Þegar Sjálfstæðisflokkurinn fann málbeinið sitt Ásta Guðrún Helgadóttir skrifar 24. júní 2025 08:00 Fáir flokkar hafa nýtt málþóf jafn kerfisbundið á síðastliðnum árum og Píratar, sem álitu málþóf nær því að vera listform frekar en stjórnmál, nema kannski nú nýverið Sjálfstæðisflokkurinn í stjórnarandstöðu. Fjöldi ræða í 1. umræðu (flutningsræður, ræður og andsvör) Píratar og Sjálfstæðisflokkurinn. Almennt er tilgangurinn með málþófi að tefja mál með löngum ræðum til að þrýsta á samninga um tiltekin þingmál. Þó markmiðið sé stundum að stöðva mál, endar málþóf oftar en ekki með sáttamiðlun, einhverri niðurstöðu sem báðir aðilar geta sætt sig við. Og þrátt fyrir það, þá þykir það hallærislegt að vera í málþófi. Flokkar hafa ítrekað neitað ásökunum um slíkt, með því að bera fyrir sig að málið þurfi ítarlega umræðu. Reyndar, að Pírötum undanskildum sem voru heiðarlegir með sitt málþóf, þó með misgóðum árangri. Hvenær verður málþóf að málþófi? Gjarnan er talað um að málþóf fari eingöngu fram í 2. umræðu frumvarpa til laga. Fyrir því eru ágætis rök, enda geta þingmenn farið eins oft í fimm mínútna ræður í 2.umræðu eins og þeir hafa þrek til. Þannig hafa einstaka þingmenn farið í tugi, jafnvel yfir hundrað, fimm mínútna ræður til þess að tefja fyrir framgang máls, og þar með störfum þingsins. Þessi skoðun er svo sterk hjá sumum að þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins, Hildi Sverrisdóttur, þótti „rétt að upplýsa stjórnarmeirihlutann um það að í 1. umræðu er ekki hægt að vera í málþófi. Lögin í landinu, þingsköpin, setja þingmönnum mjög skýran ramma um hversu lengi er hægt að tala. Svo einfalt er það.” Þetta ítrekaði flokkssystir hennar, Bryndís Haraldsdóttir, fyrr í vor: „Það er ekki hægt að fara í málþóf í 1. umræðu mála. Hver þingmaður getur bara tekið til máls og átt tvær ræður.” Ári áður hafði sami þingmaður orð á því undir störfum þingsins að hún „…ætla ekki að gagnrýna það að fólk fari í ræðu í 1. umræðu í málum. Það er mjög eðlilegt … En það er engin þörf á því að fólk fylli heilar 15 mínútur, margir frá hverjum þingflokki, og fari svo í andsvör við aðra kollega sína í stjórnarandstöðu. Það er einfaldlega málþóf.“ Þar er hún að vísa í þá tísku á síðasta kjörtímabili að taka óþarflega mikið til máls í 1. umræðu og þar með tefja framgang lýðræðisins, í stóra samhenginu, en ekki bara málið sjálft. Fjöldi ræða og andsvara í 1. umræðu frumvarps. Hlutfall milli stjórnar og stjórnarandstöðu eftir löggjafarþingi Frelsi Sjálfstæðisflokksins Þegar tölfræði um fjölda ræða og andsvara er skoðuð um tíu ár aftur í tímann þá má sjá viss þáttaskil á þessu þingi. Það er eðlilegt að flokkar í meirihluta tali meira en flokkar í minnihluta undir 1. umræðu frumvarpa enda þurfa ráðherrar að flytja málin, sem getur tekið allt að hálftíma ásamt andsvörum. Fjöldi ræða í 1. umræðu eftir löggjafarþingi og fjórum þingflokkum: Sjálfstæðisflokkurinn, Píratar, Miðflokkurinn og Samfylkingin. Til að gæta sanngirni þá má sjá hér fjölda ræða allt aftur til 143. þings þegar Píratar tóku fyrst sæti á Alþingi. Það þarf engan tölfræðing sem kann að reikna staðalfrávik til þess að sjá að eitthvað gerðist á 156. löggjafarþingi, því sem nú er yfirstandandi. Það hefur átt sér stað skýr og mælanleg breyting. Sjálfstæðisflokkurinn virðist loksins hafa fundið frelsið í minnihluta. Losnað hefur um málbeinið, en alvitað er að þingmenn í stjórnarandstöðu geta sýnt meira kæruleysi með störfum sínum og orðum. Óbreyttir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa eflaust þurft að sitja á skoðunum sínum undanfarinn áratug í meirihluta. Það hefur ábyggilega mörgum verið erfitt. Meint málþóf minni hlutans Taka verður tillit til þess að yfirstandandi þing hefur verið afar stutt. Það hófst í byrjun febrúar. Vanalega er þing sett í september og stendur fram á sumar árið eftir. Því hafa verið mun færri þingdagar nú en vanalega. Ástæðan er vitaskuld kosningar í lok árs í fyrra og ríkisstjórnarskipti í kjölfar þeirra. Það er því áhugavert að skoða fjölda ræða á hvern þingfund til að átta sig á þeirri miklu breytingu sem orðið hefur á yfirstandandi þingi, með gömlu valdaflokkana og skilnaðarbarnið þeirra í stjórnarandstöðu. Líkt og sést hér að neðan er ljóst að núverandi stjórnarandstaða hefur, í sögulegu samhengi, verið mjög upptekin í tafarleikjum sínum. Hlutfall ræða í 1. umræðu á fjölda þingfunda milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Í ljósi þess að þingfundadagar hafa verið fáir á þessu þingi er sanngjarnt að skoða dreifingu ræða á milli meiri- og minnihluta þar sem af er þingi og skulum þar aftur miða við 16. júní síðastliðinn, eða alls 62 þingfundi. Slík talnaleikfimi breytir litlu um heildarniðurstöðun: Sitjandi stjórnarandstaða er að setja nýtt Íslandsmet við 1. umræðu í málþófi, tafarleikjum, málbeinslosi, eða hvað annað sem fólk kýs að kalla skipulagðar hindranir á framgangi umræðu með innihaldslausu tali um allt en aðallega ekkert. Stöðva framgang lýðræðisins Fylgni milli fjölda ræða frá Sjálfstæðisflokknum og veru hans í stjórnarandstöðu er óumdeild. Ekki er þó hægt að útiloka að það sé vegna þess að gervigreindin hefur gert rökræður og ræðuskrif aðgengilegri, en það er rannsóknarefni út af fyrir sig. Ef horft er aftur til ársins 2013 þá er augljóst að eðlisbreyting er að eiga sér stað. Málþóf í 1. umræðu frumvarpa er orðin staðreynd. Teflt er á tíma með innihaldslausum ræðum og andsvörum sem þjóna ekki umræðunni heldur draga hana á langinn. Markmiðið er ekki til að tefja það mál sem um ræðir, heldur gegn framgangi lýðræðislegra þingstarfa. Og hvað veldur? Hvað er það sem hefur gerst núna sem hefur ekki átt sér stað síðan á árinu 2013? Svarið er einfalt. Sjálfstæðisflokkurinn er í minnihluta á þingi, og ræður ekki, eitthvað sem virðist vera þeim erfið hlutskipti. Af þeim sökum ber að stöðva framgang lýðræðisins. En, ef litið er á björtu hliðarnar, þá hefur Sjálfstæðisflokkurinn, rétt eins og léttlestrarhundurinn Lubbi, fundið málbeinið sitt. Höfundur er fyrrverandi þingflokksformaður Pírata og núverandi starfsmaður þingflokks Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Ásta Guðrún Helgadóttir Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Fáir flokkar hafa nýtt málþóf jafn kerfisbundið á síðastliðnum árum og Píratar, sem álitu málþóf nær því að vera listform frekar en stjórnmál, nema kannski nú nýverið Sjálfstæðisflokkurinn í stjórnarandstöðu. Fjöldi ræða í 1. umræðu (flutningsræður, ræður og andsvör) Píratar og Sjálfstæðisflokkurinn. Almennt er tilgangurinn með málþófi að tefja mál með löngum ræðum til að þrýsta á samninga um tiltekin þingmál. Þó markmiðið sé stundum að stöðva mál, endar málþóf oftar en ekki með sáttamiðlun, einhverri niðurstöðu sem báðir aðilar geta sætt sig við. Og þrátt fyrir það, þá þykir það hallærislegt að vera í málþófi. Flokkar hafa ítrekað neitað ásökunum um slíkt, með því að bera fyrir sig að málið þurfi ítarlega umræðu. Reyndar, að Pírötum undanskildum sem voru heiðarlegir með sitt málþóf, þó með misgóðum árangri. Hvenær verður málþóf að málþófi? Gjarnan er talað um að málþóf fari eingöngu fram í 2. umræðu frumvarpa til laga. Fyrir því eru ágætis rök, enda geta þingmenn farið eins oft í fimm mínútna ræður í 2.umræðu eins og þeir hafa þrek til. Þannig hafa einstaka þingmenn farið í tugi, jafnvel yfir hundrað, fimm mínútna ræður til þess að tefja fyrir framgang máls, og þar með störfum þingsins. Þessi skoðun er svo sterk hjá sumum að þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins, Hildi Sverrisdóttur, þótti „rétt að upplýsa stjórnarmeirihlutann um það að í 1. umræðu er ekki hægt að vera í málþófi. Lögin í landinu, þingsköpin, setja þingmönnum mjög skýran ramma um hversu lengi er hægt að tala. Svo einfalt er það.” Þetta ítrekaði flokkssystir hennar, Bryndís Haraldsdóttir, fyrr í vor: „Það er ekki hægt að fara í málþóf í 1. umræðu mála. Hver þingmaður getur bara tekið til máls og átt tvær ræður.” Ári áður hafði sami þingmaður orð á því undir störfum þingsins að hún „…ætla ekki að gagnrýna það að fólk fari í ræðu í 1. umræðu í málum. Það er mjög eðlilegt … En það er engin þörf á því að fólk fylli heilar 15 mínútur, margir frá hverjum þingflokki, og fari svo í andsvör við aðra kollega sína í stjórnarandstöðu. Það er einfaldlega málþóf.“ Þar er hún að vísa í þá tísku á síðasta kjörtímabili að taka óþarflega mikið til máls í 1. umræðu og þar með tefja framgang lýðræðisins, í stóra samhenginu, en ekki bara málið sjálft. Fjöldi ræða og andsvara í 1. umræðu frumvarps. Hlutfall milli stjórnar og stjórnarandstöðu eftir löggjafarþingi Frelsi Sjálfstæðisflokksins Þegar tölfræði um fjölda ræða og andsvara er skoðuð um tíu ár aftur í tímann þá má sjá viss þáttaskil á þessu þingi. Það er eðlilegt að flokkar í meirihluta tali meira en flokkar í minnihluta undir 1. umræðu frumvarpa enda þurfa ráðherrar að flytja málin, sem getur tekið allt að hálftíma ásamt andsvörum. Fjöldi ræða í 1. umræðu eftir löggjafarþingi og fjórum þingflokkum: Sjálfstæðisflokkurinn, Píratar, Miðflokkurinn og Samfylkingin. Til að gæta sanngirni þá má sjá hér fjölda ræða allt aftur til 143. þings þegar Píratar tóku fyrst sæti á Alþingi. Það þarf engan tölfræðing sem kann að reikna staðalfrávik til þess að sjá að eitthvað gerðist á 156. löggjafarþingi, því sem nú er yfirstandandi. Það hefur átt sér stað skýr og mælanleg breyting. Sjálfstæðisflokkurinn virðist loksins hafa fundið frelsið í minnihluta. Losnað hefur um málbeinið, en alvitað er að þingmenn í stjórnarandstöðu geta sýnt meira kæruleysi með störfum sínum og orðum. Óbreyttir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa eflaust þurft að sitja á skoðunum sínum undanfarinn áratug í meirihluta. Það hefur ábyggilega mörgum verið erfitt. Meint málþóf minni hlutans Taka verður tillit til þess að yfirstandandi þing hefur verið afar stutt. Það hófst í byrjun febrúar. Vanalega er þing sett í september og stendur fram á sumar árið eftir. Því hafa verið mun færri þingdagar nú en vanalega. Ástæðan er vitaskuld kosningar í lok árs í fyrra og ríkisstjórnarskipti í kjölfar þeirra. Það er því áhugavert að skoða fjölda ræða á hvern þingfund til að átta sig á þeirri miklu breytingu sem orðið hefur á yfirstandandi þingi, með gömlu valdaflokkana og skilnaðarbarnið þeirra í stjórnarandstöðu. Líkt og sést hér að neðan er ljóst að núverandi stjórnarandstaða hefur, í sögulegu samhengi, verið mjög upptekin í tafarleikjum sínum. Hlutfall ræða í 1. umræðu á fjölda þingfunda milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Í ljósi þess að þingfundadagar hafa verið fáir á þessu þingi er sanngjarnt að skoða dreifingu ræða á milli meiri- og minnihluta þar sem af er þingi og skulum þar aftur miða við 16. júní síðastliðinn, eða alls 62 þingfundi. Slík talnaleikfimi breytir litlu um heildarniðurstöðun: Sitjandi stjórnarandstaða er að setja nýtt Íslandsmet við 1. umræðu í málþófi, tafarleikjum, málbeinslosi, eða hvað annað sem fólk kýs að kalla skipulagðar hindranir á framgangi umræðu með innihaldslausu tali um allt en aðallega ekkert. Stöðva framgang lýðræðisins Fylgni milli fjölda ræða frá Sjálfstæðisflokknum og veru hans í stjórnarandstöðu er óumdeild. Ekki er þó hægt að útiloka að það sé vegna þess að gervigreindin hefur gert rökræður og ræðuskrif aðgengilegri, en það er rannsóknarefni út af fyrir sig. Ef horft er aftur til ársins 2013 þá er augljóst að eðlisbreyting er að eiga sér stað. Málþóf í 1. umræðu frumvarpa er orðin staðreynd. Teflt er á tíma með innihaldslausum ræðum og andsvörum sem þjóna ekki umræðunni heldur draga hana á langinn. Markmiðið er ekki til að tefja það mál sem um ræðir, heldur gegn framgangi lýðræðislegra þingstarfa. Og hvað veldur? Hvað er það sem hefur gerst núna sem hefur ekki átt sér stað síðan á árinu 2013? Svarið er einfalt. Sjálfstæðisflokkurinn er í minnihluta á þingi, og ræður ekki, eitthvað sem virðist vera þeim erfið hlutskipti. Af þeim sökum ber að stöðva framgang lýðræðisins. En, ef litið er á björtu hliðarnar, þá hefur Sjálfstæðisflokkurinn, rétt eins og léttlestrarhundurinn Lubbi, fundið málbeinið sitt. Höfundur er fyrrverandi þingflokksformaður Pírata og núverandi starfsmaður þingflokks Samfylkingarinnar.
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun