Biðst afsökunar á gyðingahatri Svíþjóðardemókrata Kjartan Kjartansson skrifar 25. júní 2025 09:12 Jimmie Åkesson, leiðtogi Svíþjóðardemókrata, segir að sér þyki óþægilegt að sænskir gyðingar hafi þurft að óttast flokkinn á ákveðnu tímabili. Vísir/EPA Leiðtogi jaðarhægriflokksins Svíþjóðardemókrata baðst afsökunar á gyðingahatri flokksmanna á upphafsárum hans í gær. Umfangsmikil úttekt á sögu hvítrar þjóðernishyggju og öfgahægristefnu innan flokksins verður birt á morgun. Hvítbókin um rætur Svíþjóðardemókrata er sögð telja hundruð blaðsíðna. Í henni rekur sagnfræðingur sögu flokksins frá stofnun árið 1988 þar til hann hóf þátttöku í sænskum stjórnmálum á landsvísu árið 2010. Þar er sagt koma fram hvernig flokkurinn spratt upp úr þjóðernishreyfingu sem innihélt meðal annars öfgahægrimenn, fasista og nasista. Einstaklingar úr nýnasistahreyfingunni hefðu komið með gyðingahatur inn í flokkinn. Það hafi komið fram í orðræðu flokksmanna og verið sýnilegt í bæði innra og ytra starfi flokksins, að því er kemur fram í frétt sænska ríkisútvarpsins. Jimmie Åkesson, leiðtogi Svíþjóðardemókrata, bað þá sem hefðu upplifað ógn af gyðingahatri flokksmanna á upphafsárum flokksins afsökunar í ræðu í Almedalen í gærkvöldi. „Ég harma innilega og biðst afsökunar á að flokkurinn minn hafi þá hýst fólk sem aðhylltist gyðingahatur,“ sagði Åkesson sem vildi þó ekki meina að gyðingahatur hafi verið hluti af stefnu flokksins á þeim tíma. Svíþjóðardemókratar verja minnihlutastjórn hægriflokka falli en eiga ekki sæti í henni sjálfir. Dekkar alla söguna Åkesson kynnti fyrst hugmynd um hvítbók um sögu flokksins með tilliti til tengsla hans við nasisma og aðra öfgahyggju fyrir þingkosningar árið 2018. Enginn fannst þó til þess að taka verkið að sér fyrr en árið 2021. Fyrri hluti hvítbókarinnar um stofnun flokksins var kynntur árið 2022 en seinni hlutinn verður birtur á morgun. Spurningar hafa verið á lofti um hvort að Tony Gustafsson, sagnfræðingurinn sem tók hvítbókina saman, sé raunverulega óháður eftir að í ljós kom að hann var sjálfur félagi í Svíþjóðardemókrötum á sínum tíma. Úttektin var tilbúin í fyrra og vöknuðu fleiri spurningar vegna þess langa tíma sem tók að birta hana. Forstöðumaður stofnunar Gautaborgarháskóla sem miðlar upplýsingum um kynþátta- og öfgahyggju sem hefur lesið stóran hluta hvítbókarinnar segir að svo virðist sem að hún nái yfir allt sem skyldi. Jafnvel sé farið yfir hluti í sögu flokksins sem hann var ekki viss um að yrði tekið á. Nú segir Åkesson að flokkurinn hafi gert upp fortíð sína og sett sér skýr mörk. Svíþjóð Kynþáttafordómar Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Erlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Fleiri fréttir Fimm látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Sjá meira
Hvítbókin um rætur Svíþjóðardemókrata er sögð telja hundruð blaðsíðna. Í henni rekur sagnfræðingur sögu flokksins frá stofnun árið 1988 þar til hann hóf þátttöku í sænskum stjórnmálum á landsvísu árið 2010. Þar er sagt koma fram hvernig flokkurinn spratt upp úr þjóðernishreyfingu sem innihélt meðal annars öfgahægrimenn, fasista og nasista. Einstaklingar úr nýnasistahreyfingunni hefðu komið með gyðingahatur inn í flokkinn. Það hafi komið fram í orðræðu flokksmanna og verið sýnilegt í bæði innra og ytra starfi flokksins, að því er kemur fram í frétt sænska ríkisútvarpsins. Jimmie Åkesson, leiðtogi Svíþjóðardemókrata, bað þá sem hefðu upplifað ógn af gyðingahatri flokksmanna á upphafsárum flokksins afsökunar í ræðu í Almedalen í gærkvöldi. „Ég harma innilega og biðst afsökunar á að flokkurinn minn hafi þá hýst fólk sem aðhylltist gyðingahatur,“ sagði Åkesson sem vildi þó ekki meina að gyðingahatur hafi verið hluti af stefnu flokksins á þeim tíma. Svíþjóðardemókratar verja minnihlutastjórn hægriflokka falli en eiga ekki sæti í henni sjálfir. Dekkar alla söguna Åkesson kynnti fyrst hugmynd um hvítbók um sögu flokksins með tilliti til tengsla hans við nasisma og aðra öfgahyggju fyrir þingkosningar árið 2018. Enginn fannst þó til þess að taka verkið að sér fyrr en árið 2021. Fyrri hluti hvítbókarinnar um stofnun flokksins var kynntur árið 2022 en seinni hlutinn verður birtur á morgun. Spurningar hafa verið á lofti um hvort að Tony Gustafsson, sagnfræðingurinn sem tók hvítbókina saman, sé raunverulega óháður eftir að í ljós kom að hann var sjálfur félagi í Svíþjóðardemókrötum á sínum tíma. Úttektin var tilbúin í fyrra og vöknuðu fleiri spurningar vegna þess langa tíma sem tók að birta hana. Forstöðumaður stofnunar Gautaborgarháskóla sem miðlar upplýsingum um kynþátta- og öfgahyggju sem hefur lesið stóran hluta hvítbókarinnar segir að svo virðist sem að hún nái yfir allt sem skyldi. Jafnvel sé farið yfir hluti í sögu flokksins sem hann var ekki viss um að yrði tekið á. Nú segir Åkesson að flokkurinn hafi gert upp fortíð sína og sett sér skýr mörk.
Svíþjóð Kynþáttafordómar Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Erlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Fleiri fréttir Fimm látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Sjá meira