Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar 15. júlí 2025 08:01 Eftir lengsta málþóf í sögu Alþingis tókst loksinsað ljúka þingstörfum á fyrsta þingi ríkisstjórnarinnar. Óvenjulega stuttu þingi sem hófst ekki fyrr en í byrjun febrúar og stóð því í rétt rúma fimm mánuði. Því er ekki að leyna að meirihlutinn hefði viljað koma mörgum af þeim þjóðþrifamálum sem stjórnarandstaðan stóð í vegi fyrir með fordæmalausu málþófi í gegn. En þau birtast einfaldlega fullbúin þegar þing kemur saman eftir átta vikur. Þrátt fyrir óbilgirni stjórnarandstöðunnar unnust margir stórir sigrar á vorþinginu. Ný lög um breytingar á útreikningi veiðigjalda fela í sér leiðréttingu sem þjóðin hefur kallað eftir í mörg ár og jafnvel áratugi. Samkvæmt þeim miðast auðlindarentan til þjóðarinnar nú við markaðsvirði afla en ekki verð sem útgerð og fiskvinnsla í eigu sama aðila ákveða sjálfir. Það er stór sigur. Þetta er í fyrsta skipti sem ríkisstjórn hefur sett hagsmuni þjóðarinnar framar sérhagsmunum varðandi nýtgingu auðlinda í eigu hennar. Það kom því ekki á óvart að ein sterkasta sérhagsmunablokk í landinu lagði allt undir til að koma í veg fyrir þessa leiðréttingu. Alþingi í gíslingu í mánuð Ríkisstjórn Flokks fólksins , Viðreisnar og Samfylkingar stóðst áhlaup og rándýra auglýsinga- og óhróðursherferð Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) og umboðsmanna þeirra samtaka á Alþingi. Stóðst linnulausar árásir þingmanna Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins og Framsóknar sem víluðu ekki fyrir sér að hagræða sannleikanum og reyna að ljúga því að þjóðinni að með lögunum ætlaði ríkisstjórnin að þurrka upp hagnað útgerðarinnar. Ekkert er fjarri lagi. Það er fáheyrt að haldnar séu yfir þrjú þúsund ræður og andsvör í einu máli á Alþingi. Að 160 klukkustundir, fjórar starfsvikur, séu teknar undir eitt mál. Stjórnarandstaðan hótaði því bæði í ræðum og á fundum þar sem reynt var að semja um þinglok að hún myndi ekki hleypa neinu máli ríkisstjórnarinnar í gegn ef ekki yrði fallið frá veiðigjalda frumvarpinu. Málum sem varða hag allra Íslendinga og þess vegna var nauðsynlegt að stoppa málæðið með heimild í þingskaparlögum. Ríkisstjórnin er rétt að byrja Engin önnur Ríkisstjórn hefur áður vogað sér að fara fram gegn sérhagsmunum stórútgerðanna. Fyrri ríkisstjórnir Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og nú síðast einnig Vinstri grænna hafa þvert á móti farið í einu og öllu eftir því sem stórútgerðin hefur krafist af þeim. Núverandi ríkisstjórn hefur hins vegar gert slagorð Flokks fólksins að sínu: Fólkið fyrst og svo allt hitt. Þau mál sem stóðu útaf nú á vorþingi bíða tilbúin til framlagningar á haustþingi sem hefst eftir aðeins átta vikur, ásamt fjölmörgum öðrum góðum málum sem hafa verið í undirbúningi í ráðuneytum. Ríkisstjórn er því rétt að byrja og hefur langt í frá gleymt strandveiðisjómönnum og þaðan af síður fötluðu fólki og eldri borgurum.Strax í þessari viku verður tryggt að bætt verði í aflaheimildir strandveiðisjómanna. Þá er gert ráð fyrir því í fjármálaáætlun sem samþykkt var á Alþingi á mánudag að greiðslur til fatlaðs fólks og ellilífeyrisþega hækki samkvæmt launavísitölu. Frumvarp þar að lútandi verður síðan lagt fram strax í haust. Þingmenn stjórnarflokkanna fagna þeim sigurum sem náðust á þessu fyrsta þingi. Við höfum og munum standa saman öll sem einn og hlökkum til að mæta til þings á ný. Næg eru verkefnin. Höfundur er 1. þingmaður Flokks fólksins í Suðurkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásthildur Lóa Þórsdóttir Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Eftir lengsta málþóf í sögu Alþingis tókst loksinsað ljúka þingstörfum á fyrsta þingi ríkisstjórnarinnar. Óvenjulega stuttu þingi sem hófst ekki fyrr en í byrjun febrúar og stóð því í rétt rúma fimm mánuði. Því er ekki að leyna að meirihlutinn hefði viljað koma mörgum af þeim þjóðþrifamálum sem stjórnarandstaðan stóð í vegi fyrir með fordæmalausu málþófi í gegn. En þau birtast einfaldlega fullbúin þegar þing kemur saman eftir átta vikur. Þrátt fyrir óbilgirni stjórnarandstöðunnar unnust margir stórir sigrar á vorþinginu. Ný lög um breytingar á útreikningi veiðigjalda fela í sér leiðréttingu sem þjóðin hefur kallað eftir í mörg ár og jafnvel áratugi. Samkvæmt þeim miðast auðlindarentan til þjóðarinnar nú við markaðsvirði afla en ekki verð sem útgerð og fiskvinnsla í eigu sama aðila ákveða sjálfir. Það er stór sigur. Þetta er í fyrsta skipti sem ríkisstjórn hefur sett hagsmuni þjóðarinnar framar sérhagsmunum varðandi nýtgingu auðlinda í eigu hennar. Það kom því ekki á óvart að ein sterkasta sérhagsmunablokk í landinu lagði allt undir til að koma í veg fyrir þessa leiðréttingu. Alþingi í gíslingu í mánuð Ríkisstjórn Flokks fólksins , Viðreisnar og Samfylkingar stóðst áhlaup og rándýra auglýsinga- og óhróðursherferð Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) og umboðsmanna þeirra samtaka á Alþingi. Stóðst linnulausar árásir þingmanna Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins og Framsóknar sem víluðu ekki fyrir sér að hagræða sannleikanum og reyna að ljúga því að þjóðinni að með lögunum ætlaði ríkisstjórnin að þurrka upp hagnað útgerðarinnar. Ekkert er fjarri lagi. Það er fáheyrt að haldnar séu yfir þrjú þúsund ræður og andsvör í einu máli á Alþingi. Að 160 klukkustundir, fjórar starfsvikur, séu teknar undir eitt mál. Stjórnarandstaðan hótaði því bæði í ræðum og á fundum þar sem reynt var að semja um þinglok að hún myndi ekki hleypa neinu máli ríkisstjórnarinnar í gegn ef ekki yrði fallið frá veiðigjalda frumvarpinu. Málum sem varða hag allra Íslendinga og þess vegna var nauðsynlegt að stoppa málæðið með heimild í þingskaparlögum. Ríkisstjórnin er rétt að byrja Engin önnur Ríkisstjórn hefur áður vogað sér að fara fram gegn sérhagsmunum stórútgerðanna. Fyrri ríkisstjórnir Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og nú síðast einnig Vinstri grænna hafa þvert á móti farið í einu og öllu eftir því sem stórútgerðin hefur krafist af þeim. Núverandi ríkisstjórn hefur hins vegar gert slagorð Flokks fólksins að sínu: Fólkið fyrst og svo allt hitt. Þau mál sem stóðu útaf nú á vorþingi bíða tilbúin til framlagningar á haustþingi sem hefst eftir aðeins átta vikur, ásamt fjölmörgum öðrum góðum málum sem hafa verið í undirbúningi í ráðuneytum. Ríkisstjórn er því rétt að byrja og hefur langt í frá gleymt strandveiðisjómönnum og þaðan af síður fötluðu fólki og eldri borgurum.Strax í þessari viku verður tryggt að bætt verði í aflaheimildir strandveiðisjómanna. Þá er gert ráð fyrir því í fjármálaáætlun sem samþykkt var á Alþingi á mánudag að greiðslur til fatlaðs fólks og ellilífeyrisþega hækki samkvæmt launavísitölu. Frumvarp þar að lútandi verður síðan lagt fram strax í haust. Þingmenn stjórnarflokkanna fagna þeim sigurum sem náðust á þessu fyrsta þingi. Við höfum og munum standa saman öll sem einn og hlökkum til að mæta til þings á ný. Næg eru verkefnin. Höfundur er 1. þingmaður Flokks fólksins í Suðurkjördæmi
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun