Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 14. júlí 2025 11:01 Það er með ólíkindum að á tuttugustu og fyrstu öldinni, þegar Ísland ber sig saman við vill að minnsta kosti í orði kveðnu líkjast nágrannaþjóðum sínum á hinum Norðurlöndunum, skuli stjórnvöld skuli ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins, leggja í vegferð grundvallaða á jafn slælegum og ábyrgðarlausum vinnubrögðum og raun ber vitni í frumvarpi sínu um hækkun veiðigjalda. Vinnubrögð sem þekkjast hvergi á hinum Norðurlöndunum. Hér er ekki aðeins um að ræða gáleysi, heldur hreinlega ásetning og meðvitað fúsk sem stenst engin lágmarksviðmið um vandaða stjórnsýslu og lýðræðislega stjórnarhætti. Breytir engu þar um þó meirihluti Alþingis greiði atkvæði með frumvarpinu og bendi á skoðanakannanir sem lýsa yfir stuðningi við frumvarpið, máli sínu til stuðnings. Fúskið minnkar ekkert við það. Meirihlutinn getur þó fagnað því að vera handhafi Norðurlandamets í stjórnsýslulegu klúðri og fúski. Það er staðreynd að samkvæmt að minnsta kosti tveimur hæstaréttardómum að veiðigjald er skattur samkvæmt stjórnarskrá. Slíkar álögur eiga því að byggja á málefnalegum grunni, með skýrri og gegnsærri lagastoð og taka mið af áhrifum á sjávarútveginn og aðrar tengdar atvinnugreinar , samfélög og ríkissjóð. Það er ekki aðeins skynsamlegt, heldur einnig lágmarkskrafa í lýðræðisríki að slíkum skattbreytingum fylgi víðtækt og óháð áhrifamat. Á hinum Norðurlöndunum og öðrum sæmilega siðuðum samfélögum, er þetta sjálfsögð krafa – þar eru lagafrumvörp er varða skatta, hvort sem það er til hækkunnar eða lækkunnar þeirra, ekki lögð fram nema að undangengnu ítarlegu mati á áhrifum á atvinnulíf, byggðir, opinbera fjárhag og samfélagið í heild.Á Íslandi virðist hins vegar duga að taka eitt einstakt rekstrarár í sjávarútvegi, glápa á EBITA-tölur þess árs og fullyrða að svigrúm sé fyrir verulega hækkun skatta. Engin tilraun er gerð til að skoða sveiflur í afkomu greinarinnar, ólíka stöðu einstakra fyrirtækja eða hugsanleg langtímaáhrif á byggðarlög sem eru háð sjávarútvegi. Sveitarfélög, sem búa við brotthvarf atvinnustarfsemi, eru afgreidd með því einu að þau greiði ekki veiðigjald – eins og það hafi engin áhrif á þau þó atvinnulífið í heimabyggð sé lagt í rúst eða það verði fyrir alvarlegum áföllum.Þetta er ekki bara léleg stjórnsýsla. Þetta er ábyrgðarleysi og aðför gagnvart landsbyggðinni, atvinnulífinu og framtíð þjóðarbúsins. Það er ekki hægt að kalla þetta annað en fúsk. Í stað þess að horfa til þess sem best gerist á Norðurlöndum, virðast íslensk stjórnvöld einsetja sér það með galopin augu og viðvörunarljós blikkandi við hvert fótmál, að setja heila atvinnugrein og hliðargreinar hennar í algert uppnám með ófyrirséðum afleiðingum. Það á ekki að þurfa að krefja stjórnvöld um ábyrgð og vandaða stjórnsýsluhætti og vinnubrögð. Alþingi á auðvitað ekki að samþykkja skattahækkunarfrumvörp sem byggja á svona veikum grunni. Það er skylda stjórnvalda að leggja fram áhrifamat, ræða málin af ábyrgð og taka ákvarðanir á grundvelli staðreynda – ekki tilfinninga, pólitísks þrýstings eða popúlískra skammtímasjónarmiða.Innilegar hamingjuóskir með Norðurlandametið kæri stjórnarmeirihluti Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins. Þið lögðuð allt undir nema eðlilega stjórnsýsluhætti og eðlilega málsmeðferð í vegferð ykkar að þessu undraverða meti. Mér er þó til efs að metið standi lengi. Enda eruð þið rétt að byrja og eigið nóg inni. Vonandi smakkast kampavínið á Parliament vel. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Það er með ólíkindum að á tuttugustu og fyrstu öldinni, þegar Ísland ber sig saman við vill að minnsta kosti í orði kveðnu líkjast nágrannaþjóðum sínum á hinum Norðurlöndunum, skuli stjórnvöld skuli ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins, leggja í vegferð grundvallaða á jafn slælegum og ábyrgðarlausum vinnubrögðum og raun ber vitni í frumvarpi sínu um hækkun veiðigjalda. Vinnubrögð sem þekkjast hvergi á hinum Norðurlöndunum. Hér er ekki aðeins um að ræða gáleysi, heldur hreinlega ásetning og meðvitað fúsk sem stenst engin lágmarksviðmið um vandaða stjórnsýslu og lýðræðislega stjórnarhætti. Breytir engu þar um þó meirihluti Alþingis greiði atkvæði með frumvarpinu og bendi á skoðanakannanir sem lýsa yfir stuðningi við frumvarpið, máli sínu til stuðnings. Fúskið minnkar ekkert við það. Meirihlutinn getur þó fagnað því að vera handhafi Norðurlandamets í stjórnsýslulegu klúðri og fúski. Það er staðreynd að samkvæmt að minnsta kosti tveimur hæstaréttardómum að veiðigjald er skattur samkvæmt stjórnarskrá. Slíkar álögur eiga því að byggja á málefnalegum grunni, með skýrri og gegnsærri lagastoð og taka mið af áhrifum á sjávarútveginn og aðrar tengdar atvinnugreinar , samfélög og ríkissjóð. Það er ekki aðeins skynsamlegt, heldur einnig lágmarkskrafa í lýðræðisríki að slíkum skattbreytingum fylgi víðtækt og óháð áhrifamat. Á hinum Norðurlöndunum og öðrum sæmilega siðuðum samfélögum, er þetta sjálfsögð krafa – þar eru lagafrumvörp er varða skatta, hvort sem það er til hækkunnar eða lækkunnar þeirra, ekki lögð fram nema að undangengnu ítarlegu mati á áhrifum á atvinnulíf, byggðir, opinbera fjárhag og samfélagið í heild.Á Íslandi virðist hins vegar duga að taka eitt einstakt rekstrarár í sjávarútvegi, glápa á EBITA-tölur þess árs og fullyrða að svigrúm sé fyrir verulega hækkun skatta. Engin tilraun er gerð til að skoða sveiflur í afkomu greinarinnar, ólíka stöðu einstakra fyrirtækja eða hugsanleg langtímaáhrif á byggðarlög sem eru háð sjávarútvegi. Sveitarfélög, sem búa við brotthvarf atvinnustarfsemi, eru afgreidd með því einu að þau greiði ekki veiðigjald – eins og það hafi engin áhrif á þau þó atvinnulífið í heimabyggð sé lagt í rúst eða það verði fyrir alvarlegum áföllum.Þetta er ekki bara léleg stjórnsýsla. Þetta er ábyrgðarleysi og aðför gagnvart landsbyggðinni, atvinnulífinu og framtíð þjóðarbúsins. Það er ekki hægt að kalla þetta annað en fúsk. Í stað þess að horfa til þess sem best gerist á Norðurlöndum, virðast íslensk stjórnvöld einsetja sér það með galopin augu og viðvörunarljós blikkandi við hvert fótmál, að setja heila atvinnugrein og hliðargreinar hennar í algert uppnám með ófyrirséðum afleiðingum. Það á ekki að þurfa að krefja stjórnvöld um ábyrgð og vandaða stjórnsýsluhætti og vinnubrögð. Alþingi á auðvitað ekki að samþykkja skattahækkunarfrumvörp sem byggja á svona veikum grunni. Það er skylda stjórnvalda að leggja fram áhrifamat, ræða málin af ábyrgð og taka ákvarðanir á grundvelli staðreynda – ekki tilfinninga, pólitísks þrýstings eða popúlískra skammtímasjónarmiða.Innilegar hamingjuóskir með Norðurlandametið kæri stjórnarmeirihluti Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins. Þið lögðuð allt undir nema eðlilega stjórnsýsluhætti og eðlilega málsmeðferð í vegferð ykkar að þessu undraverða meti. Mér er þó til efs að metið standi lengi. Enda eruð þið rétt að byrja og eigið nóg inni. Vonandi smakkast kampavínið á Parliament vel. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun