Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. júlí 2025 11:02 Arnar Þór Ólafsson segir að sér virðist sem það eina sem skipti máli séu réttindi glæpamanna. Vísir/Ívar Fannar Framkvæmdastjóri flutningafyrirtækis segir algjörlega sturlað að vera orðinn sakborningur í rannsókn lögreglu vegna meintra hótana hans í garð eiganda bíls sem notaður var til að stela díselolíu af flutningabílum. Nokkur hundruð lítrum af díselolíu var stolið úr flutningabíl fyrirtækisins Fraktlausnir aðfaranótt laugardags. Arnar Þór Ólafsson, framkvæmdastjóri Fraktlausna, segir um að ræða fimmta skiptið sem stolið sé af þeim og heildartap nemi um þremur milljónum króna. „Við erum búin að setja upp myndavélar og verið með næturvörslu. Við höfum meira að segja verið sofandi niðri í vinnu og ætlað að ná þeim,“ sagði Arnar Þór í samtali við fréttastofu um helgina. Greint var frá því í maí að íbúar við Miklubraut hefðu áhyggjur af óhreyfðum bíl sem lagt var í götunni og var fullur af bensínbrúsum. Samkvæmt heimildum fréttastofu tengist bíllinn álíka þjófnaði og þeim sem fór fram á bílaplani Fraktlausna. Arnar segist telja borgina fulla af slíkum bílum. „Það eru lagerar út um allt höfuðborgarsvæðið. Upp í Seljahverfi eru fullt af bílum sem eru fullir af bensín og olíu og það eru bílar niður á Miklubraut sem er margbúið að kvarta yfir og tilkynna þetta til lögreglu og heilbrigðiseftirlits en lítið gerist.“ Arnar Þór fékk þó símtal frá lögreglu á mánudagsmorgun en erindið var óvænt. „Þetta mál er heldur betur að þróast í skrítna átt. Ég fekk símtal frá Lögreglunni í morgun vegna þess að ég hafði framið lögbrot og hótað eiganda bílsins.“ Arnar Þór segist hafa hringt í eiganda bílsins sem náðist á upptöku í eftirlitsmyndavélakerfi sem notaður var til að ferja bensínið með. „Ég hringdi í hann og bauð honum að skila þvi sem hann stal af okkur ella myndi ég hafa upp á honum og ég væri ekki viss um að ég yrði ábyrgur gjörða minna þegar ég næði í skottið á honum,“ segir Arnar Þór. Eigandi bílsins hafi í fyrsta símtali sagst myndu skila olíunni strax. Það hafi hann ekki gert. Í næsta símtali hafi hann sagst vera búinn að selja bílinn, þetta hefði ekki verið hann og að hann vissi ekkert um málið. „Hann fór niðrá lögreglu stöð og laug að lögreglunni og kærði mig fyrir hótanir. lögreglan var fljót að hringja í mig og lesa mér pistilinn. Lögreglan sagði að hjá sér væri maður í öngum sínum og vissi ekki hvað hann ætti að gera, hann hefði slysast til að lána einhverjum bílinn sinn í ölvunarástandi og vissi því ekkert um hvað væri að gerast.“ Arnar Þór segist hafa bent lögregluna á að bíllinn hefði ítrekað verið notaður við aðra glæpi. „Að hann hefði viðurkennt það fyrir mér að hann væri með olíuna frá okkur og myndi skila henni. Meiri segja bauðst hann til að greiða fyrir olíuna sem þeir tóku. En lögreglan tók ekki þessi rök frá mér og var í raun alveg sama hvað ég hefði um málið að segja. Ég hafði framið lögbrot og það fengi sko að fara sína leið,“ segir Arnar Þór. Ekki náðist í Arnar Þór við vinnslu fréttarinnar. Lögreglumál Reykjavík Bensín og olía Bílar Olíuþjófnaður Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Nokkur hundruð lítrum af díselolíu var stolið úr flutningabíl fyrirtækisins Fraktlausnir aðfaranótt laugardags. Arnar Þór Ólafsson, framkvæmdastjóri Fraktlausna, segir um að ræða fimmta skiptið sem stolið sé af þeim og heildartap nemi um þremur milljónum króna. „Við erum búin að setja upp myndavélar og verið með næturvörslu. Við höfum meira að segja verið sofandi niðri í vinnu og ætlað að ná þeim,“ sagði Arnar Þór í samtali við fréttastofu um helgina. Greint var frá því í maí að íbúar við Miklubraut hefðu áhyggjur af óhreyfðum bíl sem lagt var í götunni og var fullur af bensínbrúsum. Samkvæmt heimildum fréttastofu tengist bíllinn álíka þjófnaði og þeim sem fór fram á bílaplani Fraktlausna. Arnar segist telja borgina fulla af slíkum bílum. „Það eru lagerar út um allt höfuðborgarsvæðið. Upp í Seljahverfi eru fullt af bílum sem eru fullir af bensín og olíu og það eru bílar niður á Miklubraut sem er margbúið að kvarta yfir og tilkynna þetta til lögreglu og heilbrigðiseftirlits en lítið gerist.“ Arnar Þór fékk þó símtal frá lögreglu á mánudagsmorgun en erindið var óvænt. „Þetta mál er heldur betur að þróast í skrítna átt. Ég fekk símtal frá Lögreglunni í morgun vegna þess að ég hafði framið lögbrot og hótað eiganda bílsins.“ Arnar Þór segist hafa hringt í eiganda bílsins sem náðist á upptöku í eftirlitsmyndavélakerfi sem notaður var til að ferja bensínið með. „Ég hringdi í hann og bauð honum að skila þvi sem hann stal af okkur ella myndi ég hafa upp á honum og ég væri ekki viss um að ég yrði ábyrgur gjörða minna þegar ég næði í skottið á honum,“ segir Arnar Þór. Eigandi bílsins hafi í fyrsta símtali sagst myndu skila olíunni strax. Það hafi hann ekki gert. Í næsta símtali hafi hann sagst vera búinn að selja bílinn, þetta hefði ekki verið hann og að hann vissi ekkert um málið. „Hann fór niðrá lögreglu stöð og laug að lögreglunni og kærði mig fyrir hótanir. lögreglan var fljót að hringja í mig og lesa mér pistilinn. Lögreglan sagði að hjá sér væri maður í öngum sínum og vissi ekki hvað hann ætti að gera, hann hefði slysast til að lána einhverjum bílinn sinn í ölvunarástandi og vissi því ekkert um hvað væri að gerast.“ Arnar Þór segist hafa bent lögregluna á að bíllinn hefði ítrekað verið notaður við aðra glæpi. „Að hann hefði viðurkennt það fyrir mér að hann væri með olíuna frá okkur og myndi skila henni. Meiri segja bauðst hann til að greiða fyrir olíuna sem þeir tóku. En lögreglan tók ekki þessi rök frá mér og var í raun alveg sama hvað ég hefði um málið að segja. Ég hafði framið lögbrot og það fengi sko að fara sína leið,“ segir Arnar Þór. Ekki náðist í Arnar Þór við vinnslu fréttarinnar.
Lögreglumál Reykjavík Bensín og olía Bílar Olíuþjófnaður Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira