„Þetta er svona hús sem er alltaf verið að flytja í og úr“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 25. júní 2025 17:26 Ráðist var í húsleit í Þórólfsgötu 5 í Borgarnesi í síðustu viku í tengslum við umfangsmikla rannsókn lögreglunnar á fíkniefnaframleiðslu. Ja.is Íbúar í Borgarnesi vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar sérsveit réðst í húsleit þar á bæ í tengslum við rannsókn á skipulagðri brotastarfsemi sem talin er tengjast fíkniefnaframleiðslu. Enginn sem fréttastofa ræddi við vissi hverjir bjuggu í húsinu. Lögreglan og sérsveit ríkislögreglustjóra réðust í umfangsmiklar aðgerðir gegn fíkniefnaframleiðslu víða um landið í síðustu viku. Ráðist var í húsleit meðal annars á Raufarhöfn og í Borgarnesi. Rannsóknin teygir anga sína frá Reykjavík að Raufarhöfn. Húsleit stóð yfir í Borgarnesi á sama tíma og í Raufarhöfn að sögn Ásmundar Kristins Ásmundssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns á Vesturlandi. Húsið þar sem ráðist var í húsleit í Borgarnesi er að Þórólfsgötu 5, en nágrannar í hverfinu segjast flestir lítið vita um íbúa hússins. Það hafi skipt um eigendur á undanförnum árum og að miklu leyti staðið tómt. „Ég hélt það byggi enginn þarna, en það hafa núna allavega síðastliðið ár eða eitthvað komið fólk bara öðru hverju. Það er þá yfirleitt þarna í einhvern smá tíma og síðan fer það bara. Við vissum ekki að það væri eitthvað svona í gangi,“ segir einn íbúi. Hann hafi haldið að húsið væri stundum á Airbnb leigu eða annarri skammtímaleigu. „Stundum komu margir bílar og voru þarna í einhverja klukkutíma, það komu kannski alveg þrír til fjórir bílar, og það var alltaf dregið fyrir allt, þannig það sást ekki inn um neina glugga,“ segir íbúinn. Rosalegur fjöldi lögreglumanna Íbúinn segir að gríðarlega margir lögreglumenn hafi tekið þátt í húsleitinni. „Jájá alveg allavega tuttugu. Lögreglan sem er í Borgarnesi, ég býst við að löggan hafi komið frá Akranesi líka, og svo var sérsveitin. Þannig já þetta var rosalegur fjöldi,“ segir hann. Annar íbúi sem fréttastofa ræddi við segir að húsið hafi verið „svona hús sem er alltaf verið að flytja í og úr.“ „Það var vinafólk okkar sem bjó þarna, en þau seldu fyrir einhverjum árum. Það hefur alveg einhver verið þarna að slá garðinn og svona. Við sáum lögguna í síðustu viku en vorum ekkert að spá í þessu,“ segir hann. Annar íbúi sagði að tveir albanskir menn hefðu verið handteknir í aðgerðum lögreglunnar í Borgarnesi, en lögreglan hefur ekki staðfest það. Tilkynning fljótlega Ásmundur Kristinn Ásmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Vesturlandi, segir að von sé á tilkynningu frá lögreglunni fljótlega. Hann segir að rannsókn miði vel áfram. „Það eru yfirheyrslur í gangi eins og hefðbundið er í þessum málum. Það er verið að ná utan um þetta,“ segir hann. Lögreglumál Borgarbyggð Fíkniefnabrot Tengdar fréttir „Mér varð um og ó þegar þeir voru að brjótast inn í húsið“ Íbúar á Raufarhöfn eru furðu lostnir eftir að sérsveit réðst í umfangsmikla húsleit þar á bæ í gær. Húsleitin tengist rannsókn á skipulagðri brotastarfsemi sem talin er tengjast fíkniefnaframleiðslu. Erlendur maður er sagður búa í húsinu en íbúar segja hann hafa búið þar í skamman tíma. 19. júní 2025 12:04 Fimm í haldi vegna fíkniefnamálsins Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur úrskurðað fimm einstaklinga í vikulangt gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að fíkniefnaframleiðslu. Þeir voru handteknir í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu víða um land, meðal annars á Raufarhöfn, á miðvikudag. 20. júní 2025 13:18 Umfangsmikil lögregluaðgerð víða um landið Lögreglan og sérsveitin réðust í umfangsmiklar aðgerðir gegn fíkniefnaframleiðslu víða um landið í gær. Ráðist var í húsleit á Raufarhöfn í gær. 19. júní 2025 09:04 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Fleiri fréttir Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Sjá meira
Lögreglan og sérsveit ríkislögreglustjóra réðust í umfangsmiklar aðgerðir gegn fíkniefnaframleiðslu víða um landið í síðustu viku. Ráðist var í húsleit meðal annars á Raufarhöfn og í Borgarnesi. Rannsóknin teygir anga sína frá Reykjavík að Raufarhöfn. Húsleit stóð yfir í Borgarnesi á sama tíma og í Raufarhöfn að sögn Ásmundar Kristins Ásmundssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns á Vesturlandi. Húsið þar sem ráðist var í húsleit í Borgarnesi er að Þórólfsgötu 5, en nágrannar í hverfinu segjast flestir lítið vita um íbúa hússins. Það hafi skipt um eigendur á undanförnum árum og að miklu leyti staðið tómt. „Ég hélt það byggi enginn þarna, en það hafa núna allavega síðastliðið ár eða eitthvað komið fólk bara öðru hverju. Það er þá yfirleitt þarna í einhvern smá tíma og síðan fer það bara. Við vissum ekki að það væri eitthvað svona í gangi,“ segir einn íbúi. Hann hafi haldið að húsið væri stundum á Airbnb leigu eða annarri skammtímaleigu. „Stundum komu margir bílar og voru þarna í einhverja klukkutíma, það komu kannski alveg þrír til fjórir bílar, og það var alltaf dregið fyrir allt, þannig það sást ekki inn um neina glugga,“ segir íbúinn. Rosalegur fjöldi lögreglumanna Íbúinn segir að gríðarlega margir lögreglumenn hafi tekið þátt í húsleitinni. „Jájá alveg allavega tuttugu. Lögreglan sem er í Borgarnesi, ég býst við að löggan hafi komið frá Akranesi líka, og svo var sérsveitin. Þannig já þetta var rosalegur fjöldi,“ segir hann. Annar íbúi sem fréttastofa ræddi við segir að húsið hafi verið „svona hús sem er alltaf verið að flytja í og úr.“ „Það var vinafólk okkar sem bjó þarna, en þau seldu fyrir einhverjum árum. Það hefur alveg einhver verið þarna að slá garðinn og svona. Við sáum lögguna í síðustu viku en vorum ekkert að spá í þessu,“ segir hann. Annar íbúi sagði að tveir albanskir menn hefðu verið handteknir í aðgerðum lögreglunnar í Borgarnesi, en lögreglan hefur ekki staðfest það. Tilkynning fljótlega Ásmundur Kristinn Ásmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Vesturlandi, segir að von sé á tilkynningu frá lögreglunni fljótlega. Hann segir að rannsókn miði vel áfram. „Það eru yfirheyrslur í gangi eins og hefðbundið er í þessum málum. Það er verið að ná utan um þetta,“ segir hann.
Lögreglumál Borgarbyggð Fíkniefnabrot Tengdar fréttir „Mér varð um og ó þegar þeir voru að brjótast inn í húsið“ Íbúar á Raufarhöfn eru furðu lostnir eftir að sérsveit réðst í umfangsmikla húsleit þar á bæ í gær. Húsleitin tengist rannsókn á skipulagðri brotastarfsemi sem talin er tengjast fíkniefnaframleiðslu. Erlendur maður er sagður búa í húsinu en íbúar segja hann hafa búið þar í skamman tíma. 19. júní 2025 12:04 Fimm í haldi vegna fíkniefnamálsins Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur úrskurðað fimm einstaklinga í vikulangt gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að fíkniefnaframleiðslu. Þeir voru handteknir í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu víða um land, meðal annars á Raufarhöfn, á miðvikudag. 20. júní 2025 13:18 Umfangsmikil lögregluaðgerð víða um landið Lögreglan og sérsveitin réðust í umfangsmiklar aðgerðir gegn fíkniefnaframleiðslu víða um landið í gær. Ráðist var í húsleit á Raufarhöfn í gær. 19. júní 2025 09:04 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Fleiri fréttir Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Sjá meira
„Mér varð um og ó þegar þeir voru að brjótast inn í húsið“ Íbúar á Raufarhöfn eru furðu lostnir eftir að sérsveit réðst í umfangsmikla húsleit þar á bæ í gær. Húsleitin tengist rannsókn á skipulagðri brotastarfsemi sem talin er tengjast fíkniefnaframleiðslu. Erlendur maður er sagður búa í húsinu en íbúar segja hann hafa búið þar í skamman tíma. 19. júní 2025 12:04
Fimm í haldi vegna fíkniefnamálsins Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur úrskurðað fimm einstaklinga í vikulangt gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að fíkniefnaframleiðslu. Þeir voru handteknir í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu víða um land, meðal annars á Raufarhöfn, á miðvikudag. 20. júní 2025 13:18
Umfangsmikil lögregluaðgerð víða um landið Lögreglan og sérsveitin réðust í umfangsmiklar aðgerðir gegn fíkniefnaframleiðslu víða um landið í gær. Ráðist var í húsleit á Raufarhöfn í gær. 19. júní 2025 09:04