„Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Smári Jökull Jónsson skrifar 8. júlí 2025 12:00 Háskólinn á Akureyri. Rektor Háskólans á Akureyri segir vanfjármögnun háskólakerfisins sníða skólanum þrengri stakk í að mennta þá sem sækja nám í skólanum. Hún skilur sjónarmið nemenda en segir að skráningargjöldin virðist vera þau einu sem ekki megi snerta. Rektorar allra opinberra háskóla á Íslandi sendu á dögunum erindi til háskólaráðherra um að hækka þurfi skrásetningargjöld nemenda. Gjald skólanna er nú 75 þúsund krónur og hefur verið óbreytt frá árinu 2014. Áslaug Ásgeirsdóttir, rektor Háskólans á Akueyri segir að raunkostnaður við skráningu sé 160 þúsund krónur á hvern nemanda. „Það hefur náttúrulega lítið hækkað fjármagnið til háskóla og það stendur ekki til að gera það á næstunni. Það er ennþá aukning í íslenska háskóla að meðaltali, sérstaklega í Háskólann á Akureyri. Það sníðir okkur náttúrulega þrengri stakk í það að reyna að mennta fólkið sem vill koma í nám til okkar að fá ekki fulla fjármögnun á Háskólakerfinu,“ sagði Áslaug í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar. Stúdentar við Háskóla Íslands leggjast alfarið gegn hækkun gjaldsins sem gætu hækkað um 105.000 krónur eða 140% á einu bretti. Þá er miðað við þær 180 þúsund krónur sem Háskóli Íslands telur vera raunkostnað skrásetningargjalda. „Ég skil þeirra sjónarmið [nemenda] en ég veit ekki hvaða gjöld hafa ekki hækkað í ellefu ár. Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta og ég er ekki að segja að þurfi að vera í einu stökki en það þarf að fara að leysa það að þetta gjald sé sama ár frá ári,“ segir Áslaug. Vill taka þátt í samtali stjórnenda og stúdenta Hún segir vanfjármögnun háskólakerfisins sníða skólanum þrengri stakk í að mennta fólkið sem vilji koma í nám. „Við reynum að það gerist ekki. Við reynum að tryggja að þau fái góða kennslu og nýta þá tækni sem til þarf. Þá kemur þessi peningur út úr reiknilíkani stjórnvalda.“ Logi Einarsson háskólaráðherra sagði í viðtali í hádegisfréttum í gær að málið yrði rætt á þingi næsta vetur. „Við erum mjög til í þetta samtal við bæði stjórnvöld og við stúdenta.“ Háskólar Hagsmunir stúdenta Skóla- og menntamál Akureyri Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Fleiri fréttir Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Sjá meira
Rektorar allra opinberra háskóla á Íslandi sendu á dögunum erindi til háskólaráðherra um að hækka þurfi skrásetningargjöld nemenda. Gjald skólanna er nú 75 þúsund krónur og hefur verið óbreytt frá árinu 2014. Áslaug Ásgeirsdóttir, rektor Háskólans á Akueyri segir að raunkostnaður við skráningu sé 160 þúsund krónur á hvern nemanda. „Það hefur náttúrulega lítið hækkað fjármagnið til háskóla og það stendur ekki til að gera það á næstunni. Það er ennþá aukning í íslenska háskóla að meðaltali, sérstaklega í Háskólann á Akureyri. Það sníðir okkur náttúrulega þrengri stakk í það að reyna að mennta fólkið sem vill koma í nám til okkar að fá ekki fulla fjármögnun á Háskólakerfinu,“ sagði Áslaug í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar. Stúdentar við Háskóla Íslands leggjast alfarið gegn hækkun gjaldsins sem gætu hækkað um 105.000 krónur eða 140% á einu bretti. Þá er miðað við þær 180 þúsund krónur sem Háskóli Íslands telur vera raunkostnað skrásetningargjalda. „Ég skil þeirra sjónarmið [nemenda] en ég veit ekki hvaða gjöld hafa ekki hækkað í ellefu ár. Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta og ég er ekki að segja að þurfi að vera í einu stökki en það þarf að fara að leysa það að þetta gjald sé sama ár frá ári,“ segir Áslaug. Vill taka þátt í samtali stjórnenda og stúdenta Hún segir vanfjármögnun háskólakerfisins sníða skólanum þrengri stakk í að mennta fólkið sem vilji koma í nám. „Við reynum að það gerist ekki. Við reynum að tryggja að þau fái góða kennslu og nýta þá tækni sem til þarf. Þá kemur þessi peningur út úr reiknilíkani stjórnvalda.“ Logi Einarsson háskólaráðherra sagði í viðtali í hádegisfréttum í gær að málið yrði rætt á þingi næsta vetur. „Við erum mjög til í þetta samtal við bæði stjórnvöld og við stúdenta.“
Háskólar Hagsmunir stúdenta Skóla- og menntamál Akureyri Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Fleiri fréttir Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Sjá meira