Samkeppnin tryggir hag neytenda Hanna Katrín Friðriksson skrifar 25. júní 2025 15:02 Matvöruverð á Íslandi hefur hækkað um tæp 6% á undanförnum mánuðum þrátt fyrir styrkingu krónunnar sem vanalega dregur úr verðhækkun á innfluttri vöru. Þetta vekur áleitnar spurningar: Er um tímabundna sveiflu að ræða, eða endurspeglar hækkunin dýpri vandamál í kerfinu? Við þurfum öll að vera vel á verði varðandi verðlag. ASÍ hefur unnið mikilvægt starf í verðlagseftirliti og m.a. þróað smáforritið Nappið, sem gerir fólki kleift að bera saman verð milli verslana með einfaldri skönnun. Um 25 þúsund notendur hafa sótt forritið, og viðtökurnar sýna skýrt að neytendur kalla eftir auknu gagnsæi í verðlagningu. Varðandi nýlegar verðhækkanir skera þrír flokkar matvöru sig sérstaklega úr; kaffi og kakó, grænmeti og ávextir og kjötvörur. Heimsmarkaðsverð á kaffi og kakó hefur hækkað gríðarlega á undanförnum misserum og má aðallega rekja þá þróun til áhrifa loftslagsbreytinga sem hafa valdið uppskerubresti víða um heim. Hér á landi hafa kartöflur hækkað um 20% á undanförnu ári þó heimsmarkaðsverð hafi ekki verið lægra í fjögur ár. Ástæður þess má meðal annars rekja til óhagstæðs veðurfars. Þá hafa grænmetisbændur talað um að hækkun á orkuverði hafi mikil áhrif á reksturinn og má vera að sú hækkun sé komin fram í afurðaverðinu. Að auki hefur mjög skæður plöntusjúkdómur herjað á sítrusávexti og valdið miklum afföllum hjá ræktendum í helstu framleiðslulöndum. Kjötið hækkar sérstaklega Verðhækkun á kjöti þarf að skoða nánar – sérstaklega í ljósi þeirrar umfangsmiklu undanþágu sem innlendum kjötafurðastöðvum var veitt frá ákvæðum samkeppnislaga með breyttum búvörulögum á síðasta ári. Með breytingunum geta afurðastöðvar nú sameinast án eftirlits samkeppnisyfirvalda óháð því hversu mikilli yfirburða samkeppnisstöðu þær eru í, Samkeppniseftirlitið getur ekki rannsakað áhrif samruna á hag neytenda. Þessar breytingar áttu að veita afurðastöðvum tækifæri til þess að hagræða með tilheyrandi ábata fyrir bændur og neytendur. Verðhækkunin vekur hins vegar áleitnar spurningar. Hefur undanþágan verið nýtt til slíkrar hagræðingar – eða til að hækka verð? Frjáls og opin samkeppni er besta leiðin til þess að tryggja neytendum hagstætt verð. Verðhækkun stafar af margvíslegum þáttum eins og hér er rakið en skortur á samkeppni viðheldur hærra verði. Skortur á samkeppni dregur líka úr hvata til nýsköpunar og umbóta sem kemur neytendum til góða. Þess vegna er nú í meðferð Alþingis frumvarp mitt þar sem þessar illa ígrunduðu undanþágur frá samkeppnislögum eru afturkallaðar. Í haust mun ég síðan leggja fram annað frumvarp sem tryggir bændum sambærileg tækifæri til samstarfs og tíðkast í nágrannaríkjunum án þess að mikilvægum leikreglum samkeppninnar sé fórnað. Matarverð kemur okkur öllum við. Það skiptir máli að stjórnvöld séu vakandi fyrir því ef það hækkar óeðlilega mikið. Í samræmi við áherslur ríkisstjórnarinnar á öfluga neytendavernd og virka samkeppni hef ég sett á fót sérstakt markaðs- og neytendateymi innan atvinnuvegaráðuneytisins. Verkefni teymisins er að vakta og greina þróun vísitölu neysluverðs og undirliggjandi áhrifaþætti til að geta brugðist við með skjótum hætti þar sem hægt er. Höfundur er atvinnuvegaráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Matvöruverslun Fjármál heimilisins Verðlag Landbúnaður Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Sjá meira
Matvöruverð á Íslandi hefur hækkað um tæp 6% á undanförnum mánuðum þrátt fyrir styrkingu krónunnar sem vanalega dregur úr verðhækkun á innfluttri vöru. Þetta vekur áleitnar spurningar: Er um tímabundna sveiflu að ræða, eða endurspeglar hækkunin dýpri vandamál í kerfinu? Við þurfum öll að vera vel á verði varðandi verðlag. ASÍ hefur unnið mikilvægt starf í verðlagseftirliti og m.a. þróað smáforritið Nappið, sem gerir fólki kleift að bera saman verð milli verslana með einfaldri skönnun. Um 25 þúsund notendur hafa sótt forritið, og viðtökurnar sýna skýrt að neytendur kalla eftir auknu gagnsæi í verðlagningu. Varðandi nýlegar verðhækkanir skera þrír flokkar matvöru sig sérstaklega úr; kaffi og kakó, grænmeti og ávextir og kjötvörur. Heimsmarkaðsverð á kaffi og kakó hefur hækkað gríðarlega á undanförnum misserum og má aðallega rekja þá þróun til áhrifa loftslagsbreytinga sem hafa valdið uppskerubresti víða um heim. Hér á landi hafa kartöflur hækkað um 20% á undanförnu ári þó heimsmarkaðsverð hafi ekki verið lægra í fjögur ár. Ástæður þess má meðal annars rekja til óhagstæðs veðurfars. Þá hafa grænmetisbændur talað um að hækkun á orkuverði hafi mikil áhrif á reksturinn og má vera að sú hækkun sé komin fram í afurðaverðinu. Að auki hefur mjög skæður plöntusjúkdómur herjað á sítrusávexti og valdið miklum afföllum hjá ræktendum í helstu framleiðslulöndum. Kjötið hækkar sérstaklega Verðhækkun á kjöti þarf að skoða nánar – sérstaklega í ljósi þeirrar umfangsmiklu undanþágu sem innlendum kjötafurðastöðvum var veitt frá ákvæðum samkeppnislaga með breyttum búvörulögum á síðasta ári. Með breytingunum geta afurðastöðvar nú sameinast án eftirlits samkeppnisyfirvalda óháð því hversu mikilli yfirburða samkeppnisstöðu þær eru í, Samkeppniseftirlitið getur ekki rannsakað áhrif samruna á hag neytenda. Þessar breytingar áttu að veita afurðastöðvum tækifæri til þess að hagræða með tilheyrandi ábata fyrir bændur og neytendur. Verðhækkunin vekur hins vegar áleitnar spurningar. Hefur undanþágan verið nýtt til slíkrar hagræðingar – eða til að hækka verð? Frjáls og opin samkeppni er besta leiðin til þess að tryggja neytendum hagstætt verð. Verðhækkun stafar af margvíslegum þáttum eins og hér er rakið en skortur á samkeppni viðheldur hærra verði. Skortur á samkeppni dregur líka úr hvata til nýsköpunar og umbóta sem kemur neytendum til góða. Þess vegna er nú í meðferð Alþingis frumvarp mitt þar sem þessar illa ígrunduðu undanþágur frá samkeppnislögum eru afturkallaðar. Í haust mun ég síðan leggja fram annað frumvarp sem tryggir bændum sambærileg tækifæri til samstarfs og tíðkast í nágrannaríkjunum án þess að mikilvægum leikreglum samkeppninnar sé fórnað. Matarverð kemur okkur öllum við. Það skiptir máli að stjórnvöld séu vakandi fyrir því ef það hækkar óeðlilega mikið. Í samræmi við áherslur ríkisstjórnarinnar á öfluga neytendavernd og virka samkeppni hef ég sett á fót sérstakt markaðs- og neytendateymi innan atvinnuvegaráðuneytisins. Verkefni teymisins er að vakta og greina þróun vísitölu neysluverðs og undirliggjandi áhrifaþætti til að geta brugðist við með skjótum hætti þar sem hægt er. Höfundur er atvinnuvegaráðherra
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun