„Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Smári Jökull Jónsson skrifar 8. júlí 2025 12:00 Háskólinn á Akureyri. Rektor Háskólans á Akureyri segir vanfjármögnun háskólakerfisins sníða skólanum þrengri stakk í að mennta þá sem sækja nám í skólanum. Hún skilur sjónarmið nemenda en segir að skráningargjöldin virðist vera þau einu sem ekki megi snerta. Rektorar allra opinberra háskóla á Íslandi sendu á dögunum erindi til háskólaráðherra um að hækka þurfi skrásetningargjöld nemenda. Gjald skólanna er nú 75 þúsund krónur og hefur verið óbreytt frá árinu 2014. Áslaug Ásgeirsdóttir, rektor Háskólans á Akueyri segir að raunkostnaður við skráningu sé 160 þúsund krónur á hvern nemanda. „Það hefur náttúrulega lítið hækkað fjármagnið til háskóla og það stendur ekki til að gera það á næstunni. Það er ennþá aukning í íslenska háskóla að meðaltali, sérstaklega í Háskólann á Akureyri. Það sníðir okkur náttúrulega þrengri stakk í það að reyna að mennta fólkið sem vill koma í nám til okkar að fá ekki fulla fjármögnun á Háskólakerfinu,“ sagði Áslaug í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar. Stúdentar við Háskóla Íslands leggjast alfarið gegn hækkun gjaldsins sem gætu hækkað um 105.000 krónur eða 140% á einu bretti. Þá er miðað við þær 180 þúsund krónur sem Háskóli Íslands telur vera raunkostnað skrásetningargjalda. „Ég skil þeirra sjónarmið [nemenda] en ég veit ekki hvaða gjöld hafa ekki hækkað í ellefu ár. Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta og ég er ekki að segja að þurfi að vera í einu stökki en það þarf að fara að leysa það að þetta gjald sé sama ár frá ári,“ segir Áslaug. Vill taka þátt í samtali stjórnenda og stúdenta Hún segir vanfjármögnun háskólakerfisins sníða skólanum þrengri stakk í að mennta fólkið sem vilji koma í nám. „Við reynum að það gerist ekki. Við reynum að tryggja að þau fái góða kennslu og nýta þá tækni sem til þarf. Þá kemur þessi peningur út úr reiknilíkani stjórnvalda.“ Logi Einarsson háskólaráðherra sagði í viðtali í hádegisfréttum í gær að málið yrði rætt á þingi næsta vetur. „Við erum mjög til í þetta samtal við bæði stjórnvöld og við stúdenta.“ Háskólar Hagsmunir stúdenta Skóla- og menntamál Akureyri Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Sjá meira
Rektorar allra opinberra háskóla á Íslandi sendu á dögunum erindi til háskólaráðherra um að hækka þurfi skrásetningargjöld nemenda. Gjald skólanna er nú 75 þúsund krónur og hefur verið óbreytt frá árinu 2014. Áslaug Ásgeirsdóttir, rektor Háskólans á Akueyri segir að raunkostnaður við skráningu sé 160 þúsund krónur á hvern nemanda. „Það hefur náttúrulega lítið hækkað fjármagnið til háskóla og það stendur ekki til að gera það á næstunni. Það er ennþá aukning í íslenska háskóla að meðaltali, sérstaklega í Háskólann á Akureyri. Það sníðir okkur náttúrulega þrengri stakk í það að reyna að mennta fólkið sem vill koma í nám til okkar að fá ekki fulla fjármögnun á Háskólakerfinu,“ sagði Áslaug í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar. Stúdentar við Háskóla Íslands leggjast alfarið gegn hækkun gjaldsins sem gætu hækkað um 105.000 krónur eða 140% á einu bretti. Þá er miðað við þær 180 þúsund krónur sem Háskóli Íslands telur vera raunkostnað skrásetningargjalda. „Ég skil þeirra sjónarmið [nemenda] en ég veit ekki hvaða gjöld hafa ekki hækkað í ellefu ár. Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta og ég er ekki að segja að þurfi að vera í einu stökki en það þarf að fara að leysa það að þetta gjald sé sama ár frá ári,“ segir Áslaug. Vill taka þátt í samtali stjórnenda og stúdenta Hún segir vanfjármögnun háskólakerfisins sníða skólanum þrengri stakk í að mennta fólkið sem vilji koma í nám. „Við reynum að það gerist ekki. Við reynum að tryggja að þau fái góða kennslu og nýta þá tækni sem til þarf. Þá kemur þessi peningur út úr reiknilíkani stjórnvalda.“ Logi Einarsson háskólaráðherra sagði í viðtali í hádegisfréttum í gær að málið yrði rætt á þingi næsta vetur. „Við erum mjög til í þetta samtal við bæði stjórnvöld og við stúdenta.“
Háskólar Hagsmunir stúdenta Skóla- og menntamál Akureyri Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Sjá meira