Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir, Dóra Björt Guðjónsdóttir, Sanna Magdalena Mörtudóttir, Helga Þórðardóttir og Líf Magneudóttir skrifa 11. júlí 2025 13:01 Fyrir 140 dögum tók nýr meirihluti við stjórn Reykjavíkurborgar þegar fimm flokkar ákváðu að hefja nýtt samstarf. Markmið þeirra eru skýr: Að byggja borg fyrir fólk, styrkja grunnstoðir velferðar og efla samfélagið á grænum, sjálfbærum grunni. Á þessum tiltölulega stutta tíma hefur þessi nýi meirihluti komið fjölda verkefna á góðan skrið og í framkvæmd. Metnaðarfull uppbygging leikskóla Við höfum hafið metnaðarfulla uppbyggingu í leikskólamálum. Á næstu árum munum við bæta við 2.000 leikskólaplássum í öllum hverfum borgarinnar. Næsta haust verður fjöldi leikskólabarna í Reykjavík næstmesti frá hruni. Uppbygging í leikskólamálum snýst ekki eingöngu um byggingar heldur jafnframt um foreldra, starfsfólk og börnin sem njóta leik- og námsumhverfis sem leggur grunn að jafnrétti og framtíðarvelferð. Borgin sem heimili Í húsnæðismálum höfum við hrint af stað metnaðarfullri áætlun um 16.000 nýjar íbúðir til ársins 2034. Mjög fljótlega eftir að við tókum við, uppfærðum við húsnæðisáætlun Reykjavíkurborgar og jukum félagslegar og óhagnaðardrifnar áherslur um uppbyggingu nýs húsnæðis. Við viljum borg sem tryggir heimili fyrir ungt fólk, eldri borgara og þau sem þurfa stuðning. Borg sem stendur gegn þrýstingi markaðarins og kýs félagslegt réttlæti fram yfir skammtímahagnað. Borg sem býr til pláss fyrir öll. Með nýju húsnæðisáætluninni er jafnframt hafin undirbúningsvinna við að brjóta nýtt land í Reykjavík til að skapa ný hverfi. Velferð sem leiðarljós Velferð hefur verið okkur leiðarljós. Í Reykjavík er hlutfall félagslegra íbúða langt umfram það sem gerist annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Við viljum tryggja mannréttindi allra hópa í samfélaginu og jafnt aðgengi þeirra að borginni og þjónustu hennar. Við vitum þó að hér er verk að vinna. Að efla velferð og innviði borgarinnar er rauður þráður í okkar nálgun og vinnu. Ný hugsun í samgöngumálum Samgöngumálin bera merki nýs hugsunarháttar. Um græna og iðandi borg þar sem nærsamfélagið nýtur sín. Borgarlínan með forgangi strætó, undirbúningur Sæbrautarstokks og nýtt leiðakerfi almenningssamgangna eru allt hluti af því að skapa borg sem þróast og tengist. Við höfum markvisst aukið aðgengi og öryggi, svo að öll hvort sem þau ganga, hjóla, keyra eða ferðast með strætó komist leiðar sinnar með einföldum og öruggum hætti. Fjármál borgarinnar endurspegla þessa ábyrgðarfullu stefnu. Fjármál borgarinnar fara batnandi en nú er skuldahlutfall það næstlægsta á öllu höfuðborgarsvæðinu. Við munum tryggja að fjárfestingar nýtist þar sem þær skipta máli, í skólum, velferð og innviðum. Horft til framtíðar af bjartsýni Við í meirihlutasamstarfi borgarstjórnar horfum því til framtíðar af bjartsýni og festu. Við viljum borg sem dregur ungt fólk að og hlúir að eldri borgurum, borg sem verndar náttúruna og er fyrir öll, styrkir fjölskyldur og býður upp á iðandi menningarlíf. Borg sem er leiðandi í félagslegu réttlæti og loftlagsmálum. Við erum hins vegar aðeins rétt að byrja. Þetta eru fyrstu skrefin í lengri vegferð sem er leiðin að sanngjarnari, grænni og manneskjulegri Reykjavík. Nýlegar skoðanakannanir um fylgi flokka í Reykjavík staðfesta að við erum á réttri leið. Meirihlutinn heldur þar velli en við viljum halda áfram að láta verkin tala þar sem velferð, sjálfbærni og réttlæti verða í forgrunni fyrir fólkið sem hér býr og sækir okkur heim. Höfundar eru oddvitar meirhlutans í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Reykjavík Sósíalistaflokkurinn Samfylkingin Flokkur fólksins Píratar Vinstri græn Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Fyrir 140 dögum tók nýr meirihluti við stjórn Reykjavíkurborgar þegar fimm flokkar ákváðu að hefja nýtt samstarf. Markmið þeirra eru skýr: Að byggja borg fyrir fólk, styrkja grunnstoðir velferðar og efla samfélagið á grænum, sjálfbærum grunni. Á þessum tiltölulega stutta tíma hefur þessi nýi meirihluti komið fjölda verkefna á góðan skrið og í framkvæmd. Metnaðarfull uppbygging leikskóla Við höfum hafið metnaðarfulla uppbyggingu í leikskólamálum. Á næstu árum munum við bæta við 2.000 leikskólaplássum í öllum hverfum borgarinnar. Næsta haust verður fjöldi leikskólabarna í Reykjavík næstmesti frá hruni. Uppbygging í leikskólamálum snýst ekki eingöngu um byggingar heldur jafnframt um foreldra, starfsfólk og börnin sem njóta leik- og námsumhverfis sem leggur grunn að jafnrétti og framtíðarvelferð. Borgin sem heimili Í húsnæðismálum höfum við hrint af stað metnaðarfullri áætlun um 16.000 nýjar íbúðir til ársins 2034. Mjög fljótlega eftir að við tókum við, uppfærðum við húsnæðisáætlun Reykjavíkurborgar og jukum félagslegar og óhagnaðardrifnar áherslur um uppbyggingu nýs húsnæðis. Við viljum borg sem tryggir heimili fyrir ungt fólk, eldri borgara og þau sem þurfa stuðning. Borg sem stendur gegn þrýstingi markaðarins og kýs félagslegt réttlæti fram yfir skammtímahagnað. Borg sem býr til pláss fyrir öll. Með nýju húsnæðisáætluninni er jafnframt hafin undirbúningsvinna við að brjóta nýtt land í Reykjavík til að skapa ný hverfi. Velferð sem leiðarljós Velferð hefur verið okkur leiðarljós. Í Reykjavík er hlutfall félagslegra íbúða langt umfram það sem gerist annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Við viljum tryggja mannréttindi allra hópa í samfélaginu og jafnt aðgengi þeirra að borginni og þjónustu hennar. Við vitum þó að hér er verk að vinna. Að efla velferð og innviði borgarinnar er rauður þráður í okkar nálgun og vinnu. Ný hugsun í samgöngumálum Samgöngumálin bera merki nýs hugsunarháttar. Um græna og iðandi borg þar sem nærsamfélagið nýtur sín. Borgarlínan með forgangi strætó, undirbúningur Sæbrautarstokks og nýtt leiðakerfi almenningssamgangna eru allt hluti af því að skapa borg sem þróast og tengist. Við höfum markvisst aukið aðgengi og öryggi, svo að öll hvort sem þau ganga, hjóla, keyra eða ferðast með strætó komist leiðar sinnar með einföldum og öruggum hætti. Fjármál borgarinnar endurspegla þessa ábyrgðarfullu stefnu. Fjármál borgarinnar fara batnandi en nú er skuldahlutfall það næstlægsta á öllu höfuðborgarsvæðinu. Við munum tryggja að fjárfestingar nýtist þar sem þær skipta máli, í skólum, velferð og innviðum. Horft til framtíðar af bjartsýni Við í meirihlutasamstarfi borgarstjórnar horfum því til framtíðar af bjartsýni og festu. Við viljum borg sem dregur ungt fólk að og hlúir að eldri borgurum, borg sem verndar náttúruna og er fyrir öll, styrkir fjölskyldur og býður upp á iðandi menningarlíf. Borg sem er leiðandi í félagslegu réttlæti og loftlagsmálum. Við erum hins vegar aðeins rétt að byrja. Þetta eru fyrstu skrefin í lengri vegferð sem er leiðin að sanngjarnari, grænni og manneskjulegri Reykjavík. Nýlegar skoðanakannanir um fylgi flokka í Reykjavík staðfesta að við erum á réttri leið. Meirihlutinn heldur þar velli en við viljum halda áfram að láta verkin tala þar sem velferð, sjálfbærni og réttlæti verða í forgrunni fyrir fólkið sem hér býr og sækir okkur heim. Höfundar eru oddvitar meirhlutans í Reykjavík
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun