Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 29. júlí 2025 22:54 Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðingur. Vísir/Arnar Halldórsson Prófessor í stjórnmálafræði segir yfirlýsingu forsætisráðherra Breta ekki nægilega og fulla af skilyrðingum. Íslensk yfirvöld hafi ekki staðið sig nægilega vel heldur fylgt forystu annarra ríkja. Ísrelar beri ábyrgð á að engin neyðaraðstoð berist Gasabúum. „Jú seint koma sumir. Það eru um 75 prósent af ríkjum Sameinuðu þjóðanna sem viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki. Það eru í rauninni þessi ríki í Austur-Evrópu sem stóðu að stofnun Ísraelsríkis á sínum tíma sem hafa ekki gert það,“ segir Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðingur, í Reykjavík síðdegis, er hann var spurður um viðbrögð við þeim fregnum að Bretar hyggist viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki. „Keir Starmer gerir þetta undir alveg gríðarlega miklum þrýstingi. Innanlands og utan frá en einkum frá hans eigin flokki. Það er eins og hann hafi verið að reyna fara bil beggja í þessu máli.“ Í yfirlýsingu bresku ríkisstjórnarinnar segir að þeir muni viðurkenna sjálfstæði Palestínu, en það verður ekki gert fyrr en í september á þingi Sameinuðu þjóðanna. Hins vegar, fallist Ísraelar á að hleypa hjálpargögnum inn á Gasa og innlima ekki svæði á Vesturbakkanum hætti Bretar við. „Hún gengur út á að setja þrýsting á Netanjahú að draga eitthvað úr þessum voðaverkum, ekki beinlínis að stöðva þetta heldur draga úr þessari mannúðarkrísu,“ segir hann. Eiríkur segir skuldbindinguna ekki vera almennilega og sé Keir Starmer, forsætisráðherra Breta, einungis að reyna ýta sér undan þrýstingi heima fyrir, þar sem hann verður stöðugt óvinsælli. Ísland fylgi í humátt á eftir öðrum Mikið hefur verið rætt um svokallað tveggja ríkja lausn undanfarna daga. Til að mynda sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra að lausnin væri sú eina til að koma á varanlegum frið en hún var á ráðstefnu þar sem lausnin var rædd. Tveggja ríkja lausnin gengur út á að ríkin tvö verði á sínum stað, Palestína væri Gasaströndin og Vesturbakkinn, þar sem höfuðborgin væri Austur-Jerúsalem og Ísrael héldi sig á sínu svæði. „Það hefur lengið verið álitið eina lausnin á þessu hræðilega málið en það er ljóst að Ísraelsstjórn ætlar sér að sölsa undir sig þessi svæði og er andsnúin tveggja ríkja lausninni og er það algjörlega.“ Á ráðstefnunni sem ráðherra sótti fundaði hún meðal annars með Antonio Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Í ræðu á ráðstefnunni fór hún yfir sögu Íslands og Palestínu en íslensk stjórnvöld viðurkenndu sjálfstæði landsins árið 2011. Hún kallaði eftir einhverjum gjörðum. Eiríkur kallar málflutning íslenskra stjórnvalda hálfvelgjulega. „Þau hafa ekki verið í neinum fararbroddi í þessu máli sem má setja ákveðin spurningarmerki við því Ísland er eitt fárra ríkja í Vestur-Evrópu sem hefur viðurkennt sjálfstæði Palestínu. Til að slík yfirlýsing hafi einhverja merkingu þarf að fylgja málflutningur til að styðja við þá stefnu. Íslensk stjórnvöld hafa komið í humátt eftir þeim sem hafa verið í stuðningi við Palestínu, þeir eru ekki fremstir í flokki en hafa fylgt eftir þeim sem hafa ruðið brautina,“ segir Eiríkur. Aðspurður hvað þurfi að gera til að stöðva átökin segir Eiríkur að alþjóðlegur þrýstingur hafi áhrif. „Alþjóðasakamáladómstóllinn hefur gefið út ákærur á hendur Benjamín Netanjahú og einhverra í ríkisstjórninni. Hugsanlega munum við sjá einhvers konar uppgjör við þá stríðsglæpi sem eru framdir í einhvers konar dómstól eða slíku,“ segir Eiríkur. „Í rauninni mun Ísrael ekki láta af hernaðinum sínum nema að Bandaríkjaforseti skipi þeim svo um. Þar er tóninn aðeins að breytast, en það breytist hægt. Þrýstingurinn er að byggjast upp og það er hinn alþjóðlegi þrýstingur sem á endanum er það eina sem að endar svona voðaverk.“ Hefnd Netanjahú beinist að saklausum borgurum Eiríkur lýsir stöðunni á Gasa sem hræðilegri. „Hræðileg, þetta er það hræðilegasta sem við höfum séð á þessari öld á okkar heimshluta. Þjóðarmorðið á Gasa er komin út yfir allan þjóðbálk. Það eru sextíu þúsund manns fallnir,“ segir hann. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, lofaði hefnd eftir að Hamas gerði árás á Ísrael þann 7. október 2023 og hóf þannig átökin. „Hefndin beinist ekki að hryðjuverkamönnunum nema að litlu leiti. Hefndin beinist bara gegn almennum borgum sem höfðu ekkert með þessa voðaverkamenn að gera. Það er saklaust fólk sem verður fyrir barðinu á ofbeldinu og það er nú eiginlega skilgreiningin á stríðsglæp, þegar þú beinir hernaði að almennum borgurum,“ segir Eiríkur. Gríðarleg hungursneyð er á Gasa þar sem lítið magn af neyðaraðstoð kemst inn í landið. Þrátt fyrir að Palestína eigi landamæri að Egyptalandi hleypi Ísraelar aðstoðinni ekki yfir þau. „Ástæðan fyrir að það berast ekki hjálpargögn er að því að Ísraelsher heldur þeim frá,“ segir Eiríkur. „Það er ekki hægt að koma þeim inn að hafi því Ísraelsmenn stöðva ekki þær sendingar. Núna virðast Frakkar og Spánverjar ætla sér að senda hjálpargögn í lofti en hingað til hafa Ísraelar áskilið sér þann rétt að skjóta niður öll loftför.“ Farið var yfir nýjustu fregnir af Gasa í kvöldfréttum Sýnar. Við vörum við myndefni í þessari frétt. „Þetta eru ekkert venjuleg átök, það er ekkert hægt að bera þetta saman við Úkraínustríðið eða önnur átök sem við höfum séð. Þetta er orðið miklu verra en Balkanstríðið var á sínum tíma. Menn þurfa að leita verulega aftar í söguna eða langt út til annarra heimshluta til að finna eitthvað annað sambærilegt,“ segir Eiríkur. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Reykjavík síðdegis Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
„Jú seint koma sumir. Það eru um 75 prósent af ríkjum Sameinuðu þjóðanna sem viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki. Það eru í rauninni þessi ríki í Austur-Evrópu sem stóðu að stofnun Ísraelsríkis á sínum tíma sem hafa ekki gert það,“ segir Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðingur, í Reykjavík síðdegis, er hann var spurður um viðbrögð við þeim fregnum að Bretar hyggist viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki. „Keir Starmer gerir þetta undir alveg gríðarlega miklum þrýstingi. Innanlands og utan frá en einkum frá hans eigin flokki. Það er eins og hann hafi verið að reyna fara bil beggja í þessu máli.“ Í yfirlýsingu bresku ríkisstjórnarinnar segir að þeir muni viðurkenna sjálfstæði Palestínu, en það verður ekki gert fyrr en í september á þingi Sameinuðu þjóðanna. Hins vegar, fallist Ísraelar á að hleypa hjálpargögnum inn á Gasa og innlima ekki svæði á Vesturbakkanum hætti Bretar við. „Hún gengur út á að setja þrýsting á Netanjahú að draga eitthvað úr þessum voðaverkum, ekki beinlínis að stöðva þetta heldur draga úr þessari mannúðarkrísu,“ segir hann. Eiríkur segir skuldbindinguna ekki vera almennilega og sé Keir Starmer, forsætisráðherra Breta, einungis að reyna ýta sér undan þrýstingi heima fyrir, þar sem hann verður stöðugt óvinsælli. Ísland fylgi í humátt á eftir öðrum Mikið hefur verið rætt um svokallað tveggja ríkja lausn undanfarna daga. Til að mynda sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra að lausnin væri sú eina til að koma á varanlegum frið en hún var á ráðstefnu þar sem lausnin var rædd. Tveggja ríkja lausnin gengur út á að ríkin tvö verði á sínum stað, Palestína væri Gasaströndin og Vesturbakkinn, þar sem höfuðborgin væri Austur-Jerúsalem og Ísrael héldi sig á sínu svæði. „Það hefur lengið verið álitið eina lausnin á þessu hræðilega málið en það er ljóst að Ísraelsstjórn ætlar sér að sölsa undir sig þessi svæði og er andsnúin tveggja ríkja lausninni og er það algjörlega.“ Á ráðstefnunni sem ráðherra sótti fundaði hún meðal annars með Antonio Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Í ræðu á ráðstefnunni fór hún yfir sögu Íslands og Palestínu en íslensk stjórnvöld viðurkenndu sjálfstæði landsins árið 2011. Hún kallaði eftir einhverjum gjörðum. Eiríkur kallar málflutning íslenskra stjórnvalda hálfvelgjulega. „Þau hafa ekki verið í neinum fararbroddi í þessu máli sem má setja ákveðin spurningarmerki við því Ísland er eitt fárra ríkja í Vestur-Evrópu sem hefur viðurkennt sjálfstæði Palestínu. Til að slík yfirlýsing hafi einhverja merkingu þarf að fylgja málflutningur til að styðja við þá stefnu. Íslensk stjórnvöld hafa komið í humátt eftir þeim sem hafa verið í stuðningi við Palestínu, þeir eru ekki fremstir í flokki en hafa fylgt eftir þeim sem hafa ruðið brautina,“ segir Eiríkur. Aðspurður hvað þurfi að gera til að stöðva átökin segir Eiríkur að alþjóðlegur þrýstingur hafi áhrif. „Alþjóðasakamáladómstóllinn hefur gefið út ákærur á hendur Benjamín Netanjahú og einhverra í ríkisstjórninni. Hugsanlega munum við sjá einhvers konar uppgjör við þá stríðsglæpi sem eru framdir í einhvers konar dómstól eða slíku,“ segir Eiríkur. „Í rauninni mun Ísrael ekki láta af hernaðinum sínum nema að Bandaríkjaforseti skipi þeim svo um. Þar er tóninn aðeins að breytast, en það breytist hægt. Þrýstingurinn er að byggjast upp og það er hinn alþjóðlegi þrýstingur sem á endanum er það eina sem að endar svona voðaverk.“ Hefnd Netanjahú beinist að saklausum borgurum Eiríkur lýsir stöðunni á Gasa sem hræðilegri. „Hræðileg, þetta er það hræðilegasta sem við höfum séð á þessari öld á okkar heimshluta. Þjóðarmorðið á Gasa er komin út yfir allan þjóðbálk. Það eru sextíu þúsund manns fallnir,“ segir hann. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, lofaði hefnd eftir að Hamas gerði árás á Ísrael þann 7. október 2023 og hóf þannig átökin. „Hefndin beinist ekki að hryðjuverkamönnunum nema að litlu leiti. Hefndin beinist bara gegn almennum borgum sem höfðu ekkert með þessa voðaverkamenn að gera. Það er saklaust fólk sem verður fyrir barðinu á ofbeldinu og það er nú eiginlega skilgreiningin á stríðsglæp, þegar þú beinir hernaði að almennum borgurum,“ segir Eiríkur. Gríðarleg hungursneyð er á Gasa þar sem lítið magn af neyðaraðstoð kemst inn í landið. Þrátt fyrir að Palestína eigi landamæri að Egyptalandi hleypi Ísraelar aðstoðinni ekki yfir þau. „Ástæðan fyrir að það berast ekki hjálpargögn er að því að Ísraelsher heldur þeim frá,“ segir Eiríkur. „Það er ekki hægt að koma þeim inn að hafi því Ísraelsmenn stöðva ekki þær sendingar. Núna virðast Frakkar og Spánverjar ætla sér að senda hjálpargögn í lofti en hingað til hafa Ísraelar áskilið sér þann rétt að skjóta niður öll loftför.“ Farið var yfir nýjustu fregnir af Gasa í kvöldfréttum Sýnar. Við vörum við myndefni í þessari frétt. „Þetta eru ekkert venjuleg átök, það er ekkert hægt að bera þetta saman við Úkraínustríðið eða önnur átök sem við höfum séð. Þetta er orðið miklu verra en Balkanstríðið var á sínum tíma. Menn þurfa að leita verulega aftar í söguna eða langt út til annarra heimshluta til að finna eitthvað annað sambærilegt,“ segir Eiríkur.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Reykjavík síðdegis Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira