Biðst afsökunar á gyðingahatri Svíþjóðardemókrata Kjartan Kjartansson skrifar 25. júní 2025 09:12 Jimmie Åkesson, leiðtogi Svíþjóðardemókrata, segir að sér þyki óþægilegt að sænskir gyðingar hafi þurft að óttast flokkinn á ákveðnu tímabili. Vísir/EPA Leiðtogi jaðarhægriflokksins Svíþjóðardemókrata baðst afsökunar á gyðingahatri flokksmanna á upphafsárum hans í gær. Umfangsmikil úttekt á sögu hvítrar þjóðernishyggju og öfgahægristefnu innan flokksins verður birt á morgun. Hvítbókin um rætur Svíþjóðardemókrata er sögð telja hundruð blaðsíðna. Í henni rekur sagnfræðingur sögu flokksins frá stofnun árið 1988 þar til hann hóf þátttöku í sænskum stjórnmálum á landsvísu árið 2010. Þar er sagt koma fram hvernig flokkurinn spratt upp úr þjóðernishreyfingu sem innihélt meðal annars öfgahægrimenn, fasista og nasista. Einstaklingar úr nýnasistahreyfingunni hefðu komið með gyðingahatur inn í flokkinn. Það hafi komið fram í orðræðu flokksmanna og verið sýnilegt í bæði innra og ytra starfi flokksins, að því er kemur fram í frétt sænska ríkisútvarpsins. Jimmie Åkesson, leiðtogi Svíþjóðardemókrata, bað þá sem hefðu upplifað ógn af gyðingahatri flokksmanna á upphafsárum flokksins afsökunar í ræðu í Almedalen í gærkvöldi. „Ég harma innilega og biðst afsökunar á að flokkurinn minn hafi þá hýst fólk sem aðhylltist gyðingahatur,“ sagði Åkesson sem vildi þó ekki meina að gyðingahatur hafi verið hluti af stefnu flokksins á þeim tíma. Svíþjóðardemókratar verja minnihlutastjórn hægriflokka falli en eiga ekki sæti í henni sjálfir. Dekkar alla söguna Åkesson kynnti fyrst hugmynd um hvítbók um sögu flokksins með tilliti til tengsla hans við nasisma og aðra öfgahyggju fyrir þingkosningar árið 2018. Enginn fannst þó til þess að taka verkið að sér fyrr en árið 2021. Fyrri hluti hvítbókarinnar um stofnun flokksins var kynntur árið 2022 en seinni hlutinn verður birtur á morgun. Spurningar hafa verið á lofti um hvort að Tony Gustafsson, sagnfræðingurinn sem tók hvítbókina saman, sé raunverulega óháður eftir að í ljós kom að hann var sjálfur félagi í Svíþjóðardemókrötum á sínum tíma. Úttektin var tilbúin í fyrra og vöknuðu fleiri spurningar vegna þess langa tíma sem tók að birta hana. Forstöðumaður stofnunar Gautaborgarháskóla sem miðlar upplýsingum um kynþátta- og öfgahyggju sem hefur lesið stóran hluta hvítbókarinnar segir að svo virðist sem að hún nái yfir allt sem skyldi. Jafnvel sé farið yfir hluti í sögu flokksins sem hann var ekki viss um að yrði tekið á. Nú segir Åkesson að flokkurinn hafi gert upp fortíð sína og sett sér skýr mörk. Svíþjóð Kynþáttafordómar Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Hvítbókin um rætur Svíþjóðardemókrata er sögð telja hundruð blaðsíðna. Í henni rekur sagnfræðingur sögu flokksins frá stofnun árið 1988 þar til hann hóf þátttöku í sænskum stjórnmálum á landsvísu árið 2010. Þar er sagt koma fram hvernig flokkurinn spratt upp úr þjóðernishreyfingu sem innihélt meðal annars öfgahægrimenn, fasista og nasista. Einstaklingar úr nýnasistahreyfingunni hefðu komið með gyðingahatur inn í flokkinn. Það hafi komið fram í orðræðu flokksmanna og verið sýnilegt í bæði innra og ytra starfi flokksins, að því er kemur fram í frétt sænska ríkisútvarpsins. Jimmie Åkesson, leiðtogi Svíþjóðardemókrata, bað þá sem hefðu upplifað ógn af gyðingahatri flokksmanna á upphafsárum flokksins afsökunar í ræðu í Almedalen í gærkvöldi. „Ég harma innilega og biðst afsökunar á að flokkurinn minn hafi þá hýst fólk sem aðhylltist gyðingahatur,“ sagði Åkesson sem vildi þó ekki meina að gyðingahatur hafi verið hluti af stefnu flokksins á þeim tíma. Svíþjóðardemókratar verja minnihlutastjórn hægriflokka falli en eiga ekki sæti í henni sjálfir. Dekkar alla söguna Åkesson kynnti fyrst hugmynd um hvítbók um sögu flokksins með tilliti til tengsla hans við nasisma og aðra öfgahyggju fyrir þingkosningar árið 2018. Enginn fannst þó til þess að taka verkið að sér fyrr en árið 2021. Fyrri hluti hvítbókarinnar um stofnun flokksins var kynntur árið 2022 en seinni hlutinn verður birtur á morgun. Spurningar hafa verið á lofti um hvort að Tony Gustafsson, sagnfræðingurinn sem tók hvítbókina saman, sé raunverulega óháður eftir að í ljós kom að hann var sjálfur félagi í Svíþjóðardemókrötum á sínum tíma. Úttektin var tilbúin í fyrra og vöknuðu fleiri spurningar vegna þess langa tíma sem tók að birta hana. Forstöðumaður stofnunar Gautaborgarháskóla sem miðlar upplýsingum um kynþátta- og öfgahyggju sem hefur lesið stóran hluta hvítbókarinnar segir að svo virðist sem að hún nái yfir allt sem skyldi. Jafnvel sé farið yfir hluti í sögu flokksins sem hann var ekki viss um að yrði tekið á. Nú segir Åkesson að flokkurinn hafi gert upp fortíð sína og sett sér skýr mörk.
Svíþjóð Kynþáttafordómar Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent