Bragason leikur Zeldu prinsessu Agnar Már Másson skrifar 18. júlí 2025 11:51 Bo Bragason mun leika Zeldu prinsessu í leikinni mynd sem byggð er á tölvuleikjunum The Legend of Zelda. Samsett Mynd Bo Bragason mun leika Zeldu prinsessu í kvikmynd sem byggð er af tölvuleikjaröð af sama nafni. Leikkonan er 21 árs og, eins og eftirnafn hennar gefur til kynna, Íslendingur. Japanski tölvuleikjahönnuðurinn Shigeru Miyamoto, heilinn á bak við mörg helstu vörumerki Nintendo þar á meðal The Legend of Zelda, tilkynnti um aðalleikara myndarinnar í færslu á X-reikningi Nintendo á miðvikudag. Benjamin Evan Ainsworth, 16 ára breskur leikari, mun leika á móti Bo sem aðallöguhetjan Link, vitaskuld Hlekkur í íslenskri þýðingu. Miyamoto kvaðst í færslunni vera afar spenntur að sjá þau á stóra skjánum. Bo Bragason, 21, og Benjamin Evan Ainsworth, 16. Kvikmyndin kemur í bíó 7. maí, 2027, segir enn fremur í færslunni. Er þetta í fyrsta sinn í 40 ára sögu tölvuleikjaseríunnar sem tilraun er gerð til að færa hana yfir á stóra skjáinn. Reyndar var teiknimyndasería gerð úr þáttunum á tíunda áratugnum en hún hlaut slæmar viðtökur. Bo Bragason er fædd og uppalin í Bretlandi en er hálfíslensk, móðir hennar er bresk en faðir hennar er Íslendingur að nafni Jóhannes Hörður Bragason sem starfar sem flugvirki hjá Icelandair í Lúxemborg samkvæmt Linkedin. Jóhannes er úr Reykjavík, sonur Braga Rafns Guðmundssonar bifreiðastjóra í Reykjavík og hinnar færeysku Lilian Agnete Mörk Guðlaugsson húsfreyju. Ráðning Bo og meðleikara hennar kemur aðdáendum á óvart enda eru þau bæði lítið þekkt nöfn í samanburði við þá sem voru efstir á blaði aðdáenda. Sú sem hafði verið hvað mest orðuð við hlutverk Zeldu var leikkonan Hunter Schafer, þekkt úr þáttunum Euphoria, enda þótti hún ískyggilega lík þeirri Zeldu sem spilarar fá að kynnast í tölvuleiknum The Legend of Zelda: Twilight Princess. Þá þótti Shafer einnig eftirsótt í hlutverkið þar sem hún er trans og hefði blað þar með getað verið brotið í kvikmyndasögunni. Viðbrögð aðdáenda eru misgóð, einhverjir hafa þó lýst létti yfir að minna þekktir leikarar hafi orðið fyrir valinu að því er Elle greinir frá. Bo lærði í Konunglegu leiklistarakademíunni, RADA. Hún hefur leikið í fjölda þáttaraða í heimalandinu sínu í Bretlandi og má þar nefna Renegade Nell á Disney+, en einnig þáttaraðirnar Three Girls og The Jetty sem sýndar voru í breska ríkissjónvarpinu, BBC. Lék hún þá einnig í hryllingsmyndunum Censor and The Radleys. En Zelda verður vafalaust stærsta hlutverkið hennar til þessa. Bo Bragason hefur ekki orðið við viðtalsbeiðni fréttastofu. Bíó og sjónvarp Íslendingar erlendis Hollywood Leikjavísir Bretland Japan Mest lesið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Rick Davies í Supertramp er látinn Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Fleiri fréttir Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Sjá meira
Japanski tölvuleikjahönnuðurinn Shigeru Miyamoto, heilinn á bak við mörg helstu vörumerki Nintendo þar á meðal The Legend of Zelda, tilkynnti um aðalleikara myndarinnar í færslu á X-reikningi Nintendo á miðvikudag. Benjamin Evan Ainsworth, 16 ára breskur leikari, mun leika á móti Bo sem aðallöguhetjan Link, vitaskuld Hlekkur í íslenskri þýðingu. Miyamoto kvaðst í færslunni vera afar spenntur að sjá þau á stóra skjánum. Bo Bragason, 21, og Benjamin Evan Ainsworth, 16. Kvikmyndin kemur í bíó 7. maí, 2027, segir enn fremur í færslunni. Er þetta í fyrsta sinn í 40 ára sögu tölvuleikjaseríunnar sem tilraun er gerð til að færa hana yfir á stóra skjáinn. Reyndar var teiknimyndasería gerð úr þáttunum á tíunda áratugnum en hún hlaut slæmar viðtökur. Bo Bragason er fædd og uppalin í Bretlandi en er hálfíslensk, móðir hennar er bresk en faðir hennar er Íslendingur að nafni Jóhannes Hörður Bragason sem starfar sem flugvirki hjá Icelandair í Lúxemborg samkvæmt Linkedin. Jóhannes er úr Reykjavík, sonur Braga Rafns Guðmundssonar bifreiðastjóra í Reykjavík og hinnar færeysku Lilian Agnete Mörk Guðlaugsson húsfreyju. Ráðning Bo og meðleikara hennar kemur aðdáendum á óvart enda eru þau bæði lítið þekkt nöfn í samanburði við þá sem voru efstir á blaði aðdáenda. Sú sem hafði verið hvað mest orðuð við hlutverk Zeldu var leikkonan Hunter Schafer, þekkt úr þáttunum Euphoria, enda þótti hún ískyggilega lík þeirri Zeldu sem spilarar fá að kynnast í tölvuleiknum The Legend of Zelda: Twilight Princess. Þá þótti Shafer einnig eftirsótt í hlutverkið þar sem hún er trans og hefði blað þar með getað verið brotið í kvikmyndasögunni. Viðbrögð aðdáenda eru misgóð, einhverjir hafa þó lýst létti yfir að minna þekktir leikarar hafi orðið fyrir valinu að því er Elle greinir frá. Bo lærði í Konunglegu leiklistarakademíunni, RADA. Hún hefur leikið í fjölda þáttaraða í heimalandinu sínu í Bretlandi og má þar nefna Renegade Nell á Disney+, en einnig þáttaraðirnar Three Girls og The Jetty sem sýndar voru í breska ríkissjónvarpinu, BBC. Lék hún þá einnig í hryllingsmyndunum Censor and The Radleys. En Zelda verður vafalaust stærsta hlutverkið hennar til þessa. Bo Bragason hefur ekki orðið við viðtalsbeiðni fréttastofu.
Bíó og sjónvarp Íslendingar erlendis Hollywood Leikjavísir Bretland Japan Mest lesið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Rick Davies í Supertramp er látinn Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Fleiri fréttir Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Sjá meira