Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 13. júlí 2025 15:06 Ingi Garðar er himinlifandi með tilnefninguna og var enn að í Elliðaánni þegar fréttastofa náði af honum tali. Reykvíkingur ársins var útnefndur í morgun í Elliðarárdal líkt og venjan hefur verið undanfarin ár. Að þessu sinni er það Ingi Garðar Erlendsson stjórnandi Skólahljómsveitar Vestur- og Miðbæjar. Hann renndi fyrir laxi í Elliðará í morgun og var eðli málsins samkvæmt í sólskinsskapi þegar fréttastofa náði af honum tali. Ingi Garðar hefur stýrt Skólahljómsveit Vesturbæjar og Miðbæjar frá árinu 2019, er bsúnuleikari, tónlistarkennari og tónskáld. Hann var útnefndur Reykvíkingur ársins í morgun en Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri tilkynnti valið á bökkum Elliðarár í morgun. Þetta er í fimmtánda sinn sem Reykvíkingur ársins er valinn en óskað var eftir tilnefningum í byrjun maí. Ingi Garðar segir það óraunverulegt að hafa hlotið þennan heiður. „Og maður er bara auðmjúkur gangvart því að fá svona tilnefningu og þá veit maður líka að maður er að gera eitthvað rétt. Það er einhverjir sem finnst maður vera að gera eitthvað rétt og styður mann áfram í að gera góða hluti.“ Í tilnefningu Inga kemur fram að hann sé sannkölluð fyrirmynd fyrir krakkana og þau sem að starfi hljómsveitarinnar komi, nemendur hans hafi fengið margskonar tækifæri til að koma fram og spila. Ingi segir starfið vera sína ástríðu. „Og líka með samstarfsfólki, ég er ekki einn um þetta. Svo líka allur þessi pakkur sem eru allar skólahljómsveitirnar, ég tek þetta fyrir hönd alla stjórnenda, það eru allir að vanda sig og allir með mikla ástríðu fyrir þessu starfi og þessari músík. Þannig núna höldum við bara áfram.“ En er kominn fiskur á land? „Það eru komnar tvær tökur. Ég var klaufi í fyrra skiptið og svo bara missti ég hann í seinna skiptið. Ég hef aldrei veitt lax, þannig þetta er að hafast. Við erum að fara á einn stað, ég er með algjöran snilling með mér, þannig það er einhver leynistaður núna, þannig við erum að fara að sækja fisk sko.“ Reykjavík Borgarstjórn Stangveiði Tónlistarnám Skóla- og menntamál Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Þingmaður selur húsið Lífið Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Fleiri fréttir Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Sjá meira
Ingi Garðar hefur stýrt Skólahljómsveit Vesturbæjar og Miðbæjar frá árinu 2019, er bsúnuleikari, tónlistarkennari og tónskáld. Hann var útnefndur Reykvíkingur ársins í morgun en Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri tilkynnti valið á bökkum Elliðarár í morgun. Þetta er í fimmtánda sinn sem Reykvíkingur ársins er valinn en óskað var eftir tilnefningum í byrjun maí. Ingi Garðar segir það óraunverulegt að hafa hlotið þennan heiður. „Og maður er bara auðmjúkur gangvart því að fá svona tilnefningu og þá veit maður líka að maður er að gera eitthvað rétt. Það er einhverjir sem finnst maður vera að gera eitthvað rétt og styður mann áfram í að gera góða hluti.“ Í tilnefningu Inga kemur fram að hann sé sannkölluð fyrirmynd fyrir krakkana og þau sem að starfi hljómsveitarinnar komi, nemendur hans hafi fengið margskonar tækifæri til að koma fram og spila. Ingi segir starfið vera sína ástríðu. „Og líka með samstarfsfólki, ég er ekki einn um þetta. Svo líka allur þessi pakkur sem eru allar skólahljómsveitirnar, ég tek þetta fyrir hönd alla stjórnenda, það eru allir að vanda sig og allir með mikla ástríðu fyrir þessu starfi og þessari músík. Þannig núna höldum við bara áfram.“ En er kominn fiskur á land? „Það eru komnar tvær tökur. Ég var klaufi í fyrra skiptið og svo bara missti ég hann í seinna skiptið. Ég hef aldrei veitt lax, þannig þetta er að hafast. Við erum að fara á einn stað, ég er með algjöran snilling með mér, þannig það er einhver leynistaður núna, þannig við erum að fara að sækja fisk sko.“
Reykjavík Borgarstjórn Stangveiði Tónlistarnám Skóla- og menntamál Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Þingmaður selur húsið Lífið Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Fleiri fréttir Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Sjá meira