryggingu en hann var í upphafi mánaðarins sakfelldur í tveimur ákæruliðum af fimm í mansalsmáli gegn honum. Combs var sakfelldur í tveimur ákæruliðum af fimm en hann var sýknaður af alvarlegustu ákærunum fyrir skipulagða glæpastarfsemi og mansal. Sjá einnig: Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Combs hefur ítrekað farið fram á að honum verði sleppt úr haldi. Dómari hafnaði kröfu síðast þann 2. júlí, daginn sem Combs var sakfelldur, og sagði að fortíð hans og það að hann hafi beitt heimilisofbeldi gegnum tíðina sýndi að hann gæti verið hættulegur. Lögmaður Combs, sem lagt hefur fram nýja kröfu um að honum verði sleppt, segir aðstæður í fangelsinu sem hann situr í í Broooklyn, séu hættulegar og að aðrir menn sem sakfelldir hafi verið fyrir sambærileg brot hafi fengið að ganga lausir gegn tryggingu fyrir dómsuppkvaðningu, samkvæmt frétt New York Times. Áður hafði lögmaður Combs lagt til milljón dala tryggingargreiðslu en nú hefur hann stungið upp á fimmtíu milljónum. Sjá einnig: Combs áfram í gæsluvarðhaldi Dómsuppkvaðningin á að fara fram þann 3. október næstkomandi. Þá samsvara fimmtíu milljónir dala um sex milljörðum króna. Combs myndi leggja glæsihýsi sitt í Miami fram sem tryggingu. Sagður hafa íhugað að náða Combs Hefði Combs verið sakfelldur í alvarlegustu ákæruliðunum hefði hann staðið frammi fyrir lífstíðarfangelsi. Nú stendur hann frammi fyrir allt að tuttugu ára fangelsisvist en hann fagnaði í dómsal þegar niðurstaða kviðdómenda varð ljós. Combs hefur setið í varðhaldi frá því hann var handtekinn í september í fyrra. Deadline hefur eftir heimildarmanni úr ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, að innan veggja Hvíta húsins hafi verið íhugað hvort Trump myndi náða Combs fyrir dómsuppkvaðninguna. Um tveir mánuðir eru síðan Trump sagði fyrst að það kæmi til greina. Bandaríkin Erlend sakamál Mál Sean „Diddy“ Combs Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Kviðdómur í réttarhöldum yfir tónlistar- og athafnamanninum Sean Combs, betur þekktum sem P. Diddy, hefur komist að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða. 1. júlí 2025 21:46 Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ „Þið eruð orðin margs vísari um Sean Combs. Hann fer fyrir glæpastarfsemi. Hann virðir ekki svarið „Nei“.“ 27. júní 2025 07:09 Diddy ætlar ekki að bera vitni Réttarhöld yfir rapparanum Sean Combs, einnig þekktur sem P Diddy, hafa nú staðið yfir í sjö vikur en er farið að sjá fyrir endann á þeim. Verjendur rapparans ætla ekki að kalla til nein vitni en rúmlega þrjátíu manns hafa nú þegar borið vitni í málinu. Combs sagðist sjálfur ekki ætla bera vitni. 25. júní 2025 08:40 Sagði Diddy hafa nauðgað sér Fyrrverandi aðstoðarkona Sean Combs, sem er gjarnan kallaður „Diddy“, segir hann hafa nauðgað sér og misþyrmt yfir átta ára tímabil þar sem hún vann fyrir hann. Hún segir meðal annars að hann hafi nauðgað henni á heimili hans árið 2010 og hann hafi þar að auki margsinnis brotið beitt hana ofbeldi. 30. maí 2025 11:01 Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Söngkonan Dawn Richard sagði í dómsal í dag að tónlistarmaðurinn Sean „Diddy“ Combs hefði hótað því að myrða hana. Það myndi hann gera ef hún segði einhverjum frá því að hún hefði séð hann ganga í skrokk á Casöndru Venture eða „Cassie“, fyrrverandi kærustu hans til langs tíma. 19. maí 2025 23:38 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Sjá meira
Combs var sakfelldur í tveimur ákæruliðum af fimm en hann var sýknaður af alvarlegustu ákærunum fyrir skipulagða glæpastarfsemi og mansal. Sjá einnig: Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Combs hefur ítrekað farið fram á að honum verði sleppt úr haldi. Dómari hafnaði kröfu síðast þann 2. júlí, daginn sem Combs var sakfelldur, og sagði að fortíð hans og það að hann hafi beitt heimilisofbeldi gegnum tíðina sýndi að hann gæti verið hættulegur. Lögmaður Combs, sem lagt hefur fram nýja kröfu um að honum verði sleppt, segir aðstæður í fangelsinu sem hann situr í í Broooklyn, séu hættulegar og að aðrir menn sem sakfelldir hafi verið fyrir sambærileg brot hafi fengið að ganga lausir gegn tryggingu fyrir dómsuppkvaðningu, samkvæmt frétt New York Times. Áður hafði lögmaður Combs lagt til milljón dala tryggingargreiðslu en nú hefur hann stungið upp á fimmtíu milljónum. Sjá einnig: Combs áfram í gæsluvarðhaldi Dómsuppkvaðningin á að fara fram þann 3. október næstkomandi. Þá samsvara fimmtíu milljónir dala um sex milljörðum króna. Combs myndi leggja glæsihýsi sitt í Miami fram sem tryggingu. Sagður hafa íhugað að náða Combs Hefði Combs verið sakfelldur í alvarlegustu ákæruliðunum hefði hann staðið frammi fyrir lífstíðarfangelsi. Nú stendur hann frammi fyrir allt að tuttugu ára fangelsisvist en hann fagnaði í dómsal þegar niðurstaða kviðdómenda varð ljós. Combs hefur setið í varðhaldi frá því hann var handtekinn í september í fyrra. Deadline hefur eftir heimildarmanni úr ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, að innan veggja Hvíta húsins hafi verið íhugað hvort Trump myndi náða Combs fyrir dómsuppkvaðninguna. Um tveir mánuðir eru síðan Trump sagði fyrst að það kæmi til greina.
Bandaríkin Erlend sakamál Mál Sean „Diddy“ Combs Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Kviðdómur í réttarhöldum yfir tónlistar- og athafnamanninum Sean Combs, betur þekktum sem P. Diddy, hefur komist að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða. 1. júlí 2025 21:46 Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ „Þið eruð orðin margs vísari um Sean Combs. Hann fer fyrir glæpastarfsemi. Hann virðir ekki svarið „Nei“.“ 27. júní 2025 07:09 Diddy ætlar ekki að bera vitni Réttarhöld yfir rapparanum Sean Combs, einnig þekktur sem P Diddy, hafa nú staðið yfir í sjö vikur en er farið að sjá fyrir endann á þeim. Verjendur rapparans ætla ekki að kalla til nein vitni en rúmlega þrjátíu manns hafa nú þegar borið vitni í málinu. Combs sagðist sjálfur ekki ætla bera vitni. 25. júní 2025 08:40 Sagði Diddy hafa nauðgað sér Fyrrverandi aðstoðarkona Sean Combs, sem er gjarnan kallaður „Diddy“, segir hann hafa nauðgað sér og misþyrmt yfir átta ára tímabil þar sem hún vann fyrir hann. Hún segir meðal annars að hann hafi nauðgað henni á heimili hans árið 2010 og hann hafi þar að auki margsinnis brotið beitt hana ofbeldi. 30. maí 2025 11:01 Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Söngkonan Dawn Richard sagði í dómsal í dag að tónlistarmaðurinn Sean „Diddy“ Combs hefði hótað því að myrða hana. Það myndi hann gera ef hún segði einhverjum frá því að hún hefði séð hann ganga í skrokk á Casöndru Venture eða „Cassie“, fyrrverandi kærustu hans til langs tíma. 19. maí 2025 23:38 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Sjá meira
Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Kviðdómur í réttarhöldum yfir tónlistar- og athafnamanninum Sean Combs, betur þekktum sem P. Diddy, hefur komist að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða. 1. júlí 2025 21:46
Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ „Þið eruð orðin margs vísari um Sean Combs. Hann fer fyrir glæpastarfsemi. Hann virðir ekki svarið „Nei“.“ 27. júní 2025 07:09
Diddy ætlar ekki að bera vitni Réttarhöld yfir rapparanum Sean Combs, einnig þekktur sem P Diddy, hafa nú staðið yfir í sjö vikur en er farið að sjá fyrir endann á þeim. Verjendur rapparans ætla ekki að kalla til nein vitni en rúmlega þrjátíu manns hafa nú þegar borið vitni í málinu. Combs sagðist sjálfur ekki ætla bera vitni. 25. júní 2025 08:40
Sagði Diddy hafa nauðgað sér Fyrrverandi aðstoðarkona Sean Combs, sem er gjarnan kallaður „Diddy“, segir hann hafa nauðgað sér og misþyrmt yfir átta ára tímabil þar sem hún vann fyrir hann. Hún segir meðal annars að hann hafi nauðgað henni á heimili hans árið 2010 og hann hafi þar að auki margsinnis brotið beitt hana ofbeldi. 30. maí 2025 11:01
Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Söngkonan Dawn Richard sagði í dómsal í dag að tónlistarmaðurinn Sean „Diddy“ Combs hefði hótað því að myrða hana. Það myndi hann gera ef hún segði einhverjum frá því að hún hefði séð hann ganga í skrokk á Casöndru Venture eða „Cassie“, fyrrverandi kærustu hans til langs tíma. 19. maí 2025 23:38