Gleðitíðindunum deilir Orri í færslu á Instagram ásamt myndum af litlu stúlkunni.
Nýbökuðu foreldrarnir eru bæði á sínu tuttugasta og fyrsta aldursári.
Orri Steinn gekk til liðs við spænska félagið Real Sociedad síðastliðið sumar, eftir farsælan tíma með danska liðinu FC Kaupmannahöfn. Orri Steinn varð um leið dýrasti leikmaður sem FC Kaupmannahöfn hefur selt frá upphafi.
Hann gekk í raðir FCK frá Gróttu árið 2020 og var seldur tæpum fjórum árum síðar fyrir 20 milljónir evra – sem samsvarar um þremur milljörðum íslenskra króna. Félagið greiddi kaupverðið staðgreitt.