Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir, Dóra Björt Guðjónsdóttir, Sanna Magdalena Mörtudóttir, Helga Þórðardóttir og Líf Magneudóttir skrifa 11. júlí 2025 13:01 Fyrir 140 dögum tók nýr meirihluti við stjórn Reykjavíkurborgar þegar fimm flokkar ákváðu að hefja nýtt samstarf. Markmið þeirra eru skýr: Að byggja borg fyrir fólk, styrkja grunnstoðir velferðar og efla samfélagið á grænum, sjálfbærum grunni. Á þessum tiltölulega stutta tíma hefur þessi nýi meirihluti komið fjölda verkefna á góðan skrið og í framkvæmd. Metnaðarfull uppbygging leikskóla Við höfum hafið metnaðarfulla uppbyggingu í leikskólamálum. Á næstu árum munum við bæta við 2.000 leikskólaplássum í öllum hverfum borgarinnar. Næsta haust verður fjöldi leikskólabarna í Reykjavík næstmesti frá hruni. Uppbygging í leikskólamálum snýst ekki eingöngu um byggingar heldur jafnframt um foreldra, starfsfólk og börnin sem njóta leik- og námsumhverfis sem leggur grunn að jafnrétti og framtíðarvelferð. Borgin sem heimili Í húsnæðismálum höfum við hrint af stað metnaðarfullri áætlun um 16.000 nýjar íbúðir til ársins 2034. Mjög fljótlega eftir að við tókum við, uppfærðum við húsnæðisáætlun Reykjavíkurborgar og jukum félagslegar og óhagnaðardrifnar áherslur um uppbyggingu nýs húsnæðis. Við viljum borg sem tryggir heimili fyrir ungt fólk, eldri borgara og þau sem þurfa stuðning. Borg sem stendur gegn þrýstingi markaðarins og kýs félagslegt réttlæti fram yfir skammtímahagnað. Borg sem býr til pláss fyrir öll. Með nýju húsnæðisáætluninni er jafnframt hafin undirbúningsvinna við að brjóta nýtt land í Reykjavík til að skapa ný hverfi. Velferð sem leiðarljós Velferð hefur verið okkur leiðarljós. Í Reykjavík er hlutfall félagslegra íbúða langt umfram það sem gerist annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Við viljum tryggja mannréttindi allra hópa í samfélaginu og jafnt aðgengi þeirra að borginni og þjónustu hennar. Við vitum þó að hér er verk að vinna. Að efla velferð og innviði borgarinnar er rauður þráður í okkar nálgun og vinnu. Ný hugsun í samgöngumálum Samgöngumálin bera merki nýs hugsunarháttar. Um græna og iðandi borg þar sem nærsamfélagið nýtur sín. Borgarlínan með forgangi strætó, undirbúningur Sæbrautarstokks og nýtt leiðakerfi almenningssamgangna eru allt hluti af því að skapa borg sem þróast og tengist. Við höfum markvisst aukið aðgengi og öryggi, svo að öll hvort sem þau ganga, hjóla, keyra eða ferðast með strætó komist leiðar sinnar með einföldum og öruggum hætti. Fjármál borgarinnar endurspegla þessa ábyrgðarfullu stefnu. Fjármál borgarinnar fara batnandi en nú er skuldahlutfall það næstlægsta á öllu höfuðborgarsvæðinu. Við munum tryggja að fjárfestingar nýtist þar sem þær skipta máli, í skólum, velferð og innviðum. Horft til framtíðar af bjartsýni Við í meirihlutasamstarfi borgarstjórnar horfum því til framtíðar af bjartsýni og festu. Við viljum borg sem dregur ungt fólk að og hlúir að eldri borgurum, borg sem verndar náttúruna og er fyrir öll, styrkir fjölskyldur og býður upp á iðandi menningarlíf. Borg sem er leiðandi í félagslegu réttlæti og loftlagsmálum. Við erum hins vegar aðeins rétt að byrja. Þetta eru fyrstu skrefin í lengri vegferð sem er leiðin að sanngjarnari, grænni og manneskjulegri Reykjavík. Nýlegar skoðanakannanir um fylgi flokka í Reykjavík staðfesta að við erum á réttri leið. Meirihlutinn heldur þar velli en við viljum halda áfram að láta verkin tala þar sem velferð, sjálfbærni og réttlæti verða í forgrunni fyrir fólkið sem hér býr og sækir okkur heim. Höfundar eru oddvitar meirhlutans í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Reykjavík Sósíalistaflokkurinn Samfylkingin Flokkur fólksins Píratar Vinstri græn Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Fyrir 140 dögum tók nýr meirihluti við stjórn Reykjavíkurborgar þegar fimm flokkar ákváðu að hefja nýtt samstarf. Markmið þeirra eru skýr: Að byggja borg fyrir fólk, styrkja grunnstoðir velferðar og efla samfélagið á grænum, sjálfbærum grunni. Á þessum tiltölulega stutta tíma hefur þessi nýi meirihluti komið fjölda verkefna á góðan skrið og í framkvæmd. Metnaðarfull uppbygging leikskóla Við höfum hafið metnaðarfulla uppbyggingu í leikskólamálum. Á næstu árum munum við bæta við 2.000 leikskólaplássum í öllum hverfum borgarinnar. Næsta haust verður fjöldi leikskólabarna í Reykjavík næstmesti frá hruni. Uppbygging í leikskólamálum snýst ekki eingöngu um byggingar heldur jafnframt um foreldra, starfsfólk og börnin sem njóta leik- og námsumhverfis sem leggur grunn að jafnrétti og framtíðarvelferð. Borgin sem heimili Í húsnæðismálum höfum við hrint af stað metnaðarfullri áætlun um 16.000 nýjar íbúðir til ársins 2034. Mjög fljótlega eftir að við tókum við, uppfærðum við húsnæðisáætlun Reykjavíkurborgar og jukum félagslegar og óhagnaðardrifnar áherslur um uppbyggingu nýs húsnæðis. Við viljum borg sem tryggir heimili fyrir ungt fólk, eldri borgara og þau sem þurfa stuðning. Borg sem stendur gegn þrýstingi markaðarins og kýs félagslegt réttlæti fram yfir skammtímahagnað. Borg sem býr til pláss fyrir öll. Með nýju húsnæðisáætluninni er jafnframt hafin undirbúningsvinna við að brjóta nýtt land í Reykjavík til að skapa ný hverfi. Velferð sem leiðarljós Velferð hefur verið okkur leiðarljós. Í Reykjavík er hlutfall félagslegra íbúða langt umfram það sem gerist annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Við viljum tryggja mannréttindi allra hópa í samfélaginu og jafnt aðgengi þeirra að borginni og þjónustu hennar. Við vitum þó að hér er verk að vinna. Að efla velferð og innviði borgarinnar er rauður þráður í okkar nálgun og vinnu. Ný hugsun í samgöngumálum Samgöngumálin bera merki nýs hugsunarháttar. Um græna og iðandi borg þar sem nærsamfélagið nýtur sín. Borgarlínan með forgangi strætó, undirbúningur Sæbrautarstokks og nýtt leiðakerfi almenningssamgangna eru allt hluti af því að skapa borg sem þróast og tengist. Við höfum markvisst aukið aðgengi og öryggi, svo að öll hvort sem þau ganga, hjóla, keyra eða ferðast með strætó komist leiðar sinnar með einföldum og öruggum hætti. Fjármál borgarinnar endurspegla þessa ábyrgðarfullu stefnu. Fjármál borgarinnar fara batnandi en nú er skuldahlutfall það næstlægsta á öllu höfuðborgarsvæðinu. Við munum tryggja að fjárfestingar nýtist þar sem þær skipta máli, í skólum, velferð og innviðum. Horft til framtíðar af bjartsýni Við í meirihlutasamstarfi borgarstjórnar horfum því til framtíðar af bjartsýni og festu. Við viljum borg sem dregur ungt fólk að og hlúir að eldri borgurum, borg sem verndar náttúruna og er fyrir öll, styrkir fjölskyldur og býður upp á iðandi menningarlíf. Borg sem er leiðandi í félagslegu réttlæti og loftlagsmálum. Við erum hins vegar aðeins rétt að byrja. Þetta eru fyrstu skrefin í lengri vegferð sem er leiðin að sanngjarnari, grænni og manneskjulegri Reykjavík. Nýlegar skoðanakannanir um fylgi flokka í Reykjavík staðfesta að við erum á réttri leið. Meirihlutinn heldur þar velli en við viljum halda áfram að láta verkin tala þar sem velferð, sjálfbærni og réttlæti verða í forgrunni fyrir fólkið sem hér býr og sækir okkur heim. Höfundar eru oddvitar meirhlutans í Reykjavík
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun