Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 9. júlí 2025 14:01 Það er villandi að halda því fram, líkt og Eydís Ásbjörnsdóttir þingmaður Samfylkingar heldur fram í grein í Morgunblaðinu í dag 9. júlí að svigrúm til tvöföldunar veiðigjalda í sjávarútvegi sé ótvírætt og mikið, byggt á samanlögðum rekstrarhagnaði og eigin fé heillar atvinnugreinar. Slíkt mat er bæði yfirborðskennt og hættulegt, enda tekur það hvorki tillit til raunverulegrar greiðslugetu né þeirra miklu sveiflna og áhættuþátta sem einkenna sjávarútveginn. Að nota bókhaldstölur af þessu tagi sem eina röksemd er annað hvort byggt á vanþekkingu eða meðvitaðri einföldun. Greiðslusvigrúm ekki kannað Það er áhyggjuefni að í frumvarpinu hefur ekkert verið fjallað um raunverulegt greiðslusvigrúm fyrirtækjanna – þ.e. getu þeirra til að standa undir hærri veiðigjöldum án þess að veikja rekstur sinn, fjárfestingargetu eða atvinnuöryggi í greininni. Eigið fé og rekstrarhagnaður segja lítið um handbært fé eða lausafjárstöðu, sem skiptir öllu máli þegar kemur að greiðslu aukinna gjalda. Fjármagnsfrekir rekstrarliðir, skuldbindingar og sveiflur í afkomu eru staðreyndir sem ekki má horfa fram hjá. Mótvægisaðgerðirnar duga skammt Þótt lögð hafi verið áhersla á hækkun frítekjumarks og að áhrifin lendi helst á stærstu fyrirtækin, þá er skattahækkunin svo umfangsmikil að hún étur upp þessa mótvægisaðgerð og meira til. Það er einfaldlega rangt að halda því fram að breytingarnar leggi aðeins byrðar á “breiðustu bökin”. Smærri og meðalstór fyrirtæki, sem eru burðarásar atvinnulífs á landsbyggðinni, munu finna verulega fyrir þessari hækkun, sérstaklega í ljósi þess að þau búa yfir minni fjárhagslegum sveigjanleika og eiga erfiðara með að mæta óvæntum útgjöldum. Hætta á aukinni samþjöppun á kostnað lítilla og meðalstórra útgerða Verði þessar forsendur notaðar í blindni og veiðigjöld hækkuð án tillits til raunverulegra rekstrarskilyrða, má búast við að það leiði til aukinnar samþjöppunar í greininni. Ákvörðun um sölu, sameiningu eða samdrátt í rekstri eru vissulega teknar á viðskiptalegum grunni, en þær verða ekki teknar í tómarúmi. Þvert á móti byggjast þær á verulega þrengdum rekstrarskilyrðum fyrirtækja sem rekja má beint til skattahækkana stjórnvalda. Þetta getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir fjölbreytileika, samkeppni og byggð í landinu. Sjávarútvegurinn er ekki peningaprentvél ríkissjóðs Það er líka rangt að líta á sjávarútveginn sem stöðuga og áhættulausa tekjuauðlind fyrir ríkissjóð. Tekjur og afkoma greinarinnar sveiflast mikið eftir aflabrögðum, verði, gengi og ytri aðstæðum. Að nota eitt gott rekstrarár sem réttlætingu tvöföldunar veiðigjalds, án þess að tryggja að gjaldið taki mið af sveiflum og greiðslugetu, er uppskrift að óstöðugleika og getur haft alvarlegar afleiðingar þegar harðnar á dalnum. Sanngirni og réttlæti þarf að byggja á raunsæi Sanngirni og réttlæti felast í því að leggja á gjöld sem atvinnugreinin hefur raunverulega getu til að greiða, án þess að grafa undan fjárfestingu, nýsköpun og stöðugleika í atvinnulífinu. Það er ekki sanngjarnt að miða við bókhaldstölur sem segja aðeins hluta sögunnar, né að gera lítið úr þeim áhrifum sem skattahækkanir hafa á atvinnulíf á landsbyggðinni. Það er því ljóst að frumvarpið, eins og það er lagt fram, byggir rökstuðning sinn á of einföldum og misvísandi forsendum. Það er brýnt að greiðslusvigrúm og áhrif á rekstur fyrirtækja séu metin af raunsæi, ekki pólitískri óskhyggju. Annars er hætta á að við fórnum verðmætum störfum, fjárfestingu, fjölbreytileika og byggð fyrir skammtímahagsmuni ríkissjóðs. Höfundur er formaður verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Sjálfstæðisflokkurinn Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Sjá meira
Það er villandi að halda því fram, líkt og Eydís Ásbjörnsdóttir þingmaður Samfylkingar heldur fram í grein í Morgunblaðinu í dag 9. júlí að svigrúm til tvöföldunar veiðigjalda í sjávarútvegi sé ótvírætt og mikið, byggt á samanlögðum rekstrarhagnaði og eigin fé heillar atvinnugreinar. Slíkt mat er bæði yfirborðskennt og hættulegt, enda tekur það hvorki tillit til raunverulegrar greiðslugetu né þeirra miklu sveiflna og áhættuþátta sem einkenna sjávarútveginn. Að nota bókhaldstölur af þessu tagi sem eina röksemd er annað hvort byggt á vanþekkingu eða meðvitaðri einföldun. Greiðslusvigrúm ekki kannað Það er áhyggjuefni að í frumvarpinu hefur ekkert verið fjallað um raunverulegt greiðslusvigrúm fyrirtækjanna – þ.e. getu þeirra til að standa undir hærri veiðigjöldum án þess að veikja rekstur sinn, fjárfestingargetu eða atvinnuöryggi í greininni. Eigið fé og rekstrarhagnaður segja lítið um handbært fé eða lausafjárstöðu, sem skiptir öllu máli þegar kemur að greiðslu aukinna gjalda. Fjármagnsfrekir rekstrarliðir, skuldbindingar og sveiflur í afkomu eru staðreyndir sem ekki má horfa fram hjá. Mótvægisaðgerðirnar duga skammt Þótt lögð hafi verið áhersla á hækkun frítekjumarks og að áhrifin lendi helst á stærstu fyrirtækin, þá er skattahækkunin svo umfangsmikil að hún étur upp þessa mótvægisaðgerð og meira til. Það er einfaldlega rangt að halda því fram að breytingarnar leggi aðeins byrðar á “breiðustu bökin”. Smærri og meðalstór fyrirtæki, sem eru burðarásar atvinnulífs á landsbyggðinni, munu finna verulega fyrir þessari hækkun, sérstaklega í ljósi þess að þau búa yfir minni fjárhagslegum sveigjanleika og eiga erfiðara með að mæta óvæntum útgjöldum. Hætta á aukinni samþjöppun á kostnað lítilla og meðalstórra útgerða Verði þessar forsendur notaðar í blindni og veiðigjöld hækkuð án tillits til raunverulegra rekstrarskilyrða, má búast við að það leiði til aukinnar samþjöppunar í greininni. Ákvörðun um sölu, sameiningu eða samdrátt í rekstri eru vissulega teknar á viðskiptalegum grunni, en þær verða ekki teknar í tómarúmi. Þvert á móti byggjast þær á verulega þrengdum rekstrarskilyrðum fyrirtækja sem rekja má beint til skattahækkana stjórnvalda. Þetta getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir fjölbreytileika, samkeppni og byggð í landinu. Sjávarútvegurinn er ekki peningaprentvél ríkissjóðs Það er líka rangt að líta á sjávarútveginn sem stöðuga og áhættulausa tekjuauðlind fyrir ríkissjóð. Tekjur og afkoma greinarinnar sveiflast mikið eftir aflabrögðum, verði, gengi og ytri aðstæðum. Að nota eitt gott rekstrarár sem réttlætingu tvöföldunar veiðigjalds, án þess að tryggja að gjaldið taki mið af sveiflum og greiðslugetu, er uppskrift að óstöðugleika og getur haft alvarlegar afleiðingar þegar harðnar á dalnum. Sanngirni og réttlæti þarf að byggja á raunsæi Sanngirni og réttlæti felast í því að leggja á gjöld sem atvinnugreinin hefur raunverulega getu til að greiða, án þess að grafa undan fjárfestingu, nýsköpun og stöðugleika í atvinnulífinu. Það er ekki sanngjarnt að miða við bókhaldstölur sem segja aðeins hluta sögunnar, né að gera lítið úr þeim áhrifum sem skattahækkanir hafa á atvinnulíf á landsbyggðinni. Það er því ljóst að frumvarpið, eins og það er lagt fram, byggir rökstuðning sinn á of einföldum og misvísandi forsendum. Það er brýnt að greiðslusvigrúm og áhrif á rekstur fyrirtækja séu metin af raunsæi, ekki pólitískri óskhyggju. Annars er hætta á að við fórnum verðmætum störfum, fjárfestingu, fjölbreytileika og byggð fyrir skammtímahagsmuni ríkissjóðs. Höfundur er formaður verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun