Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar 9. júlí 2025 09:00 Hvað byggir upp trú á eigin getu? Það liggur í augum uppi að með því að geta gert hluti þá eykur nemandi trú á eigin getu. En til þess að geta hlutina þarftu að læra hvernig á að leysa þá af hendi og æfa þig. Tökum dæmi um grunnhreyfingar úr fimleikum eins og handahlaup, handstöður eða kollhnís. Færni sem byggir á samhæfingu, jafnvægi og liðleika svo það helsta sé nefnt. Eitthvað sem margir lærðu einfaldlega af sjálfu sér í frjálsum leik, utan skipulagðra frístunda, ef ekki í leikfimi á skólatíma. Nú þegar mikið framboð er á íþróttastarfi og frístundum utan skóla mætti ætla að hreyfifærni barna á Íslandi væri framúrskarandi heilt yfir. Það er hinsvegar ekki raunin. Það eru vissulega mörg börn sem stunda skipulagt íþróttastarf en einnig mörg sem gera það ekki. Þetta er hópurinn sem nýtur hvað mests ávinnings af hreyfingu á skólatíma. Þetta er jafnvel eina hreyfingin sem sumir nemendur fá í viku hverri. Samkvæmt grunnskólalögum eiga nemendur í grunnskóla lögbundinn rétt á 120 mínútum á viku í hreyfitíma. Yfirleitt útfært með tveimur 40 mínútna kennslustundum í skólaíþróttum og einni 40 mínútna kennslustund í sundi. Sund er hinsvegar yfirleitt aðeins í boði haft hálft árið þegar komið er upp í unglingadeild og þá er sjaldséð að settur sé inn hreyfitími á móti. Nú hafa ákveðnir hagsmunahópar talað niður sund og leikfimi innan skólastarfs í hartnær tvo áratugi. Gagnrýni á að mörgu leyti rétt á sér, en í stað þess að gefa faginu færi á að bregðast við hefur umræðan frekar snúist um að tala niður mikilvægi þess. Passa að engin líkamleg próf eða mælingar séu til staðar, fella niður sund á unglingastigi og fleira í þeim dúr. Að mínu mati er það ekki lausnin. Frekar en að forðast og hlífa ætti efla vaxandi hugarfar og seiglu hjá nemendum. Ættum við ekki að vera auka vægi hreyfingar í skólastarfi fremur en að draga úr henni. Að valda eigin líkama eykur sjálfstraust nemenda sem skilar sér í betra skólastarfi. Höfundur er skólaíþróttakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Már Sigurðsson Íþróttir barna Frístund barna Sund Mest lesið Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Nokkur orð um leikminjar Halldór Halldórsson Bakþankar Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Halldór 22.11.2025 Halldór Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hvað byggir upp trú á eigin getu? Það liggur í augum uppi að með því að geta gert hluti þá eykur nemandi trú á eigin getu. En til þess að geta hlutina þarftu að læra hvernig á að leysa þá af hendi og æfa þig. Tökum dæmi um grunnhreyfingar úr fimleikum eins og handahlaup, handstöður eða kollhnís. Færni sem byggir á samhæfingu, jafnvægi og liðleika svo það helsta sé nefnt. Eitthvað sem margir lærðu einfaldlega af sjálfu sér í frjálsum leik, utan skipulagðra frístunda, ef ekki í leikfimi á skólatíma. Nú þegar mikið framboð er á íþróttastarfi og frístundum utan skóla mætti ætla að hreyfifærni barna á Íslandi væri framúrskarandi heilt yfir. Það er hinsvegar ekki raunin. Það eru vissulega mörg börn sem stunda skipulagt íþróttastarf en einnig mörg sem gera það ekki. Þetta er hópurinn sem nýtur hvað mests ávinnings af hreyfingu á skólatíma. Þetta er jafnvel eina hreyfingin sem sumir nemendur fá í viku hverri. Samkvæmt grunnskólalögum eiga nemendur í grunnskóla lögbundinn rétt á 120 mínútum á viku í hreyfitíma. Yfirleitt útfært með tveimur 40 mínútna kennslustundum í skólaíþróttum og einni 40 mínútna kennslustund í sundi. Sund er hinsvegar yfirleitt aðeins í boði haft hálft árið þegar komið er upp í unglingadeild og þá er sjaldséð að settur sé inn hreyfitími á móti. Nú hafa ákveðnir hagsmunahópar talað niður sund og leikfimi innan skólastarfs í hartnær tvo áratugi. Gagnrýni á að mörgu leyti rétt á sér, en í stað þess að gefa faginu færi á að bregðast við hefur umræðan frekar snúist um að tala niður mikilvægi þess. Passa að engin líkamleg próf eða mælingar séu til staðar, fella niður sund á unglingastigi og fleira í þeim dúr. Að mínu mati er það ekki lausnin. Frekar en að forðast og hlífa ætti efla vaxandi hugarfar og seiglu hjá nemendum. Ættum við ekki að vera auka vægi hreyfingar í skólastarfi fremur en að draga úr henni. Að valda eigin líkama eykur sjálfstraust nemenda sem skilar sér í betra skólastarfi. Höfundur er skólaíþróttakennari.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun