Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar 9. júlí 2025 20:02 Já, ég hef verið að velta þessu töluvert fyrir mér að undanförnu, það vantar víða súrefni í kerfin okkar. Það er nóg af taka þegar það kemur að því að forgangsraða verkefnum. Eru það börnin í vanda og fjölskyldur þeirra sem fá ekki meðferð við hæfi af því að meðferðarheimilunum hefur fækkað úr níu í tvö á síðustu tuttugu árum. Einnig er húsakostur sem er í boði fyrir þau börn sem þurfa að fara í meðferð kominn til ára sinna og ófullnægjandi fyrir slíka starfsemi. Þó svo að okkur hafi fjölgað um hundrað þúsund íbúa á því tímabili þá eru heimilin bara tvö? Reyndar var búið að lofa að byggja sérhæft meðferðarheimili fyrir ungmenni í vanda og það var meira segja búið að skrifa undir viljayfirlýsingu þess efnis milli barnamálaráðherra, Barnaverndarstofu og Garðabæjar í desember 2018. Síðustu fréttir herma að þau áform hafi strandað á gatnagerðargjöldum og einhverju öðrum titlingaskít sem ég man ekki hvað var í augnablikinu en það var eitthvað í kringum hundrað milljónir sem vantaði upp á. Og núna liggja þær teikningar af því heimili í skúffu í fjármálaráðuneytinu. Ofbeldi / Hnífstungur Eða er það löggæslan sem þarf að vera í forgangi sem hefur að skipa jafn marga lögreglumenn núna og þegar við vorum hundrað þúsund færri íbúar á landinu? Á þeim tíma komu líka miklu færri ferðamenn til landsins og það var ekki skipulögð glæpastarfsemi í gangi eins og núna og minna um gróft ofbeldi eins og hnífsstungur? Sem dæmi má taka að Sérsveit ríkislögreglustjóra fór í tólf sinnum fleiri vopnuð útköll árið 2023 í samanburði við árið 2013. Flest útköllin voru á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn á Alþingi 2024. Fæst voru útköll sérsveitarinnar árið 2014, eða 38 talsins. Þeim hefur fjölgað ört síðan og voru tólf sinnum fleiri í árið 2023, eða 461 talsins. Alls voru 2.141 vopnuð útköll á árunum 2013–2023. Þessar upplýsingar eru sóttar á netmiðil RÚV 12. júní 2024. Mig grunar að þessi þróun hafi ekki breyst til dagsins í dag. Þá er stóra spurningin er það lögreglan sem þarf súrefnisgrímuna fyrst eða er það einhver annar? Menntakerfið/Fjölsmiðjur Eða er það kannski menntakerfið sem þarf grímuna, við vitum hvar það stendur í dag, við vorum að fá niðurstöður frá PÍSA og þar fáum við falleinkunn. Kannski ekki skrýtið að 40% drengja geti ekki lesið sér til gagns í dag? Getur verið að álagið á skólakerfið sé alltaf að aukast með tilkomu nýbúa sem eru mállausir? Eða þarf gríman að fara á ungmennin sem eru hvorki í skóla né vinnu, sem eru að stórum hluta þau sem hafa ekki getað lesið sér til gagns á grunnskólaárunum? Svo ég vitni orðrétt í skýrslu sem var gefin út af forvarnarhóp sem var skipaður af skrifstofu höfuðborgarsvæðisins. Leiða má líkur að því að tölur Hagstofunnar í desember 2022 um atvinnulaus ungmenni (16–24 ára) endurspegli að mestu leyti þann fjölda ungmenna á höfuðborgarsvæðinu sem er í skólaforðun, hefur horfið frá námi og er skráð atvinnulaus. Því má gera að því skóna að um 3000 ungmenni á höfuðborgarsvæðinu séu um þessar mundir hvorki í formlegu námi né á vinnumarkaði og umtalsverður hluti þeirra sæki einhvers konar þjónustu til sveitarfélaganna. Þó svo að þessar tölur séu frá lokum árs 2022 þá má leiða líkum að því að það ástand hafi ekki batnað að teknu tilliti til þess að hingað hafa verið að koma mállausir einstaklingar, og miklu verr staddir námslega í samanburði við innfædda utan úr heimi, inn í skólakerfin okkar sem kerfið ræður ekkert við að taka á móti, svona miðað við það að við getum ekki skilað 40% drengja með þá getu að geta lesið sér til gagns út í lífið. Fjórða iðnbyltingin Ekki hefur þeim fækkað núna mitt í fjórðu iðnbyltingunni sem geta ekki lesið sér til gagns. Á sama tíma eru kröfurnar alltaf að aukast á vinnumarkaði fyrir utan allt erlenda ódýra vinnuaflið sem er komið hingað til lands og hefur reynslu af vinnumarkaði sem þessi ungmenni hafa ekki. Þessi hópur ungmenna sem er að mæla göturnar er akkúrat skjólstæðingahópur Fjölsmiðjunnar sem fær í kringum 200 milljónir á ári. Fjölsmiðjan sinnir aldrinum 16–24 ára og ég hugsa að 35% nemendanna hafi verið af erlendum uppruna þetta árið og það er ekkert að því ef við erum að einbeita okkur að því að byggja þá einstaklinga upp og styðja út í lífið og vera þátttakendur í íslensku samfélagi. Að öðrum kosti erum við að skapa jarðveg fyrir fátækt og glæpi til framtíðar og auka enn frekar á stéttskiptinguna. Síðan er það hitt hvað kerfið þolir þegar það er fjársvelt. Það væri kannski ráð að styrkja svona úrræði enn frekar, jafnvel fjölga þeim og auka fjölbreytnina í hvað er hægt að gera og þar ræður ímyndunaraflið hvað er hægt því það er ótakmarkað ef það er vilji fyrir því. Staðreyndin er þessi að tækniskólarnir þurfa alltaf að vísa nemendum frá á hverju ári og stefnulausu ungmenni mun ekki farnast vel í lífinu. Landslagið er að breytast í þessum málaflokki og ef við vöknum ekki af alvöru stækkar vandamálið. Það verður ekki hjá því komist að hælisleitendurnir og innflytjendurnir verða að læra íslensku til að vera samkeppnishæfir á vinnumarkaði, að öðrum kosti verður til alvöru stéttskipting hér á landi. Nóg um ungmennin. Ég hef skrifað tugi greina um þau í gegnum árin, það er hægt að finna þær á netinu ef fólk hefur áhuga. 30 milljarðar Jæja, höldum áfram í leitinni hver á að fá súrefnisgrímuna. Eru það kannski fangelsin sem eru yfirfull og húsakosturinn er ónýtur og heilsuspillandi? 52,7% þeirra sem hófu afplánun í fyrra voru erlendir ríkisborgarar og 68,9% í gæsluvarðhaldi, skv. tölum frá Fangelsismálastofnun. Við ætlum að vera stórhuga í þeim málaflokki í framtíðinni og fara að byggja fangelsi fyrir 30 milljarða, bíddu fyrir hverja þá og erum við sátt við að borga sem nemur 20 milljónum á hvern fanga á ári og hann eða hún er ekki einu sinni íslenskur ríkisborgari? Ég gæti haldið endalaust áfram og það er af nógu að taka. Sjáið þið ekki hvað þetta er mikil sturlun? Hvar er gamla fólkið okkar í þessari forgangsröð, sem er fárveikt á biðlistum heima hjá sér, sem þarf að komast á hjúkrunarheimili en þarf í staðinn að gera sér það að góðu að liggja á göngum spítalanna sem standa á brauðfótum og hafa gert löngu fyrir ræðuna „Guð blessi Ísland!“ sem Geir Haarde forsætisráðherra hélt 6. október 2008. Hver er svo forgangsröðunin? Ríkisvaldið setur hagsmuni annarra þegna en sinna eigin efst í forgangsröðina m.a. með því að taka þátt í stríðsbrölti og hefur meira segja keypt vopn fyrir aðrar þjóðir sem standa í stríði sem mun ekki gera neitt annað en að stilla okkur herlausu þjóðina á skotskífu stórveldanna. Eða taka á móti hælisleitendum sem kerfin okkar ráða ekki við? Fólkið okkar er neðst í forgangsröðunni og fær ekki að njóta þeirra sjálfsögðu réttinda að eiga áhyggjulaust ævikvöld? Af hverju er ekki sá málaflokkur með súrefnisgrímuna? Fólkið sem hefur lagt blóð, svita og tár í það að byggja undir velferð okkar með tveimur jafnsterkum höndum svo áratugum skiptir? Er það ekki akkúrat sá hópur sem þarf að vera í forgangi ásamt unga fólkinu okkar en ekki valdaelítu- sérhagsmunahópar hvort heldur til hægri eða vinstri og ekki Muhammed og fjölskylda hans sem hefur aldrei lagt krónu í okkar sameiginlegu sjóði en tekur úr þeim ótakmarkað. Höfundur er áhugamaður um betra samfélag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Meðferðarheimili PISA-könnun Davíð Bergmann Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Sjá meira
Já, ég hef verið að velta þessu töluvert fyrir mér að undanförnu, það vantar víða súrefni í kerfin okkar. Það er nóg af taka þegar það kemur að því að forgangsraða verkefnum. Eru það börnin í vanda og fjölskyldur þeirra sem fá ekki meðferð við hæfi af því að meðferðarheimilunum hefur fækkað úr níu í tvö á síðustu tuttugu árum. Einnig er húsakostur sem er í boði fyrir þau börn sem þurfa að fara í meðferð kominn til ára sinna og ófullnægjandi fyrir slíka starfsemi. Þó svo að okkur hafi fjölgað um hundrað þúsund íbúa á því tímabili þá eru heimilin bara tvö? Reyndar var búið að lofa að byggja sérhæft meðferðarheimili fyrir ungmenni í vanda og það var meira segja búið að skrifa undir viljayfirlýsingu þess efnis milli barnamálaráðherra, Barnaverndarstofu og Garðabæjar í desember 2018. Síðustu fréttir herma að þau áform hafi strandað á gatnagerðargjöldum og einhverju öðrum titlingaskít sem ég man ekki hvað var í augnablikinu en það var eitthvað í kringum hundrað milljónir sem vantaði upp á. Og núna liggja þær teikningar af því heimili í skúffu í fjármálaráðuneytinu. Ofbeldi / Hnífstungur Eða er það löggæslan sem þarf að vera í forgangi sem hefur að skipa jafn marga lögreglumenn núna og þegar við vorum hundrað þúsund færri íbúar á landinu? Á þeim tíma komu líka miklu færri ferðamenn til landsins og það var ekki skipulögð glæpastarfsemi í gangi eins og núna og minna um gróft ofbeldi eins og hnífsstungur? Sem dæmi má taka að Sérsveit ríkislögreglustjóra fór í tólf sinnum fleiri vopnuð útköll árið 2023 í samanburði við árið 2013. Flest útköllin voru á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn á Alþingi 2024. Fæst voru útköll sérsveitarinnar árið 2014, eða 38 talsins. Þeim hefur fjölgað ört síðan og voru tólf sinnum fleiri í árið 2023, eða 461 talsins. Alls voru 2.141 vopnuð útköll á árunum 2013–2023. Þessar upplýsingar eru sóttar á netmiðil RÚV 12. júní 2024. Mig grunar að þessi þróun hafi ekki breyst til dagsins í dag. Þá er stóra spurningin er það lögreglan sem þarf súrefnisgrímuna fyrst eða er það einhver annar? Menntakerfið/Fjölsmiðjur Eða er það kannski menntakerfið sem þarf grímuna, við vitum hvar það stendur í dag, við vorum að fá niðurstöður frá PÍSA og þar fáum við falleinkunn. Kannski ekki skrýtið að 40% drengja geti ekki lesið sér til gagns í dag? Getur verið að álagið á skólakerfið sé alltaf að aukast með tilkomu nýbúa sem eru mállausir? Eða þarf gríman að fara á ungmennin sem eru hvorki í skóla né vinnu, sem eru að stórum hluta þau sem hafa ekki getað lesið sér til gagns á grunnskólaárunum? Svo ég vitni orðrétt í skýrslu sem var gefin út af forvarnarhóp sem var skipaður af skrifstofu höfuðborgarsvæðisins. Leiða má líkur að því að tölur Hagstofunnar í desember 2022 um atvinnulaus ungmenni (16–24 ára) endurspegli að mestu leyti þann fjölda ungmenna á höfuðborgarsvæðinu sem er í skólaforðun, hefur horfið frá námi og er skráð atvinnulaus. Því má gera að því skóna að um 3000 ungmenni á höfuðborgarsvæðinu séu um þessar mundir hvorki í formlegu námi né á vinnumarkaði og umtalsverður hluti þeirra sæki einhvers konar þjónustu til sveitarfélaganna. Þó svo að þessar tölur séu frá lokum árs 2022 þá má leiða líkum að því að það ástand hafi ekki batnað að teknu tilliti til þess að hingað hafa verið að koma mállausir einstaklingar, og miklu verr staddir námslega í samanburði við innfædda utan úr heimi, inn í skólakerfin okkar sem kerfið ræður ekkert við að taka á móti, svona miðað við það að við getum ekki skilað 40% drengja með þá getu að geta lesið sér til gagns út í lífið. Fjórða iðnbyltingin Ekki hefur þeim fækkað núna mitt í fjórðu iðnbyltingunni sem geta ekki lesið sér til gagns. Á sama tíma eru kröfurnar alltaf að aukast á vinnumarkaði fyrir utan allt erlenda ódýra vinnuaflið sem er komið hingað til lands og hefur reynslu af vinnumarkaði sem þessi ungmenni hafa ekki. Þessi hópur ungmenna sem er að mæla göturnar er akkúrat skjólstæðingahópur Fjölsmiðjunnar sem fær í kringum 200 milljónir á ári. Fjölsmiðjan sinnir aldrinum 16–24 ára og ég hugsa að 35% nemendanna hafi verið af erlendum uppruna þetta árið og það er ekkert að því ef við erum að einbeita okkur að því að byggja þá einstaklinga upp og styðja út í lífið og vera þátttakendur í íslensku samfélagi. Að öðrum kosti erum við að skapa jarðveg fyrir fátækt og glæpi til framtíðar og auka enn frekar á stéttskiptinguna. Síðan er það hitt hvað kerfið þolir þegar það er fjársvelt. Það væri kannski ráð að styrkja svona úrræði enn frekar, jafnvel fjölga þeim og auka fjölbreytnina í hvað er hægt að gera og þar ræður ímyndunaraflið hvað er hægt því það er ótakmarkað ef það er vilji fyrir því. Staðreyndin er þessi að tækniskólarnir þurfa alltaf að vísa nemendum frá á hverju ári og stefnulausu ungmenni mun ekki farnast vel í lífinu. Landslagið er að breytast í þessum málaflokki og ef við vöknum ekki af alvöru stækkar vandamálið. Það verður ekki hjá því komist að hælisleitendurnir og innflytjendurnir verða að læra íslensku til að vera samkeppnishæfir á vinnumarkaði, að öðrum kosti verður til alvöru stéttskipting hér á landi. Nóg um ungmennin. Ég hef skrifað tugi greina um þau í gegnum árin, það er hægt að finna þær á netinu ef fólk hefur áhuga. 30 milljarðar Jæja, höldum áfram í leitinni hver á að fá súrefnisgrímuna. Eru það kannski fangelsin sem eru yfirfull og húsakosturinn er ónýtur og heilsuspillandi? 52,7% þeirra sem hófu afplánun í fyrra voru erlendir ríkisborgarar og 68,9% í gæsluvarðhaldi, skv. tölum frá Fangelsismálastofnun. Við ætlum að vera stórhuga í þeim málaflokki í framtíðinni og fara að byggja fangelsi fyrir 30 milljarða, bíddu fyrir hverja þá og erum við sátt við að borga sem nemur 20 milljónum á hvern fanga á ári og hann eða hún er ekki einu sinni íslenskur ríkisborgari? Ég gæti haldið endalaust áfram og það er af nógu að taka. Sjáið þið ekki hvað þetta er mikil sturlun? Hvar er gamla fólkið okkar í þessari forgangsröð, sem er fárveikt á biðlistum heima hjá sér, sem þarf að komast á hjúkrunarheimili en þarf í staðinn að gera sér það að góðu að liggja á göngum spítalanna sem standa á brauðfótum og hafa gert löngu fyrir ræðuna „Guð blessi Ísland!“ sem Geir Haarde forsætisráðherra hélt 6. október 2008. Hver er svo forgangsröðunin? Ríkisvaldið setur hagsmuni annarra þegna en sinna eigin efst í forgangsröðina m.a. með því að taka þátt í stríðsbrölti og hefur meira segja keypt vopn fyrir aðrar þjóðir sem standa í stríði sem mun ekki gera neitt annað en að stilla okkur herlausu þjóðina á skotskífu stórveldanna. Eða taka á móti hælisleitendum sem kerfin okkar ráða ekki við? Fólkið okkar er neðst í forgangsröðunni og fær ekki að njóta þeirra sjálfsögðu réttinda að eiga áhyggjulaust ævikvöld? Af hverju er ekki sá málaflokkur með súrefnisgrímuna? Fólkið sem hefur lagt blóð, svita og tár í það að byggja undir velferð okkar með tveimur jafnsterkum höndum svo áratugum skiptir? Er það ekki akkúrat sá hópur sem þarf að vera í forgangi ásamt unga fólkinu okkar en ekki valdaelítu- sérhagsmunahópar hvort heldur til hægri eða vinstri og ekki Muhammed og fjölskylda hans sem hefur aldrei lagt krónu í okkar sameiginlegu sjóði en tekur úr þeim ótakmarkað. Höfundur er áhugamaður um betra samfélag.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun