„Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Haraldur Örn Haraldsson skrifar 14. júlí 2025 21:34 Óskar Hrafn, þjálfari KR, fannst sýnir menn spila vel í kvöld. Vísir/Pawel KR tapaði fyrir ÍA í kvöld 1-0, en Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari KR fannst liðið sitt spila töluvert betur en andstæðingurinn. „Ég veit ekki, ég átta mig ekki alveg á því. Mér fannst við líka vera töluvert sterkari aðilinn í seinni hálfleik. Eðlilega, þá komast þeir, einu sinni, tvisvar, þrisvar upp í hálfleiknum. Ef það er að vera sterkur í hálfleiknum, þá er það bara þannig. Mér fannst varnarleikurinn okkar að lang stærstum hluta frábær, við héldum þeim bara inn á eigin vallarhelmingi stóran hluta af leiknum. Auðvitað losnar þetta aðeins og þeir fá einhverja möguleika í síðari hálfleik. En heilt yfir fannst mér varnarleikurinn frábær, þetta er bara sama sagan og ég sagði hérna fyrir leik. Lið mæta á móti okkur, þjappa, þétta, bomba fram, og við þurfum bara að verða betri í því að leysa það. Það er bara verkefnið. Bestu lið í heimi eiga stundum í veseni með að leysa láblokkir, og hvað þá kannski lið eins og KR. Þetta er bara það sem okkar bíður, verkefnið er að verða enn þá betra. Við hefðum getað skorað nokkur mörk í þessum leik. Þetta var ekki dagurinn í það. Við þurfum bara að verða betri í þessu, við getum ekki látið þessi lið komast upp með það, leik eftir leik, eftir leik. Að pakka í vörn og bomba fram, og fá eitthvað út úr leiknum. Það er bara svoleiðis,“ sagði Óskar. Óskar talaði um, eins og frægt er, að brenna skipin. Ágúst Orri fréttamaður Vísis sem tók viðtalið við hann spurði hvort það þurfi að fara finna björgunarbátana. „Nei nei, við erum búnir að brenna skipin, ég meina hvað viltu að ég geri? Leggist sjálfur til baka og bomba honum fram? Það bara kemur ekki til greina, við munum sigra þessi lið á okkar hátt. Það er bara svo einfalt sem það er,“ sagði Óskar. KR hefur ekki unnið jafn marga leiki og þeir hefðu viljað, en hvað þarf að breytast svo þeir geti farið að vinna aftur? „Við þurfum að fara betur með stöðurnar sem við fáum á síðasta þriðjungi og nýta færin. Þá erum við góðir. Við þurfum að bæta aðeins ákvörðunartökuna á síðasta þriðjung. Við fáum helling af góðum stöðum þar sem síðasta sendingin klikkar, við erum aðeins að flýta okkur of mikið. Það er bara verkefnið, við erum ekkert að fara breyta einhverju eða gera eitthvað annað. Það er bara að verða betri í því sem við erum að gera. Við erum komnir á þann stað, að við erum með sterka sjálfsmynd. Sjálfsmynd sem við höldum í. Jafnvel þó það blási aðeins á móti, þá köstum við ekki bara sjálfsmyndinni og forum að gera eitthvað annað. Þú labbar ekki inn í líkamsræktarstöð og byrjar að sprauta í þig sterum til að verða sterkur. Það þarf að lyfta, það þarf að æfa, og eina leiðin er að halda áfram og æfa Meira það sem þú ert að gera. Það er það sem þú trúir á, og sjálfsmyndin þín er þannig,“ sagði Óskar. Þetta var fyrsti leikurinn á tímabilinu sem KR skorar ekki í deildinni. Óskar segir að það sé ekkert sérstakt áhyggjuefni. „Nei, ég held að þú sért að dramatísera þetta ansi mikið. Þetta er fimmtándi leikurinn. Þannig ef þú skorar fjórtán leiki í röð og skorar ekki í fimmtánda leiknum. Þá má sjálfsmyndin vera býsna Gisin og slöpp ef hún brotnar við fyrsta högg. Það er alls ekki þannig, við vitum hvað við þurfum að gera, vitum hvað við þurfum að gera betur. Það er bara heim í Frostaskjól og verða betri í því,“ sagði Óskar. Fótbolti Besta deild karla KR ÍA Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Körfubolti Fleiri fréttir Búast við metáhorfi Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Dagskrá: Þakkargjörðarleikir NFL, Big Ben og Blikar á móti Loga í Laugardal „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu „Aðeins örðuvísi stemning en hefur verið í síðustu leikjum“ Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Serbarnir unnu með tólf mörkum Valskonur á mikilli siglingu Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Sjá meira
„Ég veit ekki, ég átta mig ekki alveg á því. Mér fannst við líka vera töluvert sterkari aðilinn í seinni hálfleik. Eðlilega, þá komast þeir, einu sinni, tvisvar, þrisvar upp í hálfleiknum. Ef það er að vera sterkur í hálfleiknum, þá er það bara þannig. Mér fannst varnarleikurinn okkar að lang stærstum hluta frábær, við héldum þeim bara inn á eigin vallarhelmingi stóran hluta af leiknum. Auðvitað losnar þetta aðeins og þeir fá einhverja möguleika í síðari hálfleik. En heilt yfir fannst mér varnarleikurinn frábær, þetta er bara sama sagan og ég sagði hérna fyrir leik. Lið mæta á móti okkur, þjappa, þétta, bomba fram, og við þurfum bara að verða betri í því að leysa það. Það er bara verkefnið. Bestu lið í heimi eiga stundum í veseni með að leysa láblokkir, og hvað þá kannski lið eins og KR. Þetta er bara það sem okkar bíður, verkefnið er að verða enn þá betra. Við hefðum getað skorað nokkur mörk í þessum leik. Þetta var ekki dagurinn í það. Við þurfum bara að verða betri í þessu, við getum ekki látið þessi lið komast upp með það, leik eftir leik, eftir leik. Að pakka í vörn og bomba fram, og fá eitthvað út úr leiknum. Það er bara svoleiðis,“ sagði Óskar. Óskar talaði um, eins og frægt er, að brenna skipin. Ágúst Orri fréttamaður Vísis sem tók viðtalið við hann spurði hvort það þurfi að fara finna björgunarbátana. „Nei nei, við erum búnir að brenna skipin, ég meina hvað viltu að ég geri? Leggist sjálfur til baka og bomba honum fram? Það bara kemur ekki til greina, við munum sigra þessi lið á okkar hátt. Það er bara svo einfalt sem það er,“ sagði Óskar. KR hefur ekki unnið jafn marga leiki og þeir hefðu viljað, en hvað þarf að breytast svo þeir geti farið að vinna aftur? „Við þurfum að fara betur með stöðurnar sem við fáum á síðasta þriðjungi og nýta færin. Þá erum við góðir. Við þurfum að bæta aðeins ákvörðunartökuna á síðasta þriðjung. Við fáum helling af góðum stöðum þar sem síðasta sendingin klikkar, við erum aðeins að flýta okkur of mikið. Það er bara verkefnið, við erum ekkert að fara breyta einhverju eða gera eitthvað annað. Það er bara að verða betri í því sem við erum að gera. Við erum komnir á þann stað, að við erum með sterka sjálfsmynd. Sjálfsmynd sem við höldum í. Jafnvel þó það blási aðeins á móti, þá köstum við ekki bara sjálfsmyndinni og forum að gera eitthvað annað. Þú labbar ekki inn í líkamsræktarstöð og byrjar að sprauta í þig sterum til að verða sterkur. Það þarf að lyfta, það þarf að æfa, og eina leiðin er að halda áfram og æfa Meira það sem þú ert að gera. Það er það sem þú trúir á, og sjálfsmyndin þín er þannig,“ sagði Óskar. Þetta var fyrsti leikurinn á tímabilinu sem KR skorar ekki í deildinni. Óskar segir að það sé ekkert sérstakt áhyggjuefni. „Nei, ég held að þú sért að dramatísera þetta ansi mikið. Þetta er fimmtándi leikurinn. Þannig ef þú skorar fjórtán leiki í röð og skorar ekki í fimmtánda leiknum. Þá má sjálfsmyndin vera býsna Gisin og slöpp ef hún brotnar við fyrsta högg. Það er alls ekki þannig, við vitum hvað við þurfum að gera, vitum hvað við þurfum að gera betur. Það er bara heim í Frostaskjól og verða betri í því,“ sagði Óskar.
Fótbolti Besta deild karla KR ÍA Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Körfubolti Fleiri fréttir Búast við metáhorfi Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Dagskrá: Þakkargjörðarleikir NFL, Big Ben og Blikar á móti Loga í Laugardal „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu „Aðeins örðuvísi stemning en hefur verið í síðustu leikjum“ Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Serbarnir unnu með tólf mörkum Valskonur á mikilli siglingu Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Sjá meira