„Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Haraldur Örn Haraldsson skrifar 14. júlí 2025 21:34 Óskar Hrafn, þjálfari KR, fannst sýnir menn spila vel í kvöld. Vísir/Pawel KR tapaði fyrir ÍA í kvöld 1-0, en Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari KR fannst liðið sitt spila töluvert betur en andstæðingurinn. „Ég veit ekki, ég átta mig ekki alveg á því. Mér fannst við líka vera töluvert sterkari aðilinn í seinni hálfleik. Eðlilega, þá komast þeir, einu sinni, tvisvar, þrisvar upp í hálfleiknum. Ef það er að vera sterkur í hálfleiknum, þá er það bara þannig. Mér fannst varnarleikurinn okkar að lang stærstum hluta frábær, við héldum þeim bara inn á eigin vallarhelmingi stóran hluta af leiknum. Auðvitað losnar þetta aðeins og þeir fá einhverja möguleika í síðari hálfleik. En heilt yfir fannst mér varnarleikurinn frábær, þetta er bara sama sagan og ég sagði hérna fyrir leik. Lið mæta á móti okkur, þjappa, þétta, bomba fram, og við þurfum bara að verða betri í því að leysa það. Það er bara verkefnið. Bestu lið í heimi eiga stundum í veseni með að leysa láblokkir, og hvað þá kannski lið eins og KR. Þetta er bara það sem okkar bíður, verkefnið er að verða enn þá betra. Við hefðum getað skorað nokkur mörk í þessum leik. Þetta var ekki dagurinn í það. Við þurfum bara að verða betri í þessu, við getum ekki látið þessi lið komast upp með það, leik eftir leik, eftir leik. Að pakka í vörn og bomba fram, og fá eitthvað út úr leiknum. Það er bara svoleiðis,“ sagði Óskar. Óskar talaði um, eins og frægt er, að brenna skipin. Ágúst Orri fréttamaður Vísis sem tók viðtalið við hann spurði hvort það þurfi að fara finna björgunarbátana. „Nei nei, við erum búnir að brenna skipin, ég meina hvað viltu að ég geri? Leggist sjálfur til baka og bomba honum fram? Það bara kemur ekki til greina, við munum sigra þessi lið á okkar hátt. Það er bara svo einfalt sem það er,“ sagði Óskar. KR hefur ekki unnið jafn marga leiki og þeir hefðu viljað, en hvað þarf að breytast svo þeir geti farið að vinna aftur? „Við þurfum að fara betur með stöðurnar sem við fáum á síðasta þriðjungi og nýta færin. Þá erum við góðir. Við þurfum að bæta aðeins ákvörðunartökuna á síðasta þriðjung. Við fáum helling af góðum stöðum þar sem síðasta sendingin klikkar, við erum aðeins að flýta okkur of mikið. Það er bara verkefnið, við erum ekkert að fara breyta einhverju eða gera eitthvað annað. Það er bara að verða betri í því sem við erum að gera. Við erum komnir á þann stað, að við erum með sterka sjálfsmynd. Sjálfsmynd sem við höldum í. Jafnvel þó það blási aðeins á móti, þá köstum við ekki bara sjálfsmyndinni og forum að gera eitthvað annað. Þú labbar ekki inn í líkamsræktarstöð og byrjar að sprauta í þig sterum til að verða sterkur. Það þarf að lyfta, það þarf að æfa, og eina leiðin er að halda áfram og æfa Meira það sem þú ert að gera. Það er það sem þú trúir á, og sjálfsmyndin þín er þannig,“ sagði Óskar. Þetta var fyrsti leikurinn á tímabilinu sem KR skorar ekki í deildinni. Óskar segir að það sé ekkert sérstakt áhyggjuefni. „Nei, ég held að þú sért að dramatísera þetta ansi mikið. Þetta er fimmtándi leikurinn. Þannig ef þú skorar fjórtán leiki í röð og skorar ekki í fimmtánda leiknum. Þá má sjálfsmyndin vera býsna Gisin og slöpp ef hún brotnar við fyrsta högg. Það er alls ekki þannig, við vitum hvað við þurfum að gera, vitum hvað við þurfum að gera betur. Það er bara heim í Frostaskjól og verða betri í því,“ sagði Óskar. Fótbolti Besta deild karla KR ÍA Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Potter undir mikilli pressu „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Fyrst til að verða heimsmeistari í báðum greinum Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Skylda að klippa vel neglur í handbolta Messi að framlengja við Inter Miami Róbert hættir hjá HSÍ Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sjá meira
„Ég veit ekki, ég átta mig ekki alveg á því. Mér fannst við líka vera töluvert sterkari aðilinn í seinni hálfleik. Eðlilega, þá komast þeir, einu sinni, tvisvar, þrisvar upp í hálfleiknum. Ef það er að vera sterkur í hálfleiknum, þá er það bara þannig. Mér fannst varnarleikurinn okkar að lang stærstum hluta frábær, við héldum þeim bara inn á eigin vallarhelmingi stóran hluta af leiknum. Auðvitað losnar þetta aðeins og þeir fá einhverja möguleika í síðari hálfleik. En heilt yfir fannst mér varnarleikurinn frábær, þetta er bara sama sagan og ég sagði hérna fyrir leik. Lið mæta á móti okkur, þjappa, þétta, bomba fram, og við þurfum bara að verða betri í því að leysa það. Það er bara verkefnið. Bestu lið í heimi eiga stundum í veseni með að leysa láblokkir, og hvað þá kannski lið eins og KR. Þetta er bara það sem okkar bíður, verkefnið er að verða enn þá betra. Við hefðum getað skorað nokkur mörk í þessum leik. Þetta var ekki dagurinn í það. Við þurfum bara að verða betri í þessu, við getum ekki látið þessi lið komast upp með það, leik eftir leik, eftir leik. Að pakka í vörn og bomba fram, og fá eitthvað út úr leiknum. Það er bara svoleiðis,“ sagði Óskar. Óskar talaði um, eins og frægt er, að brenna skipin. Ágúst Orri fréttamaður Vísis sem tók viðtalið við hann spurði hvort það þurfi að fara finna björgunarbátana. „Nei nei, við erum búnir að brenna skipin, ég meina hvað viltu að ég geri? Leggist sjálfur til baka og bomba honum fram? Það bara kemur ekki til greina, við munum sigra þessi lið á okkar hátt. Það er bara svo einfalt sem það er,“ sagði Óskar. KR hefur ekki unnið jafn marga leiki og þeir hefðu viljað, en hvað þarf að breytast svo þeir geti farið að vinna aftur? „Við þurfum að fara betur með stöðurnar sem við fáum á síðasta þriðjungi og nýta færin. Þá erum við góðir. Við þurfum að bæta aðeins ákvörðunartökuna á síðasta þriðjung. Við fáum helling af góðum stöðum þar sem síðasta sendingin klikkar, við erum aðeins að flýta okkur of mikið. Það er bara verkefnið, við erum ekkert að fara breyta einhverju eða gera eitthvað annað. Það er bara að verða betri í því sem við erum að gera. Við erum komnir á þann stað, að við erum með sterka sjálfsmynd. Sjálfsmynd sem við höldum í. Jafnvel þó það blási aðeins á móti, þá köstum við ekki bara sjálfsmyndinni og forum að gera eitthvað annað. Þú labbar ekki inn í líkamsræktarstöð og byrjar að sprauta í þig sterum til að verða sterkur. Það þarf að lyfta, það þarf að æfa, og eina leiðin er að halda áfram og æfa Meira það sem þú ert að gera. Það er það sem þú trúir á, og sjálfsmyndin þín er þannig,“ sagði Óskar. Þetta var fyrsti leikurinn á tímabilinu sem KR skorar ekki í deildinni. Óskar segir að það sé ekkert sérstakt áhyggjuefni. „Nei, ég held að þú sért að dramatísera þetta ansi mikið. Þetta er fimmtándi leikurinn. Þannig ef þú skorar fjórtán leiki í röð og skorar ekki í fimmtánda leiknum. Þá má sjálfsmyndin vera býsna Gisin og slöpp ef hún brotnar við fyrsta högg. Það er alls ekki þannig, við vitum hvað við þurfum að gera, vitum hvað við þurfum að gera betur. Það er bara heim í Frostaskjól og verða betri í því,“ sagði Óskar.
Fótbolti Besta deild karla KR ÍA Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Potter undir mikilli pressu „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Fyrst til að verða heimsmeistari í báðum greinum Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Skylda að klippa vel neglur í handbolta Messi að framlengja við Inter Miami Róbert hættir hjá HSÍ Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn