Átak til að stytta biðlista barna eftir sérfræðiaðstoð Helga Þórðardóttir skrifar 23. júní 2025 12:31 Eitt að mikilvægum baráttumálum Flokks fólksins í borgarstjórn er í höfn eftir að samþykkt var að fjölga stöðugildum sérfræðinga hjá skólaþjónustu Reykjavíkur. Flokkur fólksins hefur lengi barist fyrir því að stytta bið barna eftir faglegri aðstoð sérfræðinga. Bið barna eftir nauðsynlegri sérfræðiþjónustu getur haft gríðarlega slæmar afleiðingar. Ef ekki er gripið snemma inn í ýmis vandamál getur það haft víðtæk og neikvæð áhrif á líðan og námsframvindu barna. Það er því sérstakt fagnaðarefni að nú er byrjað að vinna eftir áætlun um að stytta bið eftir aðstoð sálfræðinga og talmeinafræðinga. Á sameiginlegum fundi velferðarráðs og skóla-og frístundaráðs hinn 18.júní var samþykkt tillaga um að fjölga stöðugildum sálfræðinga. Mikilvæg fjölgun sérfræðinga Tillagan felur í sér að fjögur ný stöðugildi verða til í skóla- og frístundaþjónustu. Um er að ræða a.m.k. fjögur stöðugildi talmeinafræðinga og eitt stöðugildi sérfræðings. Þörfin mikil, sérstaklega í tengslum við málþroskavanda sem oft liggur að baki öðrum greiningum. Fjölgað verði um fjögur stöðugildi sálfræðinga til að styrkja snemmtæka íhlutun, svara ákalli heilbrigðisgeirans eftir frumgreiningum og auka viðveru í skólum. Tveir sérfræðingar hefji störf þegar frá hausti 2025. Fræðsla fyrir foreldra og kennara verður styrkt með reglubundnum, stuttum og aðgengilegum námskeiðum sem Keðjan mun hafa milligöng um, t.d. um uppeldistækni, málþroska og líðan. Námskeiðin hefjast strax í haust. Ein af mörgum úrbótatillögum Flokkur fólksins er nú loks að uppskera eins og hann hefur sáð í þessum efnum og fagnar því að þessi áætlun er loksins komin til framkvæmda. Sérfæðingum verður fjölgað og viðvera þeirra í skólum aukin. Það er brýnt að byggja upp samfellda og aðgengilega þjónustu þar sem snemmtækri íhlutun og stuðningi er beitt í samræmi við markmið Betri borgar fyrir börn og farsældarlögin. Efling þessarar þjónustu var eitt af megin áherslum Flokks fólksins í samstarfssáttmála við myndun nýs meirihluta í borgarstjórn. Þessi tillaga er ein af mörgum sem ætlað er að bæta þjónustu við börn og barnafjölskyldur. Höfundur er borgarfulltrúi Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Þórðardóttir Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Köstum ekki verðmætum á glæ Ingvar Jónsson Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Verkafólk kaupir aðgang að íslenskum auðlindum af Norðmönnum Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt að mikilvægum baráttumálum Flokks fólksins í borgarstjórn er í höfn eftir að samþykkt var að fjölga stöðugildum sérfræðinga hjá skólaþjónustu Reykjavíkur. Flokkur fólksins hefur lengi barist fyrir því að stytta bið barna eftir faglegri aðstoð sérfræðinga. Bið barna eftir nauðsynlegri sérfræðiþjónustu getur haft gríðarlega slæmar afleiðingar. Ef ekki er gripið snemma inn í ýmis vandamál getur það haft víðtæk og neikvæð áhrif á líðan og námsframvindu barna. Það er því sérstakt fagnaðarefni að nú er byrjað að vinna eftir áætlun um að stytta bið eftir aðstoð sálfræðinga og talmeinafræðinga. Á sameiginlegum fundi velferðarráðs og skóla-og frístundaráðs hinn 18.júní var samþykkt tillaga um að fjölga stöðugildum sálfræðinga. Mikilvæg fjölgun sérfræðinga Tillagan felur í sér að fjögur ný stöðugildi verða til í skóla- og frístundaþjónustu. Um er að ræða a.m.k. fjögur stöðugildi talmeinafræðinga og eitt stöðugildi sérfræðings. Þörfin mikil, sérstaklega í tengslum við málþroskavanda sem oft liggur að baki öðrum greiningum. Fjölgað verði um fjögur stöðugildi sálfræðinga til að styrkja snemmtæka íhlutun, svara ákalli heilbrigðisgeirans eftir frumgreiningum og auka viðveru í skólum. Tveir sérfræðingar hefji störf þegar frá hausti 2025. Fræðsla fyrir foreldra og kennara verður styrkt með reglubundnum, stuttum og aðgengilegum námskeiðum sem Keðjan mun hafa milligöng um, t.d. um uppeldistækni, málþroska og líðan. Námskeiðin hefjast strax í haust. Ein af mörgum úrbótatillögum Flokkur fólksins er nú loks að uppskera eins og hann hefur sáð í þessum efnum og fagnar því að þessi áætlun er loksins komin til framkvæmda. Sérfæðingum verður fjölgað og viðvera þeirra í skólum aukin. Það er brýnt að byggja upp samfellda og aðgengilega þjónustu þar sem snemmtækri íhlutun og stuðningi er beitt í samræmi við markmið Betri borgar fyrir börn og farsældarlögin. Efling þessarar þjónustu var eitt af megin áherslum Flokks fólksins í samstarfssáttmála við myndun nýs meirihluta í borgarstjórn. Þessi tillaga er ein af mörgum sem ætlað er að bæta þjónustu við börn og barnafjölskyldur. Höfundur er borgarfulltrúi Flokks fólksins.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar