Var uppi í áhorfendastúku þegar nafn hans var kallað upp í nýliðavali NBA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. júní 2025 22:03 Yang Hansen fagnar með áhorfendum í Barclays Center eftir að nafnið var hans kallað upp. Hann var valinn númer sextán í nýliðavali NBA deildarinnar 2025. Getty/Sarah Stier Kínverski körfuboltamaðurinn Hansen Yang var einn af þeim sem heyrði nafnið sitt kallað upp í fyrstu umferð nýliðavals NBA deildarinnar í körfubolta. Strákurinn var þó ekki í græna herberginu með öllum vonarstjórnunum sem NBA deildin bjóst við að færu snemma í valinu. Memphis Grizzlies valdi Hansen Yang númer sextán en skipti honum seinna til Portland Trail Blazers þar sem hann mun að öllum líkindum byrja NBA feril sinn. Yang er tvítugur og 218 sentímetra miðherji. Hann hefur spilað með Qingdao Eagles í kínversku deildinni í tvö tímabil. Það bjuggust samt fáir við að heyra nafn hans þegar fyrsta umferð nýliðavalsins fór fram. Yang Hansen is selected 16th overall by the @memgrizz in the 2025 #NBADraft presented by State Farm!Watch on ABC & ESPN. pic.twitter.com/3m8duAoMrn— NBA (@NBA) June 26, 2025 Yang var kominn til Bandaríkjanna og var meðal áhorfenda í Barclays Center í New York. Hann var samt ekki viss um að heyra nafnið sitt og sat því meðal áhorfenda. Það vakti því athygli þegar nafnið hans var kallað að hann stóð upp í áhorfendastúkunni og fagnaði. Hann er auðvitað 218 sentímetrar á hæð og því voru myndavélarnar fljótar að finna hann í stúkunni. Margir eru spenntir fyrir Hansen Yang og hann hefur verið kallaður hinn kínverski Jokic. Í kínversku deildinni var hann með 16,6 stig, 10,5 fráköst, 3,0 stoðsendingar og 2,6 varin skot að meðaltali í leik. View this post on Instagram A post shared by The Sporting News (@sportingnews) NBA Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Rooney er ósammála Gerrard Enski boltinn Fleiri fréttir Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Sjá meira
Strákurinn var þó ekki í græna herberginu með öllum vonarstjórnunum sem NBA deildin bjóst við að færu snemma í valinu. Memphis Grizzlies valdi Hansen Yang númer sextán en skipti honum seinna til Portland Trail Blazers þar sem hann mun að öllum líkindum byrja NBA feril sinn. Yang er tvítugur og 218 sentímetra miðherji. Hann hefur spilað með Qingdao Eagles í kínversku deildinni í tvö tímabil. Það bjuggust samt fáir við að heyra nafn hans þegar fyrsta umferð nýliðavalsins fór fram. Yang Hansen is selected 16th overall by the @memgrizz in the 2025 #NBADraft presented by State Farm!Watch on ABC & ESPN. pic.twitter.com/3m8duAoMrn— NBA (@NBA) June 26, 2025 Yang var kominn til Bandaríkjanna og var meðal áhorfenda í Barclays Center í New York. Hann var samt ekki viss um að heyra nafnið sitt og sat því meðal áhorfenda. Það vakti því athygli þegar nafnið hans var kallað að hann stóð upp í áhorfendastúkunni og fagnaði. Hann er auðvitað 218 sentímetrar á hæð og því voru myndavélarnar fljótar að finna hann í stúkunni. Margir eru spenntir fyrir Hansen Yang og hann hefur verið kallaður hinn kínverski Jokic. Í kínversku deildinni var hann með 16,6 stig, 10,5 fráköst, 3,0 stoðsendingar og 2,6 varin skot að meðaltali í leik. View this post on Instagram A post shared by The Sporting News (@sportingnews)
NBA Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Rooney er ósammála Gerrard Enski boltinn Fleiri fréttir Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Sjá meira