„Þetta er svona hús sem er alltaf verið að flytja í og úr“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 25. júní 2025 17:26 Ráðist var í húsleit í Þórólfsgötu 5 í Borgarnesi í síðustu viku í tengslum við umfangsmikla rannsókn lögreglunnar á fíkniefnaframleiðslu. Ja.is Íbúar í Borgarnesi vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar sérsveit réðst í húsleit þar á bæ í tengslum við rannsókn á skipulagðri brotastarfsemi sem talin er tengjast fíkniefnaframleiðslu. Enginn sem fréttastofa ræddi við vissi hverjir bjuggu í húsinu. Lögreglan og sérsveit ríkislögreglustjóra réðust í umfangsmiklar aðgerðir gegn fíkniefnaframleiðslu víða um landið í síðustu viku. Ráðist var í húsleit meðal annars á Raufarhöfn og í Borgarnesi. Rannsóknin teygir anga sína frá Reykjavík að Raufarhöfn. Húsleit stóð yfir í Borgarnesi á sama tíma og í Raufarhöfn að sögn Ásmundar Kristins Ásmundssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns á Vesturlandi. Húsið þar sem ráðist var í húsleit í Borgarnesi er að Þórólfsgötu 5, en nágrannar í hverfinu segjast flestir lítið vita um íbúa hússins. Það hafi skipt um eigendur á undanförnum árum og að miklu leyti staðið tómt. „Ég hélt það byggi enginn þarna, en það hafa núna allavega síðastliðið ár eða eitthvað komið fólk bara öðru hverju. Það er þá yfirleitt þarna í einhvern smá tíma og síðan fer það bara. Við vissum ekki að það væri eitthvað svona í gangi,“ segir einn íbúi. Hann hafi haldið að húsið væri stundum á Airbnb leigu eða annarri skammtímaleigu. „Stundum komu margir bílar og voru þarna í einhverja klukkutíma, það komu kannski alveg þrír til fjórir bílar, og það var alltaf dregið fyrir allt, þannig það sást ekki inn um neina glugga,“ segir íbúinn. Rosalegur fjöldi lögreglumanna Íbúinn segir að gríðarlega margir lögreglumenn hafi tekið þátt í húsleitinni. „Jájá alveg allavega tuttugu. Lögreglan sem er í Borgarnesi, ég býst við að löggan hafi komið frá Akranesi líka, og svo var sérsveitin. Þannig já þetta var rosalegur fjöldi,“ segir hann. Annar íbúi sem fréttastofa ræddi við segir að húsið hafi verið „svona hús sem er alltaf verið að flytja í og úr.“ „Það var vinafólk okkar sem bjó þarna, en þau seldu fyrir einhverjum árum. Það hefur alveg einhver verið þarna að slá garðinn og svona. Við sáum lögguna í síðustu viku en vorum ekkert að spá í þessu,“ segir hann. Annar íbúi sagði að tveir albanskir menn hefðu verið handteknir í aðgerðum lögreglunnar í Borgarnesi, en lögreglan hefur ekki staðfest það. Tilkynning fljótlega Ásmundur Kristinn Ásmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Vesturlandi, segir að von sé á tilkynningu frá lögreglunni fljótlega. Hann segir að rannsókn miði vel áfram. „Það eru yfirheyrslur í gangi eins og hefðbundið er í þessum málum. Það er verið að ná utan um þetta,“ segir hann. Lögreglumál Borgarbyggð Fíkniefnabrot Tengdar fréttir „Mér varð um og ó þegar þeir voru að brjótast inn í húsið“ Íbúar á Raufarhöfn eru furðu lostnir eftir að sérsveit réðst í umfangsmikla húsleit þar á bæ í gær. Húsleitin tengist rannsókn á skipulagðri brotastarfsemi sem talin er tengjast fíkniefnaframleiðslu. Erlendur maður er sagður búa í húsinu en íbúar segja hann hafa búið þar í skamman tíma. 19. júní 2025 12:04 Fimm í haldi vegna fíkniefnamálsins Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur úrskurðað fimm einstaklinga í vikulangt gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að fíkniefnaframleiðslu. Þeir voru handteknir í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu víða um land, meðal annars á Raufarhöfn, á miðvikudag. 20. júní 2025 13:18 Umfangsmikil lögregluaðgerð víða um landið Lögreglan og sérsveitin réðust í umfangsmiklar aðgerðir gegn fíkniefnaframleiðslu víða um landið í gær. Ráðist var í húsleit á Raufarhöfn í gær. 19. júní 2025 09:04 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Fleiri fréttir Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Sjá meira
Lögreglan og sérsveit ríkislögreglustjóra réðust í umfangsmiklar aðgerðir gegn fíkniefnaframleiðslu víða um landið í síðustu viku. Ráðist var í húsleit meðal annars á Raufarhöfn og í Borgarnesi. Rannsóknin teygir anga sína frá Reykjavík að Raufarhöfn. Húsleit stóð yfir í Borgarnesi á sama tíma og í Raufarhöfn að sögn Ásmundar Kristins Ásmundssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns á Vesturlandi. Húsið þar sem ráðist var í húsleit í Borgarnesi er að Þórólfsgötu 5, en nágrannar í hverfinu segjast flestir lítið vita um íbúa hússins. Það hafi skipt um eigendur á undanförnum árum og að miklu leyti staðið tómt. „Ég hélt það byggi enginn þarna, en það hafa núna allavega síðastliðið ár eða eitthvað komið fólk bara öðru hverju. Það er þá yfirleitt þarna í einhvern smá tíma og síðan fer það bara. Við vissum ekki að það væri eitthvað svona í gangi,“ segir einn íbúi. Hann hafi haldið að húsið væri stundum á Airbnb leigu eða annarri skammtímaleigu. „Stundum komu margir bílar og voru þarna í einhverja klukkutíma, það komu kannski alveg þrír til fjórir bílar, og það var alltaf dregið fyrir allt, þannig það sást ekki inn um neina glugga,“ segir íbúinn. Rosalegur fjöldi lögreglumanna Íbúinn segir að gríðarlega margir lögreglumenn hafi tekið þátt í húsleitinni. „Jájá alveg allavega tuttugu. Lögreglan sem er í Borgarnesi, ég býst við að löggan hafi komið frá Akranesi líka, og svo var sérsveitin. Þannig já þetta var rosalegur fjöldi,“ segir hann. Annar íbúi sem fréttastofa ræddi við segir að húsið hafi verið „svona hús sem er alltaf verið að flytja í og úr.“ „Það var vinafólk okkar sem bjó þarna, en þau seldu fyrir einhverjum árum. Það hefur alveg einhver verið þarna að slá garðinn og svona. Við sáum lögguna í síðustu viku en vorum ekkert að spá í þessu,“ segir hann. Annar íbúi sagði að tveir albanskir menn hefðu verið handteknir í aðgerðum lögreglunnar í Borgarnesi, en lögreglan hefur ekki staðfest það. Tilkynning fljótlega Ásmundur Kristinn Ásmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Vesturlandi, segir að von sé á tilkynningu frá lögreglunni fljótlega. Hann segir að rannsókn miði vel áfram. „Það eru yfirheyrslur í gangi eins og hefðbundið er í þessum málum. Það er verið að ná utan um þetta,“ segir hann.
Lögreglumál Borgarbyggð Fíkniefnabrot Tengdar fréttir „Mér varð um og ó þegar þeir voru að brjótast inn í húsið“ Íbúar á Raufarhöfn eru furðu lostnir eftir að sérsveit réðst í umfangsmikla húsleit þar á bæ í gær. Húsleitin tengist rannsókn á skipulagðri brotastarfsemi sem talin er tengjast fíkniefnaframleiðslu. Erlendur maður er sagður búa í húsinu en íbúar segja hann hafa búið þar í skamman tíma. 19. júní 2025 12:04 Fimm í haldi vegna fíkniefnamálsins Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur úrskurðað fimm einstaklinga í vikulangt gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að fíkniefnaframleiðslu. Þeir voru handteknir í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu víða um land, meðal annars á Raufarhöfn, á miðvikudag. 20. júní 2025 13:18 Umfangsmikil lögregluaðgerð víða um landið Lögreglan og sérsveitin réðust í umfangsmiklar aðgerðir gegn fíkniefnaframleiðslu víða um landið í gær. Ráðist var í húsleit á Raufarhöfn í gær. 19. júní 2025 09:04 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Fleiri fréttir Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Sjá meira
„Mér varð um og ó þegar þeir voru að brjótast inn í húsið“ Íbúar á Raufarhöfn eru furðu lostnir eftir að sérsveit réðst í umfangsmikla húsleit þar á bæ í gær. Húsleitin tengist rannsókn á skipulagðri brotastarfsemi sem talin er tengjast fíkniefnaframleiðslu. Erlendur maður er sagður búa í húsinu en íbúar segja hann hafa búið þar í skamman tíma. 19. júní 2025 12:04
Fimm í haldi vegna fíkniefnamálsins Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur úrskurðað fimm einstaklinga í vikulangt gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að fíkniefnaframleiðslu. Þeir voru handteknir í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu víða um land, meðal annars á Raufarhöfn, á miðvikudag. 20. júní 2025 13:18
Umfangsmikil lögregluaðgerð víða um landið Lögreglan og sérsveitin réðust í umfangsmiklar aðgerðir gegn fíkniefnaframleiðslu víða um landið í gær. Ráðist var í húsleit á Raufarhöfn í gær. 19. júní 2025 09:04
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent