Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 18. júlí 2025 11:02 Mugison og Dr. Erla Björnsdóttir ræddu svefn og símanotkun á Bylgjunni á dögunum. Vísir Doktor í sálfræði segir aukningu í svefnvanda meðal ungs fólks hér á landi. Til að mynda nái minna en helmingur framhaldsskólanema ráðlögðum svefni. Skjánotkun spili þar inn í og sé vandamál hjá ungum sem öldnum. Tónlistarmaðurinn Mugison lýsir í leið gjörbreytingu á líðan sinni eftir að hann skildi símann eftir utan svefnherbergisins. Mugison sagði frá því í Bakaríinu á laugardag að hann hefði fengið nóg af kvöld- og morgunskrolli uppi í rúmi og ákveðið að gera tilraun þar á. Leið eins og tíu ára í sveit „Í tíu daga hef ég verið með símann frammi. Þetta var farið að pirra mig svo mikið. Stundum var ég alveg í klukkutíma á morgnanna að skrolla eins og api á Instagram, og á kvöldin líka. Ætlaði kannski að fara að sofa klukkan tólf en svo var klukkan allt í einu orðin tvö.“ Hann hafi því brugðið á það ráð að skilja símann eftir utan svefnherbergisins meðan hann svaf. „Ég get svarið það, fyrstu tvær þrjár næturnar leið mér eins og ég væri tíu ára í sveit. Þetta var yndislegt, bara einn inni í herbergi að horfa út í loftið, heyrði í umhverfinu fyrir utan, fuglasöng og fólk að úti að labba. Þetta var geggjað.“ Dr. Erla Björnsdóttir sálfræðingur og stofnandi Betri svefns ræddi svefn í Bítinu. Hún segist sjálf finna mikinn mun á sér eftir því hvort hún nýtir síðustu klukkutímana fyrir svefn í símanum eða ekki. „Það er eiginlega orðið þannig að það síðasta sem við gerum áður en við förum að sofa og það fyrsta sem við gerum þegar við vöknum, jafnvel áður en við bjóðum makann okkar góðan dag,“ segir Erla. Síminn freisting við rumsk Hún varar við því að fólk kíki í símann þegar það rumskar á nóttunni. „Við flest öll erum að vakna og rumska á nóttunni og það er ekkert óeðlilegt. En ef síminn er á náttborðinu þá er svo mikil freisting um leið og þú rumskar: Æ ég ætla aðeins að kíkja, kíkja á smá fréttir. Og þá ertu allt í einu búinn að vekja heilann, kominn með ljósið og ert farinn að vaka í lengri tíma. Þannig að þetta er í raun að ýta undir og viðhalda ákveðnum svefnvanda,“ segir Erla. Hún segir fræðimenn í greininni sjá aukningu í svefnvanda, sérstaklega hjá ungu fólki. „Ég held að klárlega áreitið og streitan, þetta tvennt er því miður að aukast og ýtir undir svefnvanda,“ segir Erla. Síðustu tvær klukkustundirnar fyrir og eftir svefn skipti lykilmáli og mikilvægt sé að skipuleggja kvöldrútínuna þannig að sem bestur og lengstur svefn náist. „Unglingar eru mjög vansvefta. Við höfum séð íslenskar tölur um það, sérstaklega hjá börnum í áttunda til tíunda bekk og svo eykst þetta ennþá meira á framhaldsskólaaldri. Á framhaldsskólaaldri er minnihuti unglinga að ná ráðlögðum svefni. Og helmingur barna í tíunda bekk,“ segir Erla. Kallar eftir vitundarvakningu Svefnleysi unglinga sé ein ástæða þess að Reykjavíkurborg hafi ráðist í það verkefni að seinka skólabyrjun um klukkustund. „Það eru alls konar áskoranir hjá unglingum aðrar en bara koffíndrykkir, nikótín skjánotkun og álag. Þetta eru allt áskoranir en svo eru líka lífeðlisfræðilegar áskoranir, þar sem þau eru með seinni melatónínframleiðslu þannig að þau verða náttúrulegir nátthrafnar. Þannig að það er margt sem við þurfum að gera en þetta var dæmi um eitt inngrip,“ segir Erla. Hún segir mikla þörf á vitundarvakningu þegar kemur að mikilvægi svefns og vill að menntakerfið innleiði fræðslu um svefn strax í grunnskóla. Svefn Bítið Mest lesið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Fleiri fréttir Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sjá meira
Mugison sagði frá því í Bakaríinu á laugardag að hann hefði fengið nóg af kvöld- og morgunskrolli uppi í rúmi og ákveðið að gera tilraun þar á. Leið eins og tíu ára í sveit „Í tíu daga hef ég verið með símann frammi. Þetta var farið að pirra mig svo mikið. Stundum var ég alveg í klukkutíma á morgnanna að skrolla eins og api á Instagram, og á kvöldin líka. Ætlaði kannski að fara að sofa klukkan tólf en svo var klukkan allt í einu orðin tvö.“ Hann hafi því brugðið á það ráð að skilja símann eftir utan svefnherbergisins meðan hann svaf. „Ég get svarið það, fyrstu tvær þrjár næturnar leið mér eins og ég væri tíu ára í sveit. Þetta var yndislegt, bara einn inni í herbergi að horfa út í loftið, heyrði í umhverfinu fyrir utan, fuglasöng og fólk að úti að labba. Þetta var geggjað.“ Dr. Erla Björnsdóttir sálfræðingur og stofnandi Betri svefns ræddi svefn í Bítinu. Hún segist sjálf finna mikinn mun á sér eftir því hvort hún nýtir síðustu klukkutímana fyrir svefn í símanum eða ekki. „Það er eiginlega orðið þannig að það síðasta sem við gerum áður en við förum að sofa og það fyrsta sem við gerum þegar við vöknum, jafnvel áður en við bjóðum makann okkar góðan dag,“ segir Erla. Síminn freisting við rumsk Hún varar við því að fólk kíki í símann þegar það rumskar á nóttunni. „Við flest öll erum að vakna og rumska á nóttunni og það er ekkert óeðlilegt. En ef síminn er á náttborðinu þá er svo mikil freisting um leið og þú rumskar: Æ ég ætla aðeins að kíkja, kíkja á smá fréttir. Og þá ertu allt í einu búinn að vekja heilann, kominn með ljósið og ert farinn að vaka í lengri tíma. Þannig að þetta er í raun að ýta undir og viðhalda ákveðnum svefnvanda,“ segir Erla. Hún segir fræðimenn í greininni sjá aukningu í svefnvanda, sérstaklega hjá ungu fólki. „Ég held að klárlega áreitið og streitan, þetta tvennt er því miður að aukast og ýtir undir svefnvanda,“ segir Erla. Síðustu tvær klukkustundirnar fyrir og eftir svefn skipti lykilmáli og mikilvægt sé að skipuleggja kvöldrútínuna þannig að sem bestur og lengstur svefn náist. „Unglingar eru mjög vansvefta. Við höfum séð íslenskar tölur um það, sérstaklega hjá börnum í áttunda til tíunda bekk og svo eykst þetta ennþá meira á framhaldsskólaaldri. Á framhaldsskólaaldri er minnihuti unglinga að ná ráðlögðum svefni. Og helmingur barna í tíunda bekk,“ segir Erla. Kallar eftir vitundarvakningu Svefnleysi unglinga sé ein ástæða þess að Reykjavíkurborg hafi ráðist í það verkefni að seinka skólabyrjun um klukkustund. „Það eru alls konar áskoranir hjá unglingum aðrar en bara koffíndrykkir, nikótín skjánotkun og álag. Þetta eru allt áskoranir en svo eru líka lífeðlisfræðilegar áskoranir, þar sem þau eru með seinni melatónínframleiðslu þannig að þau verða náttúrulegir nátthrafnar. Þannig að það er margt sem við þurfum að gera en þetta var dæmi um eitt inngrip,“ segir Erla. Hún segir mikla þörf á vitundarvakningu þegar kemur að mikilvægi svefns og vill að menntakerfið innleiði fræðslu um svefn strax í grunnskóla.
Svefn Bítið Mest lesið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Fleiri fréttir Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sjá meira