Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar 17. júlí 2025 09:33 Í dag kemur Ursula von der Leyen, formaður framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins til landsins til þess að funda með forsætisráðherra og utanríkisráðherra um öryggismál og almannavarnir. Hún er boðin velkomin með eldgosi og getur því séð viðbúnað Íslands gegn þessari ógn í eigin persónu. Stjórnarráðið hefur hins vegar gefið út að heimsóknin þjóni einnig þeim tilgangi að „skerpa sýn helstu bandamanna okkar á viðvarandi öryggisáskoranir á norðurslóðum og í Norður-Atlantshafi”. Miðað við stefnu ríkisstjórnarinnar og Evrópusambandsin er þar ekki átt við eldgos, snjóflóð, sjávarháska og ógnina af loftslagsbreytingum heldur hernaðarlega ógn. Forsætisráðherra hefur nýlega lýst því yfir að eyða skuli 1,5% landsframleiðslu, jafngildi framlaga ríkisins til alls háskólastigsins, í varnartengd útgjöld. Utanríkisráðherra hóf kjörtímabilið á því að tala um fælingarmáttinn í veru herliðs hér á landi og von der Leyen talaði í vor fyrir 800 milljarða evra vígvæðingarpakka Evrópusambandsins sem miðar að því að efla hergagnaiðnað álfunar og byggja upp stórskotalið, drónasveima og loftvarnir. Komu von der Leyen hefur þegar verið mótmælt vegna glæpsamlegs aðgerðaleysis Evrópusambandsins gagnvart þjóðarmorðinu í Palestínu og þá sérstaklega Gaza. En það er líka full ástæða til að standa gegn pressu Evrópuríkja á að Ísland taki þátt í vígvæðingarbrjálæði þeirra. Á síðasta Nató fundi samþykktu öll Evrópuríkin, sum þó með seimingi, að eyða 5% þjóðarframleiðslu í vígbúnað, upphæð sem er margföldun á núverandi útgjöldum og mun leggja velferðarmál í rúst og stoppa allann framgang í umhverfismálum. Þaðan kemur krafan um að Ísland auki við vígbúnað, axli meiri ábyrgð á eigin hervörnum og gefist upp á því að halda norðurslóðum utan við skylmingar stórveldanna. Evrópusambandið mun ekki koma okkur til bjargar ef að Ísland lendir á milli tannanna á Bandaríkjunum, Rússlandi og Kína og það er ekkert í núverandi samningum sem skuldbindur Íslendinga til þess að eyða peningum í hernaðaruppbyggingu. Ísland ætti að einbeita sér að borgaralegum vörnum gegn nærtækustu ógninni sem að okkur steðjar, náttúruöflunum. Herveldi Evrópu og Norður-Ameríku geta borgað fyrir sína eigin heri. Ég beini því til forsætis- og utanríkisráðherra á fundinum í dag að þær standi fastar gegn kröfum um að Ísland sói meiri peningum í morðvopn og malbik fyrir þau. Höfundur er formaður Samtaka hernaðarandstæðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hernaður Evrópusambandið Átök í Ísrael og Palestínu Innrás Rússa í Úkraínu Guttormur Þorsteinsson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Í dag kemur Ursula von der Leyen, formaður framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins til landsins til þess að funda með forsætisráðherra og utanríkisráðherra um öryggismál og almannavarnir. Hún er boðin velkomin með eldgosi og getur því séð viðbúnað Íslands gegn þessari ógn í eigin persónu. Stjórnarráðið hefur hins vegar gefið út að heimsóknin þjóni einnig þeim tilgangi að „skerpa sýn helstu bandamanna okkar á viðvarandi öryggisáskoranir á norðurslóðum og í Norður-Atlantshafi”. Miðað við stefnu ríkisstjórnarinnar og Evrópusambandsin er þar ekki átt við eldgos, snjóflóð, sjávarháska og ógnina af loftslagsbreytingum heldur hernaðarlega ógn. Forsætisráðherra hefur nýlega lýst því yfir að eyða skuli 1,5% landsframleiðslu, jafngildi framlaga ríkisins til alls háskólastigsins, í varnartengd útgjöld. Utanríkisráðherra hóf kjörtímabilið á því að tala um fælingarmáttinn í veru herliðs hér á landi og von der Leyen talaði í vor fyrir 800 milljarða evra vígvæðingarpakka Evrópusambandsins sem miðar að því að efla hergagnaiðnað álfunar og byggja upp stórskotalið, drónasveima og loftvarnir. Komu von der Leyen hefur þegar verið mótmælt vegna glæpsamlegs aðgerðaleysis Evrópusambandsins gagnvart þjóðarmorðinu í Palestínu og þá sérstaklega Gaza. En það er líka full ástæða til að standa gegn pressu Evrópuríkja á að Ísland taki þátt í vígvæðingarbrjálæði þeirra. Á síðasta Nató fundi samþykktu öll Evrópuríkin, sum þó með seimingi, að eyða 5% þjóðarframleiðslu í vígbúnað, upphæð sem er margföldun á núverandi útgjöldum og mun leggja velferðarmál í rúst og stoppa allann framgang í umhverfismálum. Þaðan kemur krafan um að Ísland auki við vígbúnað, axli meiri ábyrgð á eigin hervörnum og gefist upp á því að halda norðurslóðum utan við skylmingar stórveldanna. Evrópusambandið mun ekki koma okkur til bjargar ef að Ísland lendir á milli tannanna á Bandaríkjunum, Rússlandi og Kína og það er ekkert í núverandi samningum sem skuldbindur Íslendinga til þess að eyða peningum í hernaðaruppbyggingu. Ísland ætti að einbeita sér að borgaralegum vörnum gegn nærtækustu ógninni sem að okkur steðjar, náttúruöflunum. Herveldi Evrópu og Norður-Ameríku geta borgað fyrir sína eigin heri. Ég beini því til forsætis- og utanríkisráðherra á fundinum í dag að þær standi fastar gegn kröfum um að Ísland sói meiri peningum í morðvopn og malbik fyrir þau. Höfundur er formaður Samtaka hernaðarandstæðinga.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun