„Þetta er svona hús sem er alltaf verið að flytja í og úr“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 25. júní 2025 17:26 Ráðist var í húsleit í Þórólfsgötu 5 í Borgarnesi í síðustu viku í tengslum við umfangsmikla rannsókn lögreglunnar á fíkniefnaframleiðslu. Ja.is Íbúar í Borgarnesi vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar sérsveit réðst í húsleit þar á bæ í tengslum við rannsókn á skipulagðri brotastarfsemi sem talin er tengjast fíkniefnaframleiðslu. Enginn sem fréttastofa ræddi við vissi hverjir bjuggu í húsinu. Lögreglan og sérsveit ríkislögreglustjóra réðust í umfangsmiklar aðgerðir gegn fíkniefnaframleiðslu víða um landið í síðustu viku. Ráðist var í húsleit meðal annars á Raufarhöfn og í Borgarnesi. Rannsóknin teygir anga sína frá Reykjavík að Raufarhöfn. Húsleit stóð yfir í Borgarnesi á sama tíma og í Raufarhöfn að sögn Ásmundar Kristins Ásmundssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns á Vesturlandi. Húsið þar sem ráðist var í húsleit í Borgarnesi er að Þórólfsgötu 5, en nágrannar í hverfinu segjast flestir lítið vita um íbúa hússins. Það hafi skipt um eigendur á undanförnum árum og að miklu leyti staðið tómt. „Ég hélt það byggi enginn þarna, en það hafa núna allavega síðastliðið ár eða eitthvað komið fólk bara öðru hverju. Það er þá yfirleitt þarna í einhvern smá tíma og síðan fer það bara. Við vissum ekki að það væri eitthvað svona í gangi,“ segir einn íbúi. Hann hafi haldið að húsið væri stundum á Airbnb leigu eða annarri skammtímaleigu. „Stundum komu margir bílar og voru þarna í einhverja klukkutíma, það komu kannski alveg þrír til fjórir bílar, og það var alltaf dregið fyrir allt, þannig það sást ekki inn um neina glugga,“ segir íbúinn. Rosalegur fjöldi lögreglumanna Íbúinn segir að gríðarlega margir lögreglumenn hafi tekið þátt í húsleitinni. „Jájá alveg allavega tuttugu. Lögreglan sem er í Borgarnesi, ég býst við að löggan hafi komið frá Akranesi líka, og svo var sérsveitin. Þannig já þetta var rosalegur fjöldi,“ segir hann. Annar íbúi sem fréttastofa ræddi við segir að húsið hafi verið „svona hús sem er alltaf verið að flytja í og úr.“ „Það var vinafólk okkar sem bjó þarna, en þau seldu fyrir einhverjum árum. Það hefur alveg einhver verið þarna að slá garðinn og svona. Við sáum lögguna í síðustu viku en vorum ekkert að spá í þessu,“ segir hann. Annar íbúi sagði að tveir albanskir menn hefðu verið handteknir í aðgerðum lögreglunnar í Borgarnesi, en lögreglan hefur ekki staðfest það. Tilkynning fljótlega Ásmundur Kristinn Ásmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Vesturlandi, segir að von sé á tilkynningu frá lögreglunni fljótlega. Hann segir að rannsókn miði vel áfram. „Það eru yfirheyrslur í gangi eins og hefðbundið er í þessum málum. Það er verið að ná utan um þetta,“ segir hann. Lögreglumál Borgarbyggð Fíkniefnabrot Tengdar fréttir „Mér varð um og ó þegar þeir voru að brjótast inn í húsið“ Íbúar á Raufarhöfn eru furðu lostnir eftir að sérsveit réðst í umfangsmikla húsleit þar á bæ í gær. Húsleitin tengist rannsókn á skipulagðri brotastarfsemi sem talin er tengjast fíkniefnaframleiðslu. Erlendur maður er sagður búa í húsinu en íbúar segja hann hafa búið þar í skamman tíma. 19. júní 2025 12:04 Fimm í haldi vegna fíkniefnamálsins Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur úrskurðað fimm einstaklinga í vikulangt gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að fíkniefnaframleiðslu. Þeir voru handteknir í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu víða um land, meðal annars á Raufarhöfn, á miðvikudag. 20. júní 2025 13:18 Umfangsmikil lögregluaðgerð víða um landið Lögreglan og sérsveitin réðust í umfangsmiklar aðgerðir gegn fíkniefnaframleiðslu víða um landið í gær. Ráðist var í húsleit á Raufarhöfn í gær. 19. júní 2025 09:04 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Lögreglan og sérsveit ríkislögreglustjóra réðust í umfangsmiklar aðgerðir gegn fíkniefnaframleiðslu víða um landið í síðustu viku. Ráðist var í húsleit meðal annars á Raufarhöfn og í Borgarnesi. Rannsóknin teygir anga sína frá Reykjavík að Raufarhöfn. Húsleit stóð yfir í Borgarnesi á sama tíma og í Raufarhöfn að sögn Ásmundar Kristins Ásmundssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns á Vesturlandi. Húsið þar sem ráðist var í húsleit í Borgarnesi er að Þórólfsgötu 5, en nágrannar í hverfinu segjast flestir lítið vita um íbúa hússins. Það hafi skipt um eigendur á undanförnum árum og að miklu leyti staðið tómt. „Ég hélt það byggi enginn þarna, en það hafa núna allavega síðastliðið ár eða eitthvað komið fólk bara öðru hverju. Það er þá yfirleitt þarna í einhvern smá tíma og síðan fer það bara. Við vissum ekki að það væri eitthvað svona í gangi,“ segir einn íbúi. Hann hafi haldið að húsið væri stundum á Airbnb leigu eða annarri skammtímaleigu. „Stundum komu margir bílar og voru þarna í einhverja klukkutíma, það komu kannski alveg þrír til fjórir bílar, og það var alltaf dregið fyrir allt, þannig það sást ekki inn um neina glugga,“ segir íbúinn. Rosalegur fjöldi lögreglumanna Íbúinn segir að gríðarlega margir lögreglumenn hafi tekið þátt í húsleitinni. „Jájá alveg allavega tuttugu. Lögreglan sem er í Borgarnesi, ég býst við að löggan hafi komið frá Akranesi líka, og svo var sérsveitin. Þannig já þetta var rosalegur fjöldi,“ segir hann. Annar íbúi sem fréttastofa ræddi við segir að húsið hafi verið „svona hús sem er alltaf verið að flytja í og úr.“ „Það var vinafólk okkar sem bjó þarna, en þau seldu fyrir einhverjum árum. Það hefur alveg einhver verið þarna að slá garðinn og svona. Við sáum lögguna í síðustu viku en vorum ekkert að spá í þessu,“ segir hann. Annar íbúi sagði að tveir albanskir menn hefðu verið handteknir í aðgerðum lögreglunnar í Borgarnesi, en lögreglan hefur ekki staðfest það. Tilkynning fljótlega Ásmundur Kristinn Ásmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Vesturlandi, segir að von sé á tilkynningu frá lögreglunni fljótlega. Hann segir að rannsókn miði vel áfram. „Það eru yfirheyrslur í gangi eins og hefðbundið er í þessum málum. Það er verið að ná utan um þetta,“ segir hann.
Lögreglumál Borgarbyggð Fíkniefnabrot Tengdar fréttir „Mér varð um og ó þegar þeir voru að brjótast inn í húsið“ Íbúar á Raufarhöfn eru furðu lostnir eftir að sérsveit réðst í umfangsmikla húsleit þar á bæ í gær. Húsleitin tengist rannsókn á skipulagðri brotastarfsemi sem talin er tengjast fíkniefnaframleiðslu. Erlendur maður er sagður búa í húsinu en íbúar segja hann hafa búið þar í skamman tíma. 19. júní 2025 12:04 Fimm í haldi vegna fíkniefnamálsins Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur úrskurðað fimm einstaklinga í vikulangt gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að fíkniefnaframleiðslu. Þeir voru handteknir í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu víða um land, meðal annars á Raufarhöfn, á miðvikudag. 20. júní 2025 13:18 Umfangsmikil lögregluaðgerð víða um landið Lögreglan og sérsveitin réðust í umfangsmiklar aðgerðir gegn fíkniefnaframleiðslu víða um landið í gær. Ráðist var í húsleit á Raufarhöfn í gær. 19. júní 2025 09:04 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
„Mér varð um og ó þegar þeir voru að brjótast inn í húsið“ Íbúar á Raufarhöfn eru furðu lostnir eftir að sérsveit réðst í umfangsmikla húsleit þar á bæ í gær. Húsleitin tengist rannsókn á skipulagðri brotastarfsemi sem talin er tengjast fíkniefnaframleiðslu. Erlendur maður er sagður búa í húsinu en íbúar segja hann hafa búið þar í skamman tíma. 19. júní 2025 12:04
Fimm í haldi vegna fíkniefnamálsins Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur úrskurðað fimm einstaklinga í vikulangt gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að fíkniefnaframleiðslu. Þeir voru handteknir í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu víða um land, meðal annars á Raufarhöfn, á miðvikudag. 20. júní 2025 13:18
Umfangsmikil lögregluaðgerð víða um landið Lögreglan og sérsveitin réðust í umfangsmiklar aðgerðir gegn fíkniefnaframleiðslu víða um landið í gær. Ráðist var í húsleit á Raufarhöfn í gær. 19. júní 2025 09:04