Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar 15. júlí 2025 08:01 Eftir lengsta málþóf í sögu Alþingis tókst loksinsað ljúka þingstörfum á fyrsta þingi ríkisstjórnarinnar. Óvenjulega stuttu þingi sem hófst ekki fyrr en í byrjun febrúar og stóð því í rétt rúma fimm mánuði. Því er ekki að leyna að meirihlutinn hefði viljað koma mörgum af þeim þjóðþrifamálum sem stjórnarandstaðan stóð í vegi fyrir með fordæmalausu málþófi í gegn. En þau birtast einfaldlega fullbúin þegar þing kemur saman eftir átta vikur. Þrátt fyrir óbilgirni stjórnarandstöðunnar unnust margir stórir sigrar á vorþinginu. Ný lög um breytingar á útreikningi veiðigjalda fela í sér leiðréttingu sem þjóðin hefur kallað eftir í mörg ár og jafnvel áratugi. Samkvæmt þeim miðast auðlindarentan til þjóðarinnar nú við markaðsvirði afla en ekki verð sem útgerð og fiskvinnsla í eigu sama aðila ákveða sjálfir. Það er stór sigur. Þetta er í fyrsta skipti sem ríkisstjórn hefur sett hagsmuni þjóðarinnar framar sérhagsmunum varðandi nýtgingu auðlinda í eigu hennar. Það kom því ekki á óvart að ein sterkasta sérhagsmunablokk í landinu lagði allt undir til að koma í veg fyrir þessa leiðréttingu. Alþingi í gíslingu í mánuð Ríkisstjórn Flokks fólksins , Viðreisnar og Samfylkingar stóðst áhlaup og rándýra auglýsinga- og óhróðursherferð Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) og umboðsmanna þeirra samtaka á Alþingi. Stóðst linnulausar árásir þingmanna Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins og Framsóknar sem víluðu ekki fyrir sér að hagræða sannleikanum og reyna að ljúga því að þjóðinni að með lögunum ætlaði ríkisstjórnin að þurrka upp hagnað útgerðarinnar. Ekkert er fjarri lagi. Það er fáheyrt að haldnar séu yfir þrjú þúsund ræður og andsvör í einu máli á Alþingi. Að 160 klukkustundir, fjórar starfsvikur, séu teknar undir eitt mál. Stjórnarandstaðan hótaði því bæði í ræðum og á fundum þar sem reynt var að semja um þinglok að hún myndi ekki hleypa neinu máli ríkisstjórnarinnar í gegn ef ekki yrði fallið frá veiðigjalda frumvarpinu. Málum sem varða hag allra Íslendinga og þess vegna var nauðsynlegt að stoppa málæðið með heimild í þingskaparlögum. Ríkisstjórnin er rétt að byrja Engin önnur Ríkisstjórn hefur áður vogað sér að fara fram gegn sérhagsmunum stórútgerðanna. Fyrri ríkisstjórnir Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og nú síðast einnig Vinstri grænna hafa þvert á móti farið í einu og öllu eftir því sem stórútgerðin hefur krafist af þeim. Núverandi ríkisstjórn hefur hins vegar gert slagorð Flokks fólksins að sínu: Fólkið fyrst og svo allt hitt. Þau mál sem stóðu útaf nú á vorþingi bíða tilbúin til framlagningar á haustþingi sem hefst eftir aðeins átta vikur, ásamt fjölmörgum öðrum góðum málum sem hafa verið í undirbúningi í ráðuneytum. Ríkisstjórn er því rétt að byrja og hefur langt í frá gleymt strandveiðisjómönnum og þaðan af síður fötluðu fólki og eldri borgurum.Strax í þessari viku verður tryggt að bætt verði í aflaheimildir strandveiðisjómanna. Þá er gert ráð fyrir því í fjármálaáætlun sem samþykkt var á Alþingi á mánudag að greiðslur til fatlaðs fólks og ellilífeyrisþega hækki samkvæmt launavísitölu. Frumvarp þar að lútandi verður síðan lagt fram strax í haust. Þingmenn stjórnarflokkanna fagna þeim sigurum sem náðust á þessu fyrsta þingi. Við höfum og munum standa saman öll sem einn og hlökkum til að mæta til þings á ný. Næg eru verkefnin. Höfundur er 1. þingmaður Flokks fólksins í Suðurkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásthildur Lóa Þórsdóttir Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Eftir lengsta málþóf í sögu Alþingis tókst loksinsað ljúka þingstörfum á fyrsta þingi ríkisstjórnarinnar. Óvenjulega stuttu þingi sem hófst ekki fyrr en í byrjun febrúar og stóð því í rétt rúma fimm mánuði. Því er ekki að leyna að meirihlutinn hefði viljað koma mörgum af þeim þjóðþrifamálum sem stjórnarandstaðan stóð í vegi fyrir með fordæmalausu málþófi í gegn. En þau birtast einfaldlega fullbúin þegar þing kemur saman eftir átta vikur. Þrátt fyrir óbilgirni stjórnarandstöðunnar unnust margir stórir sigrar á vorþinginu. Ný lög um breytingar á útreikningi veiðigjalda fela í sér leiðréttingu sem þjóðin hefur kallað eftir í mörg ár og jafnvel áratugi. Samkvæmt þeim miðast auðlindarentan til þjóðarinnar nú við markaðsvirði afla en ekki verð sem útgerð og fiskvinnsla í eigu sama aðila ákveða sjálfir. Það er stór sigur. Þetta er í fyrsta skipti sem ríkisstjórn hefur sett hagsmuni þjóðarinnar framar sérhagsmunum varðandi nýtgingu auðlinda í eigu hennar. Það kom því ekki á óvart að ein sterkasta sérhagsmunablokk í landinu lagði allt undir til að koma í veg fyrir þessa leiðréttingu. Alþingi í gíslingu í mánuð Ríkisstjórn Flokks fólksins , Viðreisnar og Samfylkingar stóðst áhlaup og rándýra auglýsinga- og óhróðursherferð Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) og umboðsmanna þeirra samtaka á Alþingi. Stóðst linnulausar árásir þingmanna Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins og Framsóknar sem víluðu ekki fyrir sér að hagræða sannleikanum og reyna að ljúga því að þjóðinni að með lögunum ætlaði ríkisstjórnin að þurrka upp hagnað útgerðarinnar. Ekkert er fjarri lagi. Það er fáheyrt að haldnar séu yfir þrjú þúsund ræður og andsvör í einu máli á Alþingi. Að 160 klukkustundir, fjórar starfsvikur, séu teknar undir eitt mál. Stjórnarandstaðan hótaði því bæði í ræðum og á fundum þar sem reynt var að semja um þinglok að hún myndi ekki hleypa neinu máli ríkisstjórnarinnar í gegn ef ekki yrði fallið frá veiðigjalda frumvarpinu. Málum sem varða hag allra Íslendinga og þess vegna var nauðsynlegt að stoppa málæðið með heimild í þingskaparlögum. Ríkisstjórnin er rétt að byrja Engin önnur Ríkisstjórn hefur áður vogað sér að fara fram gegn sérhagsmunum stórútgerðanna. Fyrri ríkisstjórnir Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og nú síðast einnig Vinstri grænna hafa þvert á móti farið í einu og öllu eftir því sem stórútgerðin hefur krafist af þeim. Núverandi ríkisstjórn hefur hins vegar gert slagorð Flokks fólksins að sínu: Fólkið fyrst og svo allt hitt. Þau mál sem stóðu útaf nú á vorþingi bíða tilbúin til framlagningar á haustþingi sem hefst eftir aðeins átta vikur, ásamt fjölmörgum öðrum góðum málum sem hafa verið í undirbúningi í ráðuneytum. Ríkisstjórn er því rétt að byrja og hefur langt í frá gleymt strandveiðisjómönnum og þaðan af síður fötluðu fólki og eldri borgurum.Strax í þessari viku verður tryggt að bætt verði í aflaheimildir strandveiðisjómanna. Þá er gert ráð fyrir því í fjármálaáætlun sem samþykkt var á Alþingi á mánudag að greiðslur til fatlaðs fólks og ellilífeyrisþega hækki samkvæmt launavísitölu. Frumvarp þar að lútandi verður síðan lagt fram strax í haust. Þingmenn stjórnarflokkanna fagna þeim sigurum sem náðust á þessu fyrsta þingi. Við höfum og munum standa saman öll sem einn og hlökkum til að mæta til þings á ný. Næg eru verkefnin. Höfundur er 1. þingmaður Flokks fólksins í Suðurkjördæmi
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun