„Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Hinrik Wöhler skrifar 6. júlí 2025 18:53 Óskar Hrafn Þorvaldsson fór tómhentur heim úr Laugardalnum. Vísir/Ernir Eyjólfsson Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, var vonsvikinn að hafa fengið ekki neitt út úr leiknum á móti KA í dag. KR laut í lægra haldi á móti KA á Avis-vellinum í Laugardal. „Mér finnst skrýtið að hafa spilað þennan leik í 90 mínútur og ganga út af vellinum með núll stig og með ekki neitt fyrir erfiðið. Svona er þessi leikur okkar, hann er grimmur. Við erum greinilega ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá,“ sagði Óskar Hrafn skömmu eftir leik. Hallgrímur Mar Steingrímsson skoraði bæði mörk KA áður en Aron Sigurðarson klóraði í bakkann fyrir KR. KR-ingar komust ekki nær og endaði leikurinn 2-1. „Mér finnst andstæðingurinn fá mikið fyrir lítið og það er verkefni að girða fyrir það. Að liðið geti ekki legið í skotgröfunum, bombað honum fram og vonað það besta og fengið eitthvað upp úr því. Það er grátlegt og óásættanlegt.“ Óskar Hrafn segir að það var erfitt að finna glufur á sterkri vörn KA en ýmis atriði þurfa að ganga upp til þess að hægt sé að sækja sigur á móti slíku liði. „Það er ekkert grín að opna þessar varnir þegar menn leggjast svona lágt. Þú þarft mikil gæði, hlaup og sendingar þurfa að fara saman. Þú þarft að geta unnið stöðuna einn á móti einum og þá má ekkert klikka. Stundum gengur það upp, stundum gengur það frábærlega. Þetta er flókið og en það er verkefnið.“ „Okkar helsta verkefni er að leyfa ekki liðum sem liggja svona lágt að komast upp völlinn. Að loka betur á þá þegar við töpum boltanum og ná meiri hreyfanleika á síðasta þriðjung,“ bætir Óskar Hrafn við. Aron Sigurðarson minnkaði muninn fyrir KR en það dugði ekki til.Vísir/Ernir Eyjólfsson Leikstíll KR er krefjandi verkefni Í flestum leikjum KR í sumar hefur verið nóg af mörkum en þrátt fyrir leiftrandi sóknarleik á köflum er liðið tveimur stigum frá fallsæti. Óskar Hrafn talar um að sé leikstíll KR-inga sé krefjandi og það taki tíma fyrir leikmenn að læra. „Við þurfum að sýna þolinmæði, þetta er erfið tegund af knattspyrnu, að ætla sér að stjórna fótboltaleikjum. Að gefa svæði á bak við sig, þetta er krefjandi fyrir menn sem eru að koma inn og eru kannski ekki í miklu leikformi. Ekki það, Gyrðir [Hrafn Guðbrandsson] kom inn og var framúrskarandi góður. Þetta er krefjandi, þetta er verkefni og tekur tíma,“ sagði þjálfarinn að lokum. KR Besta deild karla Mest lesið Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
„Mér finnst skrýtið að hafa spilað þennan leik í 90 mínútur og ganga út af vellinum með núll stig og með ekki neitt fyrir erfiðið. Svona er þessi leikur okkar, hann er grimmur. Við erum greinilega ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá,“ sagði Óskar Hrafn skömmu eftir leik. Hallgrímur Mar Steingrímsson skoraði bæði mörk KA áður en Aron Sigurðarson klóraði í bakkann fyrir KR. KR-ingar komust ekki nær og endaði leikurinn 2-1. „Mér finnst andstæðingurinn fá mikið fyrir lítið og það er verkefni að girða fyrir það. Að liðið geti ekki legið í skotgröfunum, bombað honum fram og vonað það besta og fengið eitthvað upp úr því. Það er grátlegt og óásættanlegt.“ Óskar Hrafn segir að það var erfitt að finna glufur á sterkri vörn KA en ýmis atriði þurfa að ganga upp til þess að hægt sé að sækja sigur á móti slíku liði. „Það er ekkert grín að opna þessar varnir þegar menn leggjast svona lágt. Þú þarft mikil gæði, hlaup og sendingar þurfa að fara saman. Þú þarft að geta unnið stöðuna einn á móti einum og þá má ekkert klikka. Stundum gengur það upp, stundum gengur það frábærlega. Þetta er flókið og en það er verkefnið.“ „Okkar helsta verkefni er að leyfa ekki liðum sem liggja svona lágt að komast upp völlinn. Að loka betur á þá þegar við töpum boltanum og ná meiri hreyfanleika á síðasta þriðjung,“ bætir Óskar Hrafn við. Aron Sigurðarson minnkaði muninn fyrir KR en það dugði ekki til.Vísir/Ernir Eyjólfsson Leikstíll KR er krefjandi verkefni Í flestum leikjum KR í sumar hefur verið nóg af mörkum en þrátt fyrir leiftrandi sóknarleik á köflum er liðið tveimur stigum frá fallsæti. Óskar Hrafn talar um að sé leikstíll KR-inga sé krefjandi og það taki tíma fyrir leikmenn að læra. „Við þurfum að sýna þolinmæði, þetta er erfið tegund af knattspyrnu, að ætla sér að stjórna fótboltaleikjum. Að gefa svæði á bak við sig, þetta er krefjandi fyrir menn sem eru að koma inn og eru kannski ekki í miklu leikformi. Ekki það, Gyrðir [Hrafn Guðbrandsson] kom inn og var framúrskarandi góður. Þetta er krefjandi, þetta er verkefni og tekur tíma,“ sagði þjálfarinn að lokum.
KR Besta deild karla Mest lesið Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira