Veiðigjöld, gaslýsingar og valdníðsla Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 26. júní 2025 11:00 Það er eitthvað svo „Valkyrjulegt“ við það þegar ráðherra hinnar fyrstu verkstjórnar í lýðveldissögunni leggur fram frumvarp sem hann sjálfur skilur ekki. Ráðuneytið skilur það ekki heldur. Skatturinn? Ekki einu sinni hann. En samt á að keyra frumvarpið í gegnum þingið og gera það að lögum. Með öllum tiltækum ráðum. Með afbrigðum, með gaslýsingum og með valdi. Við skulum rifja þetta aðeins upp:Frumvarpið kemur fram eftir að formlegum fresti til lagaframlagningar er lokið. Það er tekið fyrir með afbrigðum. Mælt fyrir því í byrjun maí. Það fer í atvinnuveganefnd. Þar benda fulltrúar minnihlutans strax á að tölurnar standist ekki. Forsendurnar eru óljósar. Reikniformúlurnar óskýrar. En það er auðvitað ekki hlustað. Enda starfandi meirihluti sem telur sig í fullum rétti til að keyra málið áfram, í krafti síns meirihluta. Jafnvel þó að sú vegferð endi ofan í skurði.Þeir sem benda á þetta eru sakaðir um málþóf. Um að vera andlýðræðislegir. Um að vilja ekki „láta hlutina ganga“. Í alvöru? Það er ekki andlýðræðislegt að krefjast þess að lög séu byggð á réttum forsendum. Það er ekki málþóf að vilja skilja hvað á svo á endanum að greiða atkvæði um. Stórnarandstaðan var einfaldlega að vinna vinnuna sína. Bæði í þingsal og í atvinnuveganefnd þingsins. Það er nú kannski eitthvað sem stjórnarmeirihlutinn ætti að taka sér til fyrirmyndar, í stað þess að vera fastur í hömlulausri meðvirkni með hroðvirknislegum vinnubrögðum framkvæmdavaldsins. Sem augljóslega stóðust enga skoðun. En það var aldrei neinn efi um efni málsins í röðum stjórnarmeirihlutans. Þetta var alltaf spurning um að meirihlutinn réði. Meirihlutinn ætlaði að keyra, eitt vanbúnasta mál þingsögunnar í gegnum þingið, í krafti síns meirihluta. Sama hversu vitlausir útreikningarnir voru og forsendur á reiki. Sama hversu illa undirbúið það er. Sama hverjar mögulegar afleiðingar þess á grunnatvinnuveg þjóðarinnar og heilu byggðirnar hefði orðið. Og það þrátt fyrir tugi umsagna er vöruðu við afleiðingum þess, yrði frumvarpið að lögum. Svo kemur auðvitað í ljós að gögnin sem átti að byggja málið á voru gagnslaus. Skatturinn og ráðuneytið voru ekki samstíga. Enda Skattinum ekki hleypt að málinu, fyrr en eftir mikla eftirgangsmuni minnihluta atvinnuveganefnda. Samráð við hagaðlia var lítið sem ekkert. Enda komið í ljós, sé eitthvað að marka orð hæstvirts forsætisráðherra, verkstjóra hinnar miklu verkstjórnar að skattlagningin, beinist fyrst og fremst gegn fimm eða sex fjölskyldum. Engin fagleg vinna. Bara pólitísk pressa. Gengdarlaus frasafroða og stöðugar gaslýsingar ráðherra og stjórnarþingmanna á samfélagsmiðlum og í viðtölum við fjölmiðla. En að mæta í þingsal og standa þar fyrir máli sínu, er þeim gersamlega um megn. Auðvitað vita þau upp á skömmina en þora ekki að afhjúpa hana í heyranda hljóði í þingsal, undir andsvörum og mótrökum stjórnarandstöðu. Þetta er ekki pólitík. Þetta er valdníðsla og hroki, knúinn áfram af minnimáttarkennd stjórnarliða og skorti á sjálfstrausti, sem þarf til þess að geta staðið keikur og viðurkennt eigin mistök. Höfundur er formaður verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjálfstæðisflokkurinn Kristinn Karl Brynjarsson Mest lesið Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Krónan er einmitt ekki vandamálið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann Skoðun Gervigreind í vinnugallann og fleiri spádómar fyrir 2026 Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Af hverju opinbert heilbrigðiskerfi? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Umræðan um bólusetningar barna á algjörum villigötum Júlíus Valsson skrifar Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson skrifar Skoðun RÚV, aðgerðasinnar og íslenskan okkar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvað er karlmennska? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Opið bréf til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis - Þögn löggjafans Arnar Sigurðsson,Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind í vinnugallann og fleiri spádómar fyrir 2026 Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Krónan er einmitt ekki vandamálið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Áramótaheit þjóðarinnar: Tryggjum gæðamenntun! Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Það er eitthvað svo „Valkyrjulegt“ við það þegar ráðherra hinnar fyrstu verkstjórnar í lýðveldissögunni leggur fram frumvarp sem hann sjálfur skilur ekki. Ráðuneytið skilur það ekki heldur. Skatturinn? Ekki einu sinni hann. En samt á að keyra frumvarpið í gegnum þingið og gera það að lögum. Með öllum tiltækum ráðum. Með afbrigðum, með gaslýsingum og með valdi. Við skulum rifja þetta aðeins upp:Frumvarpið kemur fram eftir að formlegum fresti til lagaframlagningar er lokið. Það er tekið fyrir með afbrigðum. Mælt fyrir því í byrjun maí. Það fer í atvinnuveganefnd. Þar benda fulltrúar minnihlutans strax á að tölurnar standist ekki. Forsendurnar eru óljósar. Reikniformúlurnar óskýrar. En það er auðvitað ekki hlustað. Enda starfandi meirihluti sem telur sig í fullum rétti til að keyra málið áfram, í krafti síns meirihluta. Jafnvel þó að sú vegferð endi ofan í skurði.Þeir sem benda á þetta eru sakaðir um málþóf. Um að vera andlýðræðislegir. Um að vilja ekki „láta hlutina ganga“. Í alvöru? Það er ekki andlýðræðislegt að krefjast þess að lög séu byggð á réttum forsendum. Það er ekki málþóf að vilja skilja hvað á svo á endanum að greiða atkvæði um. Stórnarandstaðan var einfaldlega að vinna vinnuna sína. Bæði í þingsal og í atvinnuveganefnd þingsins. Það er nú kannski eitthvað sem stjórnarmeirihlutinn ætti að taka sér til fyrirmyndar, í stað þess að vera fastur í hömlulausri meðvirkni með hroðvirknislegum vinnubrögðum framkvæmdavaldsins. Sem augljóslega stóðust enga skoðun. En það var aldrei neinn efi um efni málsins í röðum stjórnarmeirihlutans. Þetta var alltaf spurning um að meirihlutinn réði. Meirihlutinn ætlaði að keyra, eitt vanbúnasta mál þingsögunnar í gegnum þingið, í krafti síns meirihluta. Sama hversu vitlausir útreikningarnir voru og forsendur á reiki. Sama hversu illa undirbúið það er. Sama hverjar mögulegar afleiðingar þess á grunnatvinnuveg þjóðarinnar og heilu byggðirnar hefði orðið. Og það þrátt fyrir tugi umsagna er vöruðu við afleiðingum þess, yrði frumvarpið að lögum. Svo kemur auðvitað í ljós að gögnin sem átti að byggja málið á voru gagnslaus. Skatturinn og ráðuneytið voru ekki samstíga. Enda Skattinum ekki hleypt að málinu, fyrr en eftir mikla eftirgangsmuni minnihluta atvinnuveganefnda. Samráð við hagaðlia var lítið sem ekkert. Enda komið í ljós, sé eitthvað að marka orð hæstvirts forsætisráðherra, verkstjóra hinnar miklu verkstjórnar að skattlagningin, beinist fyrst og fremst gegn fimm eða sex fjölskyldum. Engin fagleg vinna. Bara pólitísk pressa. Gengdarlaus frasafroða og stöðugar gaslýsingar ráðherra og stjórnarþingmanna á samfélagsmiðlum og í viðtölum við fjölmiðla. En að mæta í þingsal og standa þar fyrir máli sínu, er þeim gersamlega um megn. Auðvitað vita þau upp á skömmina en þora ekki að afhjúpa hana í heyranda hljóði í þingsal, undir andsvörum og mótrökum stjórnarandstöðu. Þetta er ekki pólitík. Þetta er valdníðsla og hroki, knúinn áfram af minnimáttarkennd stjórnarliða og skorti á sjálfstrausti, sem þarf til þess að geta staðið keikur og viðurkennt eigin mistök. Höfundur er formaður verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir Skoðun
Skoðun Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis - Þögn löggjafans Arnar Sigurðsson,Elías Blöndal Guðjónsson skrifar
Skoðun Gervigreind í vinnugallann og fleiri spádómar fyrir 2026 Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir Skoðun