„Þrátt fyrir allan þennan vígbúnað þá er þetta mjög vinalegt“ Smári Jökull Jónsson skrifar 24. júní 2025 19:11 Kristinn Ingvarsson hefur verið búsettur í Haag síðastliðin þrjú ár og segir löggæslumenn vinalega þrátt fyrir mikinn vígbúnað. Vísir/Getty/Aðsend Íslendingur sem býr í nánasta nágrenni við leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins í Haag segir undirbúning fundarins hafa haft mikil áhrif á daglegt líf íbúa. Mikill vígbúnaður er í borginni en hann segir löggæslumenn vera einstaklega vinalega. Kristinn Ingvarsson hefur verið búsettur í Haag síðastliðin þrjú ár og býr í nánasta nágrenni við ráðstefnuhöllina. Hann segir undirbúning fundarins hafa haft áhrif á lífsgæði íbúa. „Þeir loka hér stórri umferðaræð í apríl og hún verður lokuð fram í ágúst. Daglegt líf, ferðir til og frá vinnu breyttust stórkostlega í apríl,“ sagði Kristinn í viðtali sem birtist í Kvöldfréttum Sýnar. Hann segir viðburðinn hafa haft mikil áhrif á íbúa í nágrenninu sem sé þekkt ráðstefnusvæði auk þess sem höfuðstöðvar Europol séu í borginni. Grunnskólanemendur fengu óvænt þriggja daga frí þar sem skólum var lokað á meðan á fundinum stendur og íbúar í hverfinu hafa flutt á hótel eða í sumarhús. Um 28.000 löggæslumenn eru við störf í borginni þessa daga. „Þeir eru hér á hverju götuhorni, bæði lögregla og her. Allir ótrúlega vinalegir. Þrátt fyrir allar þessar byssur og allan þennan vígbúnað þá er þetta einhvern veginn mjög vinalegt.“ „Ég verð voða glaður að geta fengið mína litlu skottu heim“ Kristinn segir að fréttir hafi borist að mótmælendur ætli að koma til borgarinnar og að töluverður fjöldi hafi skráð sig hjá borgaryfirvöldum, allt frá fámennum hópum upp í samtök sem búast við þúsundum. Lítið hefur þó borið á mótmælunum enn sem komið er. „Hér er einstaklega rólegt og ef það væri ekki fyrir herinn hérna fyrir utan og þyrlurnar sem svífa hér yfir stöðugt þá bara vissum við ekki af þessum fundi.“ Kristinn og fjölskylda hans komu til Hollands aðfaranótt mánudags eftir dvöl á Íslandi. Síðan þá hefur dóttir hans búið hjá vinafólki þar sem almenningssamgöngur eru breyttar og mikið af götum lokaðar í grennd við heimili þeirra. Ferðin í skólann hefði því verið ansi löng. „Ég hugsa að ég verði rosalega feginn í ágúst þegar umferðaræðarnar opna aftur,“ en meðal annars þurfti að loka umferðargötum til að byggja hús sem síðan verða rifin. Það tekur sinn tíma. „Fundurinn sem slíkur, ég verð voða glaður að geta fengið mína litlu skottu heim.“ NATO Holland Íslendingar erlendis Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Kristinn Ingvarsson hefur verið búsettur í Haag síðastliðin þrjú ár og býr í nánasta nágrenni við ráðstefnuhöllina. Hann segir undirbúning fundarins hafa haft áhrif á lífsgæði íbúa. „Þeir loka hér stórri umferðaræð í apríl og hún verður lokuð fram í ágúst. Daglegt líf, ferðir til og frá vinnu breyttust stórkostlega í apríl,“ sagði Kristinn í viðtali sem birtist í Kvöldfréttum Sýnar. Hann segir viðburðinn hafa haft mikil áhrif á íbúa í nágrenninu sem sé þekkt ráðstefnusvæði auk þess sem höfuðstöðvar Europol séu í borginni. Grunnskólanemendur fengu óvænt þriggja daga frí þar sem skólum var lokað á meðan á fundinum stendur og íbúar í hverfinu hafa flutt á hótel eða í sumarhús. Um 28.000 löggæslumenn eru við störf í borginni þessa daga. „Þeir eru hér á hverju götuhorni, bæði lögregla og her. Allir ótrúlega vinalegir. Þrátt fyrir allar þessar byssur og allan þennan vígbúnað þá er þetta einhvern veginn mjög vinalegt.“ „Ég verð voða glaður að geta fengið mína litlu skottu heim“ Kristinn segir að fréttir hafi borist að mótmælendur ætli að koma til borgarinnar og að töluverður fjöldi hafi skráð sig hjá borgaryfirvöldum, allt frá fámennum hópum upp í samtök sem búast við þúsundum. Lítið hefur þó borið á mótmælunum enn sem komið er. „Hér er einstaklega rólegt og ef það væri ekki fyrir herinn hérna fyrir utan og þyrlurnar sem svífa hér yfir stöðugt þá bara vissum við ekki af þessum fundi.“ Kristinn og fjölskylda hans komu til Hollands aðfaranótt mánudags eftir dvöl á Íslandi. Síðan þá hefur dóttir hans búið hjá vinafólki þar sem almenningssamgöngur eru breyttar og mikið af götum lokaðar í grennd við heimili þeirra. Ferðin í skólann hefði því verið ansi löng. „Ég hugsa að ég verði rosalega feginn í ágúst þegar umferðaræðarnar opna aftur,“ en meðal annars þurfti að loka umferðargötum til að byggja hús sem síðan verða rifin. Það tekur sinn tíma. „Fundurinn sem slíkur, ég verð voða glaður að geta fengið mína litlu skottu heim.“
NATO Holland Íslendingar erlendis Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“