Veiðigjöld, gaslýsingar og valdníðsla Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 26. júní 2025 11:00 Það er eitthvað svo „Valkyrjulegt“ við það þegar ráðherra hinnar fyrstu verkstjórnar í lýðveldissögunni leggur fram frumvarp sem hann sjálfur skilur ekki. Ráðuneytið skilur það ekki heldur. Skatturinn? Ekki einu sinni hann. En samt á að keyra frumvarpið í gegnum þingið og gera það að lögum. Með öllum tiltækum ráðum. Með afbrigðum, með gaslýsingum og með valdi. Við skulum rifja þetta aðeins upp:Frumvarpið kemur fram eftir að formlegum fresti til lagaframlagningar er lokið. Það er tekið fyrir með afbrigðum. Mælt fyrir því í byrjun maí. Það fer í atvinnuveganefnd. Þar benda fulltrúar minnihlutans strax á að tölurnar standist ekki. Forsendurnar eru óljósar. Reikniformúlurnar óskýrar. En það er auðvitað ekki hlustað. Enda starfandi meirihluti sem telur sig í fullum rétti til að keyra málið áfram, í krafti síns meirihluta. Jafnvel þó að sú vegferð endi ofan í skurði.Þeir sem benda á þetta eru sakaðir um málþóf. Um að vera andlýðræðislegir. Um að vilja ekki „láta hlutina ganga“. Í alvöru? Það er ekki andlýðræðislegt að krefjast þess að lög séu byggð á réttum forsendum. Það er ekki málþóf að vilja skilja hvað á svo á endanum að greiða atkvæði um. Stórnarandstaðan var einfaldlega að vinna vinnuna sína. Bæði í þingsal og í atvinnuveganefnd þingsins. Það er nú kannski eitthvað sem stjórnarmeirihlutinn ætti að taka sér til fyrirmyndar, í stað þess að vera fastur í hömlulausri meðvirkni með hroðvirknislegum vinnubrögðum framkvæmdavaldsins. Sem augljóslega stóðust enga skoðun. En það var aldrei neinn efi um efni málsins í röðum stjórnarmeirihlutans. Þetta var alltaf spurning um að meirihlutinn réði. Meirihlutinn ætlaði að keyra, eitt vanbúnasta mál þingsögunnar í gegnum þingið, í krafti síns meirihluta. Sama hversu vitlausir útreikningarnir voru og forsendur á reiki. Sama hversu illa undirbúið það er. Sama hverjar mögulegar afleiðingar þess á grunnatvinnuveg þjóðarinnar og heilu byggðirnar hefði orðið. Og það þrátt fyrir tugi umsagna er vöruðu við afleiðingum þess, yrði frumvarpið að lögum. Svo kemur auðvitað í ljós að gögnin sem átti að byggja málið á voru gagnslaus. Skatturinn og ráðuneytið voru ekki samstíga. Enda Skattinum ekki hleypt að málinu, fyrr en eftir mikla eftirgangsmuni minnihluta atvinnuveganefnda. Samráð við hagaðlia var lítið sem ekkert. Enda komið í ljós, sé eitthvað að marka orð hæstvirts forsætisráðherra, verkstjóra hinnar miklu verkstjórnar að skattlagningin, beinist fyrst og fremst gegn fimm eða sex fjölskyldum. Engin fagleg vinna. Bara pólitísk pressa. Gengdarlaus frasafroða og stöðugar gaslýsingar ráðherra og stjórnarþingmanna á samfélagsmiðlum og í viðtölum við fjölmiðla. En að mæta í þingsal og standa þar fyrir máli sínu, er þeim gersamlega um megn. Auðvitað vita þau upp á skömmina en þora ekki að afhjúpa hana í heyranda hljóði í þingsal, undir andsvörum og mótrökum stjórnarandstöðu. Þetta er ekki pólitík. Þetta er valdníðsla og hroki, knúinn áfram af minnimáttarkennd stjórnarliða og skorti á sjálfstrausti, sem þarf til þess að geta staðið keikur og viðurkennt eigin mistök. Höfundur er formaður verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjálfstæðisflokkurinn Kristinn Karl Brynjarsson Mest lesið Halldór 11.10.2025 Halldór Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Sjá meira
Það er eitthvað svo „Valkyrjulegt“ við það þegar ráðherra hinnar fyrstu verkstjórnar í lýðveldissögunni leggur fram frumvarp sem hann sjálfur skilur ekki. Ráðuneytið skilur það ekki heldur. Skatturinn? Ekki einu sinni hann. En samt á að keyra frumvarpið í gegnum þingið og gera það að lögum. Með öllum tiltækum ráðum. Með afbrigðum, með gaslýsingum og með valdi. Við skulum rifja þetta aðeins upp:Frumvarpið kemur fram eftir að formlegum fresti til lagaframlagningar er lokið. Það er tekið fyrir með afbrigðum. Mælt fyrir því í byrjun maí. Það fer í atvinnuveganefnd. Þar benda fulltrúar minnihlutans strax á að tölurnar standist ekki. Forsendurnar eru óljósar. Reikniformúlurnar óskýrar. En það er auðvitað ekki hlustað. Enda starfandi meirihluti sem telur sig í fullum rétti til að keyra málið áfram, í krafti síns meirihluta. Jafnvel þó að sú vegferð endi ofan í skurði.Þeir sem benda á þetta eru sakaðir um málþóf. Um að vera andlýðræðislegir. Um að vilja ekki „láta hlutina ganga“. Í alvöru? Það er ekki andlýðræðislegt að krefjast þess að lög séu byggð á réttum forsendum. Það er ekki málþóf að vilja skilja hvað á svo á endanum að greiða atkvæði um. Stórnarandstaðan var einfaldlega að vinna vinnuna sína. Bæði í þingsal og í atvinnuveganefnd þingsins. Það er nú kannski eitthvað sem stjórnarmeirihlutinn ætti að taka sér til fyrirmyndar, í stað þess að vera fastur í hömlulausri meðvirkni með hroðvirknislegum vinnubrögðum framkvæmdavaldsins. Sem augljóslega stóðust enga skoðun. En það var aldrei neinn efi um efni málsins í röðum stjórnarmeirihlutans. Þetta var alltaf spurning um að meirihlutinn réði. Meirihlutinn ætlaði að keyra, eitt vanbúnasta mál þingsögunnar í gegnum þingið, í krafti síns meirihluta. Sama hversu vitlausir útreikningarnir voru og forsendur á reiki. Sama hversu illa undirbúið það er. Sama hverjar mögulegar afleiðingar þess á grunnatvinnuveg þjóðarinnar og heilu byggðirnar hefði orðið. Og það þrátt fyrir tugi umsagna er vöruðu við afleiðingum þess, yrði frumvarpið að lögum. Svo kemur auðvitað í ljós að gögnin sem átti að byggja málið á voru gagnslaus. Skatturinn og ráðuneytið voru ekki samstíga. Enda Skattinum ekki hleypt að málinu, fyrr en eftir mikla eftirgangsmuni minnihluta atvinnuveganefnda. Samráð við hagaðlia var lítið sem ekkert. Enda komið í ljós, sé eitthvað að marka orð hæstvirts forsætisráðherra, verkstjóra hinnar miklu verkstjórnar að skattlagningin, beinist fyrst og fremst gegn fimm eða sex fjölskyldum. Engin fagleg vinna. Bara pólitísk pressa. Gengdarlaus frasafroða og stöðugar gaslýsingar ráðherra og stjórnarþingmanna á samfélagsmiðlum og í viðtölum við fjölmiðla. En að mæta í þingsal og standa þar fyrir máli sínu, er þeim gersamlega um megn. Auðvitað vita þau upp á skömmina en þora ekki að afhjúpa hana í heyranda hljóði í þingsal, undir andsvörum og mótrökum stjórnarandstöðu. Þetta er ekki pólitík. Þetta er valdníðsla og hroki, knúinn áfram af minnimáttarkennd stjórnarliða og skorti á sjálfstrausti, sem þarf til þess að geta staðið keikur og viðurkennt eigin mistök. Höfundur er formaður verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun